Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Fin­ancial Times býð­ur les­end­um sín­um að kjósa fremstu karlfemín­ista í heimi. For­sæt­is­ráð­herra er á með­al þeirra tíu sem val­ið stend­ur um.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Breska dagblaðið Financial Times telur Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera meðal topp tíu karlkyns femínista í heiminum. Rafræn kosning fer fram á vef blaðsins þar sem lesendum er boðið að kjósa einn þeirra sem fremsta karlkyns femínista í heimi. Í umfjöllun blaðsins frá 15. september er sagt að hann sé kyndilberi fyrir HeForShe átak Sameinuðu þjóðanna. „Hann áætlar að geta náð fram kynjajöfnuði í íslenskum fjölmiðlum fyrir árið 2020 og afnema með öllu kynbundinn launamun fyrir árið 2022,“ segir í umfjöllun Financial Times. Ásamt Sigmundi á listanum eru menn á borð við Richard Branson, eiganda Virgin flugfélagsins, og Matt Groening, höfund sjónvarpsþáttanna the Simpsons, á lista dagblaðsins.
 
Óvíst er hvaða heimildir blaðið hefur fyrir því að Sigmundur Davíð ætli sér að fjölga kvenkyns blaðamönnum á Íslandi. Sömuleiðis er óvíst hvernig hann ætli sér að framkvæmda það en samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu frá árinu 2012 þá voru konur 35,9 prósent meðlima í Blaðamannafélagi Íslands.

Í síðustu viku flutti Sigmundur Davíð ávarp á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn var í tilefni af 20 ára afmæli Peking yfirlýsingarinnar og framkvæmdaáætlunar um réttindi og valdeflingu kvenna. Sigmundur Davíð var á meðal þjóðarleiðtoga sem stýrðu fundinum. Í ávarpi forsætisráðherra kom fram að jafnréttismál skipti alla máli og að karlmenn þurfi að taka þátt í umræðunni til jafns við konur. Þá fjallaði hann um mikilvægi kvenna í stjórnmálum og um nauðsyn IMPACT 10x10x10 verkefnisins sem er liður í HeForShe verkefni UN Women. Sigmundur Davíð er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiðir verkefnið en það mun leiða saman tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti. Þátttaka Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér skuldbindingu stjórnvalda um að vinna að jafnrétti með ýmsu móti. Þannig mun forsætisráðherra kynna og styðja almenn markmið HeForShe verkefnisins á Íslandi ásamt því að leiða sérstök verkefni á sviði jafnréttismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár