Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Mjólkursamsöluna lagða í einelti

„Í seinni tíð hef­ur Mjólk­ur­sam­sal­an, MS, tek­ið við hlut­verki hins illa og er nú nán­ast í einelti að því ég fæ best séð,“ skrif­ar Ög­mund­ur Jónas­son, frá­far­andi þing­mað­ur Vinstri grænna og formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Segir Mjólkursamsöluna lagða í einelti

Ögmundur Jónasson, fráfarandi þingmaður Vinstri grænna og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur að Mjólkursamsalan sé höfð í sigtinu og jafnvel lögð í einelti.

Þetta kemur fram í pistli eftir hann sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Fyrr í mánuðinum sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. 

Ögmundur segir Samkeppniseftirlitið hafa, allt frá því stofnunin varð til, haft Bændasamtök Íslands í sigtinu. „Frægt varð þegar samtökin voru sektuð fyrir að leyfa umræðu um afkomu bænda og verðlagsmál á þingi sínu. Slíkt flokkaðist að mati eftirlitsins undir verðsamráð sem á að vera alveg bannað þegar bændur eiga í hlut,“ skrifar hann og bætir því við að minna hafi farið fyrir gagnrýni samkeppnisyfirvalda á þann hluta verðmyndunar landbúnaðarafurða sem á sér stað þegar komið er inn fyrir dyr stóru verslanakeðjanna. „Í seinni tíð hefur Mjólkursamsalan, MS, tekið við hlutverki hins illa og er nú nánast í einelti að því ég fæ best séð.“ 

Ögmundur bendir á að um 660 kúabændur séu á Íslandi og Mjólkursamsalan sé sameiginlegt framtak þeirra til að annast milligöngu og vinna afurðir á eins hagkvæman og ódýran máta og mögulegt er fyrir sjálfa sig og neytendur. „Að neytendahliðinni hafa fulltrúar launafólks komið, í gegnum verðlagsnefndir til að ákveða verð á þessum afurðum. Með öðrum orðum, þetta eru lausnir sem byggja á samlegð og samvinnu. Þessi úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins er mörgum þyrnir í auga, sennilega fyrst og fremst af pólitískum ástæðum,“ skrifar hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár