Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir „feit kosningafjárlög“ í vændum: „Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar gagn­rýndu Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra harð­lega und­ir liðn­um fund­ar­stjórn for­seta.

Segir „feit kosningafjárlög“ í vændum: „Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma“

„Stjórnarflokkarnir hlakka til að halda til fundar við kjósendur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að ráðherranum og kröfðust afsagnar hans. „Skattamálaráðherra situr enn og er sjálfur í Panama-skjölunum. Þetta er óásættanlegt,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna. „Hvar á byggðu bóli í veröldinni gæti fjármálaráðherra, æðsti yfirmaður skatta- og ríkisfjármála í landinu, setið á ráðherrastóli eftir aðra eins afhjúpun og nú hefur verið gert á þátttöku hans og aðild að aflandsfélagi í skattaskjóli?“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók í sama streng og sagði ríkisstjórninni ekki hafa tekist að rökstyðja hvers vegna eðlilegt væri að hún sæti áfram. „Hún hefur viðurkennt það að hún er að hrökklast frá völdum. Við erum stödd í miðju bílslysi sem sýnt er hægt,“ sagði hann. „Trúverðugleikinn er enginn, traustið er farið og það er ekkert sem réttlætir það að hún sitji áfram.“

Þá fullyrti Róbert að ríkisstjórn væri að reyna að kaupa sér tíma. „Planið var nefnilega að kaupa tíma. Að fresta og fá tíma til þess að grípa til aðgerða sem mögulega myndu hífa upp fylgið. Það sem við okkur blasir er afrekaskrá ríkisstjórnar sem ætlaði að halda öllu að sér í þrjú ár og koma svo með feit kosningafjárlög á fjórða árinu. Það er það sem við okkur blasir. Við erum að fjalla um samgönguáætlun núna og tala við sveitarstjórnarfólk og það er í sjokki. Það er í uppnámi vegna ástandsins í samgöngum þjóðarinnar. Þjóðin öll er í uppnámi yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu, það sama er að segja um menntakerfið, en það átti að gefa í fjórða árið og kaupa sér með fjármunum almennings vinsældir. Og það sem nú er að gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn er að kaupa sér tíma til að hífa upp fylgi Framsóknarflokksins. Því það ætlar enginn annar með þeim í stjórn, hverjum myndi detta það í hug þegar afrekaskráin er eins og hún er? Þegar framtíðarsýnin er eins og hún er? Þegar virðingin fyrir umræðunni og almenningi í þessu landi er eins og raun ber vitni. Hún er fyrir neðan allar hellur.“ 

Bjarni Benediktsson greip fram í fyrir Róberti og spurði hvort þetta væri hin nýja umræðuhefð Bjartrar framtíðar. Þá gagnrýndi hann þingmenn stjórnarandstöðunnar fyrir að tala um traust sín til undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ef að einstaka þingmenn vilja koma með vantrauststillögu á ráðherra þá skulu þeir bara gera það,“ sagði hann. „Og talandi um traust, mættu ekki sumir þeirra sem stigu hér upp líta kannski aðeins í eigin barm og spyrja sig, hvernig er traustið til viðkomandi stjórnmálaflokka? Staðreyndin er sú, að stjórnarflokkarnir þeir hlakka til fundar við kjósendur, til að leggja fyrir kjósendum í þessu landi þann gríðarlega árangur sem áherslur ríkisstjórnarinnar hafa skilað fyrir landsmenn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár