Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Silicor Materials sver af sér Bjarna Ben

Dav­íð Stef­áns­son seg­ir í tölvu­pósti til Stund­ar­inn­ar að Bjarni hafi aldrei átt fund með full­trú­um fé­lags­ins.

Silicor Materials sver af sér Bjarna Ben

Vegna greinar sem birtist á vefsíðunni vald.org, þar sem tengsl Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins við félagið „Elkem Silicor Materials“ voru til umfjöllunar, sendi Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials á Íslandi, neðangreinda áréttingu á Stundina. 

Síðastliðinn föstudag greindi Stundin frá því að hluti þeirra ásakana sem birtust á vefsíðunni vald.org voru réttar. Þar má helst nefna þá stafhæfingu að Bjarni sé enn umboðsaðili Elkem á Íslandi samkvæmt fyrirtækjaskrá. Að sögn Teits Björns Einarssonar, aðstoðarmanns Bjarna, var ástæðan sú að skráningu hafi ekki verið breytt frá árinu 2003 þegar Bjarni tók að sér að sér sem lögfræðingur að stofna bankareikning fyrir Elkem á Íslandi. Raunar benti Teitur á það sama þá og Davíð nú, Elkem og Silicor Materials eru tvö mismunandi fyrirtæki.

Yfirlýsing Silicor Materials á Íslandi í heild sinni:

„Hér er verið að rugla saman tveimur alls óskyldum fyrirtækjum. Annað er járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga og hitt er fyrirtækið Silicor Materials sem er að undirbúa byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Staðsetningin á Grundartanga er það eina sem þessi fyrirtæki eiga sameiginlegt. Alls engin stjórnunartengsl eða eignartengsl eru á milli félaganna. Enn síður eru nokkur tengsl á milli Silicor Materials og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Mér vitanlega hafa fulltrúar Silicor Materials aldrei átt fund með Bjarna Benediktssyni, hvað þá að hann hafi verið eða sé lögmaður félagsins.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár