Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sex villandi staðhæfingar í ræðu Trumps um Parísarsamkomulagið

The Washingt­on Post fór yf­ir nokkr­ar stað­hæf­ing­ar í ræðu Don­alds Trump og komst að því að nokkr­ar þeirra eru vill­andi og aðr­ar bein­lín­is rang­ar.

Sex villandi staðhæfingar í ræðu Trumps um Parísarsamkomulagið
Donald Trump Hefur dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Mynd: Shutterstock

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu draga sig úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í þágu loftslagsmála. Bandaríski fjölmiðillinn The Washington Post fór yfir ræðuna sem forsetinn flutti af tilefni ákvörðunarinnar og komst að því að nokkrar staðhæfingar Trumps eru í besta falli villandi og aðrar beinlínis rangar:

 

1. Ekki hægt að endursemja um Parísarsamkomulagið

Donald Trump sagðist ætla að reyna að semja upp á nýtt fyrir Bandaríkin og fá „sanngjarnan“ samning að þessu sinni. 

Blaðamenn The Washington Post segja þessi orð afar villandi, enda setji hvert ríki sér sín eigin markmið samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Trump hefði einhliða getað breytt þeim skuldbindingum sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, samþykkti án þess að draga Bandaríkin úr samkomulaginu. Hins vegar er ekki hægt að endursemja um Parísarsamkomulagið. 

2. Samkomulagið heimilar Kína ekki að byggja hundrað kolaverksmiðjur

Trump sagði í ræðu sinni að samkvæmt Parísarsamkomulaginu mætti Kína byggja hundrað kolaverksmiðjur til viðbótar, en Bandaríkin ekki. Þá sagði hann Indland mega tvöfalda kolaframleiðslu sína til ársins 2020. 

Þetta er rangt. Parísarsamkomulagið er ekki bindandi og hver þjóð setur sín markmið. Það er ekkert í Parísarsamkomulaginu sem kemur í veg fyrir að Bandaríkin byggi kola verksmiðjur og ekkert sem gefur Kína eða Indlandi leyfi til að byggja kola verksmiðjur. Hins vegar hafa markaðsaðstæður valdið því að þessi lönd hafa þurft að loka þessum verksmiðjum og Kína tilkynnti fyrr á þessu ári að ríkið hefði hætt við áætlanir um að byggja fleiri en hundrað verksmiðjur sem brenna kolum. 

3. Bandaríkin myndu líklega ekki glata 2,7 milljón störfum

Í ræðunni vitnaði Trump í rannsókn á vegum National Economic Research Associates og sagði að samkvæmt henni gætu Bandaríkin glatað allt að 2,7 milljón störfum fyrir árið 2025 vegna Parísarsamkomulagsins, þar á meðal 440 þúsund framleiðslustörf.

Washington Post bendir á að rannsóknin var fjármögnuð af yfirlýstum andstæðingum Parísarsamkomulagsins, og ætti því að taka með fyrirvara. Rannsakendur gerðu jafnframt ráð fyrir atburðarrás sem enginn annar gerir, að Bandaríkin muni taka afar róttæk skref til að minnka losun um 26 til 28 prósent fyrir árið 2025. Þá gerði rannsóknin ekki ráð fyrir neinum ávinningum af minnkun losunar eða störfum sem yrðu til vegna breyttrar tækni. 

4. Mistúlkun á rannsóknarniðurstöðum

Trump benti einnig á að jafnvel þó svo að allar þjóðir myndu standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu myndi hlýnun jarðar aðeins minnka um 0,2 gráður fyrir árið 2100. Pínu, pínu lítið, sagði hann.

Hér er Trump að vísa í rannsókn sem gerð var á vegum MIT árið 2015. Höfundur skýrslunnar, John Reilly, hefur stigið fram og sagst algjörlega ósammála túlkun Trumps á því að 0,2 gráður sé lítið. Þá benti hann réttilega á að hluti af samkomulaginu væri að endurskoða aðgerðaráætlanirnar reglulega fyrir árið 2030. Niðurstaða rannsóknarinnar hafi sýnt fram á að Parísarsamkomulagið væri lítið skref fram á við og að ríki þyrftu að taka stigvaxandi skref í málaflokknum á næstu árum.

5. Bandaríkin þurfa ekki að greiða tugi milljarða í sjóðinn

Trump sagði Bandaríkin skuldbundin samkvæmt samkomulaginu til að greiða tugi milljarða Bandaríkjadala í loftslagssjóð Sameinuðu þjóðanna. Önnur ríki komi ekki nálægt skuldbindingum Bandaríkjanna og að fæst hafi greitt í sjóðinn. Bandaríkin hafi þegar greitt einn milljarð dala og að hluti þess hafi átt að fjármagna stríðið gegn hryðjuverkum. 

Þetta er rangt. Alls hafa 43 ríki skuldbundið sig til að setja alls 10,13 milljarða Bandaríkjadala í sjóðinn, þar af greiði Bandaríkin 3 milljarða. Þá hafa framlög Bandaríkjanna öll verið tekin úr efnahagsstuðningssjóði utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. 

6. Kína og Indland eru ekki stikkfrí

Trump hélt því fram að Kína mætti auka losun gróðurhúsalofttegunda í gríðarlegum mæli í 13 ár samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Þá sagði hann þátttöku Indlands háða milljarða dollara fjárhagsaðstoð í formi þróunaraðstoðar. 

Kína hefur skuldbundið sig til þess að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, um 60 til 65 prósent, fyrir árið 2030 og Indland ætlar að minnka losun um 33 til 35 prósent á sama tíma. Það er hins vegar rétt að Indland þiggur erlenda fjárhagsaðstoð til þess að ná þessum markmiðum. 

 

Hér má sjá allan listann yfir rangfærslur Donalds Trump hjá The Washington Post.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár