Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir frumvarp um „misnotkun“ stera ekki fjalla „að neinu leyti“ um þá sem neyta stera

Stera­frum­varp Ótt­ars Proppé verð­ur lagt fram í mars.

Segir frumvarp um „misnotkun“ stera ekki fjalla „að neinu leyti“ um þá sem neyta stera

Fyrirhugað frumvarp um misnotkun stera mun ekki fjalla „að neinu leyti“ um þá sem nota stera. Þetta er haft eftir Óttari Proppé heilbrigðisráðherra á Vísi.is

Eins og Stundin greindi frá fyrr í vikunni hyggst ráðherrann leggja fram „frumvarp til laga um misnotkun vefjaaukandi efna og stera“. Þetta kemur skýrt fram í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og er þar fullyrt að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við slíkri misnotkun. Þá kemur fram að höfð verði hliðsjón af sambærilegri danskri löggjöf en þar í landi er tekið hart á steranotkun einstaklinga.

Á Vísi.is er haft eftir óttari að sterafrumvarpið sé í vinnslu í ráðuneytinu. „Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi.“ Þá kemur fram að tollstjóri og lögreglan hafi óskað eftir því að lögfestar verði reglur á þessu sviði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár