Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir fugla Ísfugls hafa verið aflífaða með útblæstri úr bíl

Mað­ur sem starf­aði á Reykja­bú­inu í Mos­fells­bæ skömmu eft­ir alda­mót lýs­ir at­viki þar sem hæn­ur sem átti að af­lífa voru drepn­ar með því að tengja út­blást­ur úr bíl inn í hús til þeirra. Lang­an tíma hafi tek­ið fyr­ir fugl­ana að drep­ast en vél­in hafi ver­ið lát­in ganga í þrjá daga. Fram­kvæmda­stjóri Ís­fugls kann­ast ekki við um­rætt til­vik. Hann seg­ir að á sín­um tíma hafi tíðk­ast að af­lífa fugla, sem smit­að­ir voru af sal­mónellu, með út­blæstri úr bíl­um.

Segir fugla Ísfugls hafa verið aflífaða með útblæstri úr bíl
Úr sláturhúsi Ísfugls Fyrrverandi starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ lýsir óhugnanlegri aðferð við aflífun hæna. Framkvæmdastjóri Ísfugls kannast ekki við tilvikið. Mynd: www.isfugl.is

Óhugnanlegri aðferð var beitt við að aflífa fugla á Reykjabúinu í Mosfellsbæ skömmu eftir aldamótin. Þetta segir Björn Kolbeinsson, fyrrverandi starfsmaður búsins, sem segir aðferðina hafa setið í sér alla tíð síðan. Björn lýsir því svo, að einhverju sinni þegar aflífa átti hænur sem voru komnar á aldur hafi framkvæmdastjórinn, Jón Magnús Jónsson, gert Birni og öðrum starfsmönnum að taka þátt í því að aflífa þær með útblæstri úr bíl. „Hann sagði að það væri of dýrt að fara með þær í gegnum sláturhúsið. Hann byrjaði á því að frauða alla glugga og öll op og allt þar sem eitrið kæmist út. Svo tengdi hann barka úr púströrinu á Toyota Hiace við húsið. Síðan var vélin látin ganga.“

Vélin var látin ganga í þrjá daga. Þá voru starfsmenn sendir inn til þess að hreinsa úr húsinu. „Þá tók við hreinsunarstarf og þetta var það ógeðslegasta sem ég hef séð á ævinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár