Óhugnanlegri aðferð var beitt við að aflífa fugla á Reykjabúinu í Mosfellsbæ skömmu eftir aldamótin. Þetta segir Björn Kolbeinsson, fyrrverandi starfsmaður búsins, sem segir aðferðina hafa setið í sér alla tíð síðan. Björn lýsir því svo, að einhverju sinni þegar aflífa átti hænur sem voru komnar á aldur hafi framkvæmdastjórinn, Jón Magnús Jónsson, gert Birni og öðrum starfsmönnum að taka þátt í því að aflífa þær með útblæstri úr bíl. „Hann sagði að það væri of dýrt að fara með þær í gegnum sláturhúsið. Hann byrjaði á því að frauða alla glugga og öll op og allt þar sem eitrið kæmist út. Svo tengdi hann barka úr púströrinu á Toyota Hiace við húsið. Síðan var vélin látin ganga.“
Vélin var látin ganga í þrjá daga. Þá voru starfsmenn sendir inn til þess að hreinsa úr húsinu. „Þá tók við hreinsunarstarf og þetta var það ógeðslegasta sem ég hef séð á ævinni.“
Athugasemdir