Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn

For­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins þyk­ir Rík­is­út­varp­ið sýna stöðu hans og mögu­legu flokks­þingi flokks­ins of mik­inn áhuga og undr­ast að at­hygl­in bein­ist ekki að „ein­stök­um ár­angri“ flokks­ins og fram­tíð­ar­sigr­um.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn
Sigmundur Davíð Fyrrverandi spyrill RÚV hefur gert ítrekaðar athugasemdir við umfjöllun RÚV um stöðu hans í stjórnmálum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kvartar undan tíðum umfjöllunum Ríkisútvarpsins af stöðu hans sem formanns Framsóknarflokksins og mögulegu flokksþingi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Hann birtir samsetta mynd af úrklippum af fréttavef Ríkistúvarpsins máli sínu til stuðnings og gerir athugasemd við að áhugi á flokknum beinist ekki að „einstökum árangri“ hans.

„Sumir virðast hafa fengið stórkostlegan áhuga á fundadagskrá Framsóknarflokksins. Í gærkvöldi var RÚV með beina útsendingu í kvöldfréttum og 10-fréttum í sjónvarpi frá aukakjördæmisþingi kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Reyndar var ekki bein útsending frá fundinum heldur frá gangstéttinni fyrir utan hús í Lindahverfi í Kópavogi þar sem fundurinn fór fram,“ skrifar Sigmundur.

Sigmundur virðist telja að umfjöllun um Framsóknarflokkinn sé byggð á röngum forsendum og að hún ætti réttilega að beinast að jákvæðum atriðum.

Úrklippur SigmundarSigmundur hefur klippt út fréttir RÚV um Framsóknarflokkinn til að sýna fram á athugavert fréttamat RÚV á flokknum.

 Áhuginn beinist ekki að einstökum árangri 

Hann vekur athygli á því að áhugi á Framsóknarflokknum tengist ekki alltaf áhuganum á „einstökum árangri“ flokksins og „hvernig sé best að vinna nýja sigra“.

„Í Framsókn er mikill áhugi á að yfirfara hina geysisterku málefnastöðu flokksins og hvernig sé best að vinna nýja sigra á grundvelli einstaks árangurs síðustu ára. Stundum læðist þó að manni sá grunur að sérstakir áhugamenn um flokksþing utan flokksins séu áhugasamari um eitthvað annað.“

Þá undrast hann að ekki sé meiri athygli á flokksþing annarra flokka.

„Hvernig gengur annars undirbúningur flokksþinga og landsfunda í öðrum flokkum? Ætli það verði ekki farið yfir það í beinni í fréttum í kvöld og næstu daga.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið, og þar með hvort kosið verði um nýjan formann fyrir kosningar eða ekki. Sigmundur Davíð hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram að vera formaður flokksins þrátt fyrir að hafa sagt af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að ósannindi um stöðu hans í aflandsfélagi og um kröfur gegn þrotabúum íslensku bankanna komu í ljós í fréttaskýringu um leka frá panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca.

„Álitamál“ hvort flokksþing sé gott fyrir flokkinn

Sigmundur sendir þau skilaboð að best sé fyrir hann sjálfan ef haldið verður flokksþing fyrir kosningar, en að það sé flokknum í hag að haldið sé flokksþing eftir kosningar, út frá því að annars færi athyglin í kringum flokksþingið í annað en árangur og sterka málefnastöðu flokksins. Í því felst að best sé fyrir Framsóknarflokkinn að hann leiði flokkinn áfram í kosningunum.

„Sumir virðast gefa í skyn að það sé betra fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar en fyrir. Það ber ekki endilega vott um mikinn pólitískan skilning. Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar (sérstaklega í miklu óvissuástandi eins og núna) og mæta svo á flokksþing í framhaldinu. Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum. Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“

Sigmundur hefur ítrekað gert athugasemdir við umfjöllun RÚV um flokkinn og hann. Strax um mánuði eftir að hann tók við völdum skrifaði hann greinina „Fyrsti mánuður loftárása“ um það sem hann taldi vera ómaklegar árásir á hann, flokkinn og ríkisstjórnina: „Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn því að gerðar verði breytingar á hinum óframkvæmanlegu og skaðlegu veiðigjaldalögum síðustu ríkisstjórnar. Minnugur þess hvernig gekk að fá suma fjölmiðla til að segja frá því að fram færi undirskriftasöfnun gegn Icesave-samningunum er athygli vert að fylgjast með umfjölluninni um undirskriftasöfnun gegn því að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu sinni. Engu er líkara en að hafið sé söfnunarátak aldarinnar í þágu óumdeilds málstaðar. Á fyrstu dögum undirskriftasöfnunarinnar sagði Ríkisútvarpið tugi frétta af söfnuninni. Í fréttatíma eftir fréttatíma voru birtar nýjustu tölur og rætt við réttu sérfræðingana og forystumenn stjórnarandstöðunnar. Nokkrum sinnum fjallaði fyrsta frétt í aðalfréttatímum RÚV um að undirskriftum fjölgaði enn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár