Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Silicor Materials sver af sér Bjarna Ben

Dav­íð Stef­áns­son seg­ir í tölvu­pósti til Stund­ar­inn­ar að Bjarni hafi aldrei átt fund með full­trú­um fé­lags­ins.

Silicor Materials sver af sér Bjarna Ben

Vegna greinar sem birtist á vefsíðunni vald.org, þar sem tengsl Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins við félagið „Elkem Silicor Materials“ voru til umfjöllunar, sendi Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials á Íslandi, neðangreinda áréttingu á Stundina. 

Síðastliðinn föstudag greindi Stundin frá því að hluti þeirra ásakana sem birtust á vefsíðunni vald.org voru réttar. Þar má helst nefna þá stafhæfingu að Bjarni sé enn umboðsaðili Elkem á Íslandi samkvæmt fyrirtækjaskrá. Að sögn Teits Björns Einarssonar, aðstoðarmanns Bjarna, var ástæðan sú að skráningu hafi ekki verið breytt frá árinu 2003 þegar Bjarni tók að sér að sér sem lögfræðingur að stofna bankareikning fyrir Elkem á Íslandi. Raunar benti Teitur á það sama þá og Davíð nú, Elkem og Silicor Materials eru tvö mismunandi fyrirtæki.

Yfirlýsing Silicor Materials á Íslandi í heild sinni:

„Hér er verið að rugla saman tveimur alls óskyldum fyrirtækjum. Annað er járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga og hitt er fyrirtækið Silicor Materials sem er að undirbúa byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Staðsetningin á Grundartanga er það eina sem þessi fyrirtæki eiga sameiginlegt. Alls engin stjórnunartengsl eða eignartengsl eru á milli félaganna. Enn síður eru nokkur tengsl á milli Silicor Materials og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Mér vitanlega hafa fulltrúar Silicor Materials aldrei átt fund með Bjarna Benediktssyni, hvað þá að hann hafi verið eða sé lögmaður félagsins.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár