Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn

For­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins þyk­ir Rík­is­út­varp­ið sýna stöðu hans og mögu­legu flokks­þingi flokks­ins of mik­inn áhuga og undr­ast að at­hygl­in bein­ist ekki að „ein­stök­um ár­angri“ flokks­ins og fram­tíð­ar­sigr­um.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn
Sigmundur Davíð Fyrrverandi spyrill RÚV hefur gert ítrekaðar athugasemdir við umfjöllun RÚV um stöðu hans í stjórnmálum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kvartar undan tíðum umfjöllunum Ríkisútvarpsins af stöðu hans sem formanns Framsóknarflokksins og mögulegu flokksþingi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Hann birtir samsetta mynd af úrklippum af fréttavef Ríkistúvarpsins máli sínu til stuðnings og gerir athugasemd við að áhugi á flokknum beinist ekki að „einstökum árangri“ hans.

„Sumir virðast hafa fengið stórkostlegan áhuga á fundadagskrá Framsóknarflokksins. Í gærkvöldi var RÚV með beina útsendingu í kvöldfréttum og 10-fréttum í sjónvarpi frá aukakjördæmisþingi kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Reyndar var ekki bein útsending frá fundinum heldur frá gangstéttinni fyrir utan hús í Lindahverfi í Kópavogi þar sem fundurinn fór fram,“ skrifar Sigmundur.

Sigmundur virðist telja að umfjöllun um Framsóknarflokkinn sé byggð á röngum forsendum og að hún ætti réttilega að beinast að jákvæðum atriðum.

Úrklippur SigmundarSigmundur hefur klippt út fréttir RÚV um Framsóknarflokkinn til að sýna fram á athugavert fréttamat RÚV á flokknum.

 Áhuginn beinist ekki að einstökum árangri 

Hann vekur athygli á því að áhugi á Framsóknarflokknum tengist ekki alltaf áhuganum á „einstökum árangri“ flokksins og „hvernig sé best að vinna nýja sigra“.

„Í Framsókn er mikill áhugi á að yfirfara hina geysisterku málefnastöðu flokksins og hvernig sé best að vinna nýja sigra á grundvelli einstaks árangurs síðustu ára. Stundum læðist þó að manni sá grunur að sérstakir áhugamenn um flokksþing utan flokksins séu áhugasamari um eitthvað annað.“

Þá undrast hann að ekki sé meiri athygli á flokksþing annarra flokka.

„Hvernig gengur annars undirbúningur flokksþinga og landsfunda í öðrum flokkum? Ætli það verði ekki farið yfir það í beinni í fréttum í kvöld og næstu daga.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið, og þar með hvort kosið verði um nýjan formann fyrir kosningar eða ekki. Sigmundur Davíð hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram að vera formaður flokksins þrátt fyrir að hafa sagt af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að ósannindi um stöðu hans í aflandsfélagi og um kröfur gegn þrotabúum íslensku bankanna komu í ljós í fréttaskýringu um leka frá panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca.

„Álitamál“ hvort flokksþing sé gott fyrir flokkinn

Sigmundur sendir þau skilaboð að best sé fyrir hann sjálfan ef haldið verður flokksþing fyrir kosningar, en að það sé flokknum í hag að haldið sé flokksþing eftir kosningar, út frá því að annars færi athyglin í kringum flokksþingið í annað en árangur og sterka málefnastöðu flokksins. Í því felst að best sé fyrir Framsóknarflokkinn að hann leiði flokkinn áfram í kosningunum.

„Sumir virðast gefa í skyn að það sé betra fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar en fyrir. Það ber ekki endilega vott um mikinn pólitískan skilning. Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar (sérstaklega í miklu óvissuástandi eins og núna) og mæta svo á flokksþing í framhaldinu. Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum. Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“

Sigmundur hefur ítrekað gert athugasemdir við umfjöllun RÚV um flokkinn og hann. Strax um mánuði eftir að hann tók við völdum skrifaði hann greinina „Fyrsti mánuður loftárása“ um það sem hann taldi vera ómaklegar árásir á hann, flokkinn og ríkisstjórnina: „Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn því að gerðar verði breytingar á hinum óframkvæmanlegu og skaðlegu veiðigjaldalögum síðustu ríkisstjórnar. Minnugur þess hvernig gekk að fá suma fjölmiðla til að segja frá því að fram færi undirskriftasöfnun gegn Icesave-samningunum er athygli vert að fylgjast með umfjölluninni um undirskriftasöfnun gegn því að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu sinni. Engu er líkara en að hafið sé söfnunarátak aldarinnar í þágu óumdeilds málstaðar. Á fyrstu dögum undirskriftasöfnunarinnar sagði Ríkisútvarpið tugi frétta af söfnuninni. Í fréttatíma eftir fréttatíma voru birtar nýjustu tölur og rætt við réttu sérfræðingana og forystumenn stjórnarandstöðunnar. Nokkrum sinnum fjallaði fyrsta frétt í aðalfréttatímum RÚV um að undirskriftum fjölgaði enn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár