Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sex villandi staðhæfingar í ræðu Trumps um Parísarsamkomulagið

The Washingt­on Post fór yf­ir nokkr­ar stað­hæf­ing­ar í ræðu Don­alds Trump og komst að því að nokkr­ar þeirra eru vill­andi og aðr­ar bein­lín­is rang­ar.

Sex villandi staðhæfingar í ræðu Trumps um Parísarsamkomulagið
Donald Trump Hefur dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Mynd: Shutterstock

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu draga sig úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Bandaríski fjölmiðillinn The Washington Post fór yfir ræðuna sem forsetinn flutti af tilefni ákvörðunarinnar og komst að því að nokkrar staðhæfingar Trumps eru í besta falli villandi og aðrar beinlínis rangar:

 

1. Ekki hægt að endursemja um Parísarsamkomulagið

Donald Trump sagðist ætla að reyna að semja upp á nýtt fyrir Bandaríkin og fá „sanngjarnan“ samning að þessu sinni. 

Blaðamenn The Washington Post segja þessi orð afar villandi, enda setji hvert ríki sér sín eigin markmið samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Trump hefði einhliða getað breytt þeim skuldbindingum sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, samþykkti án þess að draga Bandaríkin úr samkomulaginu. Hins vegar er ekki hægt að endursemja um Parísarsamkomulagið. 

2. Samkomulagið heimilar Kína ekki að byggja hundrað kolaverksmiðjur

Trump sagði í ræðu sinni að samkvæmt Parísarsamkomulaginu mætti Kína byggja hundrað kolaverksmiðjur til viðbótar, en Bandaríkin ekki. Þá sagði hann Indland mega tvöfalda kolaframleiðslu sína til ársins 2020. 

Þetta er rangt. Parísarsamkomulagið er ekki bindandi og hver þjóð setur sín markmið. Það er ekkert í Parísarsamkomulaginu sem kemur í veg fyrir að Bandaríkin byggi kola verksmiðjur og ekkert sem gefur Kína eða Indlandi leyfi til að byggja kola verksmiðjur. Hins vegar hafa markaðsaðstæður valdið því að þessi lönd hafa þurft að loka þessum verksmiðjum og Kína tilkynnti fyrr á þessu ári að ríkið hefði hætt við áætlanir um að byggja fleiri en hundrað verksmiðjur sem brenna kolum. 

3. Bandaríkin myndu líklega ekki glata 2,7 milljón störfum

Í ræðunni vitnaði Trump í rannsókn á vegum National Economic Research Associates og sagði að samkvæmt henni gætu Bandaríkin glatað allt að 2,7 milljón störfum fyrir árið 2025 vegna Parísarsamkomulagsins, þar á meðal 440 þúsund framleiðslustörf.

Washington Post bendir á að rannsóknin var fjármögnuð af yfirlýstum andstæðingum Parísarsamkomulagsins, og ætti því að taka með fyrirvara. Rannsakendur gerðu jafnframt ráð fyrir atburðarrás sem enginn annar gerir, að Bandaríkin muni taka afar róttæk skref til að minnka losun um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025. Þá gerði rannsóknin ekki ráð fyrir neinum ávinningum af minnkun losunar eða störfum sem yrðu til vegna breyttrar tækni. 

4. Mistúlkun á rannsóknarniðurstöðum

Trump benti einnig á að jafnvel þó svo að allar þjóðir myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu myndi hlýnun jarðar aðeins minnka um 0,2 gráður fyrir árið 2100. Pínu, pínu lítið, sagði hann.

Hér er Trump að vísa í rannsókn sem gerð var á vegum MIT árið 2015. Höfundur skýrslunnar, John Reilly, hefur stigið fram og sagst algjörlega ósammála túlkun Trumps á því að 0,2 gráður sé lítið. Þá benti hann réttilega á að hluti af samkomulaginu væri að endurskoða aðgerðaráætlanirnar reglulega fyrir árið 2030. Niðurstaða rannsóknarinnar hafi sýnt fram á að Parísarsamkomulagið væri lítið skref fram á við og að ríki þyrftu að taka stigvaxandi skref í málaflokknum á næstu árum.

5. Bandaríkin þurfa ekki að greiða tugi milljarða í sjóðinn

Trump sagði Bandaríkin skuldbundin samkvæmt samkomulaginu til að greiða tugi milljarða Bandaríkjadala í loftslagssjóð Sameinuðu þjóðanna. Önnur ríki komi ekki nálægt skuldbindingum Bandaríkjanna og að fæst hafi greitt í sjóðinn. Bandaríkin hafi þegar greitt einn milljarð dala og að hluti þess hafi átt að fjármagna stríðið gegn hryðjuverkum. 

Þetta er rangt. Alls hafa 43 ríki skuldbundið sig til að setja alls 10,13 milljarða Bandaríkjadala í sjóðinn, þar af greiði Bandaríkin 3 milljarða. Þá hafa framlög Bandaríkjanna öll verið tekin úr efnahagsstuðningssjóði utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. 

6. Kína og Indland eru ekki stikkfrí

Trump hélt því fram að Kína mætti auka losun gróðurhúsalofttegunda í gríðarlegum mæli í 13 ár samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þá sagði hann þátttöku Indlands háða milljarða dollara fjárhagsaðstoð í formi þróunaraðstoðar. 

Kína hefur skuldbundið sig til þess að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, um 60 til 65 prósent, fyrir árið 2030 og Indland ætlar að minnka losun um 33 til 35 prósent á sama tíma. Það er hins vegar rétt að Indland þiggur erlenda fjárhagsaðstoð til þess að ná þessum markmiðum. 

 

Hér má sjá allan listann yfir rangfærslur Donalds Trump hjá The Washington Post.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár