Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Fin­ancial Times býð­ur les­end­um sín­um að kjósa fremstu karlfemín­ista í heimi. For­sæt­is­ráð­herra er á með­al þeirra tíu sem val­ið stend­ur um.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Breska dagblaðið Financial Times telur Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera meðal topp tíu karlkyns femínista í heiminum. Rafræn kosning fer fram á vef blaðsins þar sem lesendum er boðið að kjósa einn þeirra sem fremsta karlkyns femínista í heimi. Í umfjöllun blaðsins frá 15. september er sagt að hann sé kyndilberi fyrir HeForShe átak Sameinuðu þjóðanna. „Hann áætlar að geta náð fram kynjajöfnuði í íslenskum fjölmiðlum fyrir árið 2020 og afnema með öllu kynbundinn launamun fyrir árið 2022,“ segir í umfjöllun Financial Times. Ásamt Sigmundi á listanum eru menn á borð við Richard Branson, eiganda Virgin flugfélagsins, og Matt Groening, höfund sjónvarpsþáttanna the Simpsons, á lista dagblaðsins.
 
Óvíst er hvaða heimildir blaðið hefur fyrir því að Sigmundur Davíð ætli sér að fjölga kvenkyns blaðamönnum á Íslandi. Sömuleiðis er óvíst hvernig hann ætli sér að framkvæmda það en samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu frá árinu 2012 þá voru konur 35,9 prósent meðlima í Blaðamannafélagi Íslands.

Í síðustu viku flutti Sigmundur Davíð ávarp á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn var í tilefni af 20 ára afmæli Peking yfirlýsingarinnar og framkvæmdaáætlunar um réttindi og valdeflingu kvenna. Sigmundur Davíð var á meðal þjóðarleiðtoga sem stýrðu fundinum. Í ávarpi forsætisráðherra kom fram að jafnréttismál skipti alla máli og að karlmenn þurfi að taka þátt í umræðunni til jafns við konur. Þá fjallaði hann um mikilvægi kvenna í stjórnmálum og um nauðsyn IMPACT 10x10x10 verkefnisins sem er liður í HeForShe verkefni UN Women. Sigmundur Davíð er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiðir verkefnið en það mun leiða saman tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti. Þátttaka Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér skuldbindingu stjórnvalda um að vinna að jafnrétti með ýmsu móti. Þannig mun forsætisráðherra kynna og styðja almenn markmið HeForShe verkefnisins á Íslandi ásamt því að leiða sérstök verkefni á sviði jafnréttismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár