Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir fugla Ísfugls hafa verið aflífaða með útblæstri úr bíl

Mað­ur sem starf­aði á Reykja­bú­inu í Mos­fells­bæ skömmu eft­ir alda­mót lýs­ir at­viki þar sem hæn­ur sem átti að af­lífa voru drepn­ar með því að tengja út­blást­ur úr bíl inn í hús til þeirra. Lang­an tíma hafi tek­ið fyr­ir fugl­ana að drep­ast en vél­in hafi ver­ið lát­in ganga í þrjá daga. Fram­kvæmda­stjóri Ís­fugls kann­ast ekki við um­rætt til­vik. Hann seg­ir að á sín­um tíma hafi tíðk­ast að af­lífa fugla, sem smit­að­ir voru af sal­mónellu, með út­blæstri úr bíl­um.

Segir fugla Ísfugls hafa verið aflífaða með útblæstri úr bíl
Úr sláturhúsi Ísfugls Fyrrverandi starfsmaður Reykjabúsins í Mosfellsbæ lýsir óhugnanlegri aðferð við aflífun hæna. Framkvæmdastjóri Ísfugls kannast ekki við tilvikið. Mynd: www.isfugl.is

Óhugnanlegri aðferð var beitt við að aflífa fugla á Reykjabúinu í Mosfellsbæ skömmu eftir aldamótin. Þetta segir Björn Kolbeinsson, fyrrverandi starfsmaður búsins, sem segir aðferðina hafa setið í sér alla tíð síðan. Björn lýsir því svo, að einhverju sinni þegar aflífa átti hænur sem voru komnar á aldur hafi framkvæmdastjórinn, Jón Magnús Jónsson, gert Birni og öðrum starfsmönnum að taka þátt í því að aflífa þær með útblæstri úr bíl. „Hann sagði að það væri of dýrt að fara með þær í gegnum sláturhúsið. Hann byrjaði á því að frauða alla glugga og öll op og allt þar sem eitrið kæmist út. Svo tengdi hann barka úr púströrinu á Toyota Hiace við húsið. Síðan var vélin látin ganga.“

Vélin var látin ganga í þrjá daga. Þá voru starfsmenn sendir inn til þess að hreinsa úr húsinu. „Þá tók við hreinsunarstarf og þetta var það ógeðslegasta sem ég hef séð á ævinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu