Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn

For­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins þyk­ir Rík­is­út­varp­ið sýna stöðu hans og mögu­legu flokks­þingi flokks­ins of mik­inn áhuga og undr­ast að at­hygl­in bein­ist ekki að „ein­stök­um ár­angri“ flokks­ins og fram­tíð­ar­sigr­um.

Sigmundur hneykslast á umfjöllun RÚV um Framsóknarflokkinn
Sigmundur Davíð Fyrrverandi spyrill RÚV hefur gert ítrekaðar athugasemdir við umfjöllun RÚV um stöðu hans í stjórnmálum. Mynd: Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kvartar undan tíðum umfjöllunum Ríkisútvarpsins af stöðu hans sem formanns Framsóknarflokksins og mögulegu flokksþingi á Facebook-síðu sinni í dag. 

Hann birtir samsetta mynd af úrklippum af fréttavef Ríkistúvarpsins máli sínu til stuðnings og gerir athugasemd við að áhugi á flokknum beinist ekki að „einstökum árangri“ hans.

„Sumir virðast hafa fengið stórkostlegan áhuga á fundadagskrá Framsóknarflokksins. Í gærkvöldi var RÚV með beina útsendingu í kvöldfréttum og 10-fréttum í sjónvarpi frá aukakjördæmisþingi kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi. Reyndar var ekki bein útsending frá fundinum heldur frá gangstéttinni fyrir utan hús í Lindahverfi í Kópavogi þar sem fundurinn fór fram,“ skrifar Sigmundur.

Sigmundur virðist telja að umfjöllun um Framsóknarflokkinn sé byggð á röngum forsendum og að hún ætti réttilega að beinast að jákvæðum atriðum.

Úrklippur SigmundarSigmundur hefur klippt út fréttir RÚV um Framsóknarflokkinn til að sýna fram á athugavert fréttamat RÚV á flokknum.

 Áhuginn beinist ekki að einstökum árangri 

Hann vekur athygli á því að áhugi á Framsóknarflokknum tengist ekki alltaf áhuganum á „einstökum árangri“ flokksins og „hvernig sé best að vinna nýja sigra“.

„Í Framsókn er mikill áhugi á að yfirfara hina geysisterku málefnastöðu flokksins og hvernig sé best að vinna nýja sigra á grundvelli einstaks árangurs síðustu ára. Stundum læðist þó að manni sá grunur að sérstakir áhugamenn um flokksþing utan flokksins séu áhugasamari um eitthvað annað.“

Þá undrast hann að ekki sé meiri athygli á flokksþing annarra flokka.

„Hvernig gengur annars undirbúningur flokksþinga og landsfunda í öðrum flokkum? Ætli það verði ekki farið yfir það í beinni í fréttum í kvöld og næstu daga.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið, og þar með hvort kosið verði um nýjan formann fyrir kosningar eða ekki. Sigmundur Davíð hefur lýst því yfir að hann muni halda áfram að vera formaður flokksins þrátt fyrir að hafa sagt af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að ósannindi um stöðu hans í aflandsfélagi og um kröfur gegn þrotabúum íslensku bankanna komu í ljós í fréttaskýringu um leka frá panamaísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca.

„Álitamál“ hvort flokksþing sé gott fyrir flokkinn

Sigmundur sendir þau skilaboð að best sé fyrir hann sjálfan ef haldið verður flokksþing fyrir kosningar, en að það sé flokknum í hag að haldið sé flokksþing eftir kosningar, út frá því að annars færi athyglin í kringum flokksþingið í annað en árangur og sterka málefnastöðu flokksins. Í því felst að best sé fyrir Framsóknarflokkinn að hann leiði flokkinn áfram í kosningunum.

„Sumir virðast gefa í skyn að það sé betra fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar en fyrir. Það ber ekki endilega vott um mikinn pólitískan skilning. Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar (sérstaklega í miklu óvissuástandi eins og núna) og mæta svo á flokksþing í framhaldinu. Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum. Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“

Sigmundur hefur ítrekað gert athugasemdir við umfjöllun RÚV um flokkinn og hann. Strax um mánuði eftir að hann tók við völdum skrifaði hann greinina „Fyrsti mánuður loftárása“ um það sem hann taldi vera ómaklegar árásir á hann, flokkinn og ríkisstjórnina: „Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn því að gerðar verði breytingar á hinum óframkvæmanlegu og skaðlegu veiðigjaldalögum síðustu ríkisstjórnar. Minnugur þess hvernig gekk að fá suma fjölmiðla til að segja frá því að fram færi undirskriftasöfnun gegn Icesave-samningunum er athygli vert að fylgjast með umfjölluninni um undirskriftasöfnun gegn því að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu sinni. Engu er líkara en að hafið sé söfnunarátak aldarinnar í þágu óumdeilds málstaðar. Á fyrstu dögum undirskriftasöfnunarinnar sagði Ríkisútvarpið tugi frétta af söfnuninni. Í fréttatíma eftir fréttatíma voru birtar nýjustu tölur og rætt við réttu sérfræðingana og forystumenn stjórnarandstöðunnar. Nokkrum sinnum fjallaði fyrsta frétt í aðalfréttatímum RÚV um að undirskriftum fjölgaði enn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár