Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Mjólkursamsöluna lagða í einelti

„Í seinni tíð hef­ur Mjólk­ur­sam­sal­an, MS, tek­ið við hlut­verki hins illa og er nú nán­ast í einelti að því ég fæ best séð,“ skrif­ar Ög­mund­ur Jónas­son, frá­far­andi þing­mað­ur Vinstri grænna og formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Segir Mjólkursamsöluna lagða í einelti

Ögmundur Jónasson, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að Mjólkursamsalan sé höfð í sigtinu og jafnvel lögð í einelti.

Þetta kemur fram í pistli eftir hann sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Fyrr í mánuðinum sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. 

Ögmundur segir Samkeppniseftirlitið hafa, allt frá því stofnunin varð til, haft Bændasamtök Íslands í sigtinu. „Frægt varð þegar samtökin voru sektuð fyrir að leyfa umræðu um afkomu bænda og verðlagsmál á þingi sínu. Slíkt flokkaðist að mati eftirlitsins undir verðsamráð sem á að vera alveg bannað þegar bændur eiga í hlut,“ skrifar hann og bætir því við að minna hafi farið fyrir gagnrýni samkeppnisyfirvalda á þann hluta verðmyndunar landbúnaðarafurða sem á sér stað þegar komið er inn fyrir dyr stóru verslanakeðjanna. „Í seinni tíð hefur Mjólkursamsalan, MS, tekið við hlutverki hins illa og er nú nánast í einelti að því ég fæ best séð.“ 

Ögmundur bendir á að um 660 kúabændur séu á Íslandi og Mjólkursamsalan sé sameiginlegt framtak þeirra til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur. „Að neytendahliðinni hafa fulltrúar launafólks komið, í gegnum verðlagsnefndir til að ákveða verð á þessum afurðum. Með öðrum orðum, þetta eru lausnir sem byggja á samlegð og samvinnu. Þessi úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins er mörgum þyrnir í auga, sennilega fyrst og fremst af pólitískum ástæðum,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár