Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir Bjarna á móti kerfisbreytingum vegna sérhagsmuna útgerðarmanna: „Og þeir borga í kosningasjóðina“

Val­gerð­ur Bjarna­dótt­ir gagn­rýndi stefnu stjórn­ar­flokk­anna í stjórn­ar­skrár- og auð­linda­mál­um harð­lega á Al­þingi. „Hvaða kerf­is­breyt­ing­um er hann á móti? Hann er á móti því að auð­lindar­ent­an hætti að renna í vasa út­gerð­ar­manna,“ sagði hún.

Segir Bjarna á móti kerfisbreytingum vegna sérhagsmuna útgerðarmanna: „Og þeir borga í kosningasjóðina“

Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum um stjórnarflokkana og stefnu þeirra í stjórnarskrármálinu og auðlindamálum í ræðu sem hún hélt undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær.

Beindi hún einkum spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og velti fyrir sér ummælum hans um að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að beita sér gegn kerfisbreytingum og að ekki megi „umbylta“ stjórnarskránni.

„Ég heyrði formann Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, lýsa því í útvarpinu í morgun að hann væri á móti því að umbylta stjórnarskránni, eins og hann orðaði það, þrátt fyrir að nokkuð meira en 60 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar um hvort þeir vildu að ný stjórnarskrá yrði byggð á tillögum stjórnlagaráðsins hafi svarað því játandi í október 2012,“ sagði Valgerður.

„En honum kemur það ekkert við, hann lýsti því líka yfir fyrr í sumar að hann væri á móti kerfisbreytingum. Og hvaða kerfisbreytingum er hann á móti? Hann er á móti því að auðlindarentan hætti að renna í vasa útgerðarmanna. Hann er á móti því að auðlindarentan af raforkunni hætti að renni í vasa álfyrirtækja, hann er á móti því að breyta landbúnaðarkerfinu sem gerir Mjólkursamsölunni kleift að svína á minni framleiðendum, kerfi sem gerir forstjóra Mjólkursamsölunnar kleift að segja að neytendur eigi að borga sektir sem lagðar eru á fyrirtækið.“ 

„Setja plástra á svöðusár“

Því næst lýsti hún kerfinu eins og það horfir við henni: „Í heilbrigðiskerfinu er það svo að alvarlegum veikindum fylgja alvarlegar fjárhagsáhyggjur. Vegir grotna niður í samgöngukerfinu, kosningakerfið er þannig að þeir sem búa norðan Hvalfjarðarganga hafa meira en tvöfaldan atkvæðisrétt á við þá sem búa sunnan þeirra. Og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera á móti kerfisbreytingum.“

Þá setti hún afstöðuna í samhengi við hagsmuni útgerðarmanna: „Hann ver sérhagsmuni útgerðarmanna og þeir borga í kosningasjóðina, hann ver skattaívilnanir álfyrirtækjanna, kannski borga þau líka í kosningasjóðina, og ekki hef ég heyrt hann gagnrýna Mjólkursamsöluna sem ætlar að láta neytendur greiða sektir sem á fyrirtækið eru lagðar — af því að hann er á móti kerfisbreytingum. Og nú kynnir ríkisstjórnin tillögur í húsnæðismálum. Til hvers er það? segir forsætisráðherrann. Jú, það er til að verja þjóðina fyrir verðbólguskotum. Hvers vegna einbeitir ríkisstjórnin sér ekki að aðgerðum til að koma í veg fyrir verðbólguskot? Það er vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir eru á móti kerfisbreytingum og setja plástra á svöðusár.“

Útgerðin lagðist gegn þjóðareignarákvæðinu

Eins og Stundin fjallaði um síðasta sumar hafa útgerðarfyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra barist af mikilli hörku gegn hugmyndum um að binda þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Í tillögum stjórnlagaráðs, sem haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um þann 20. október 2012 eins og Valgerður minnist á, var að finna róttækt ákvæði um þjóðareign auðlinda þar sem fram kom að einungis mætti veita leyfi til afnota af auðlindum gegn „fullu gjaldi“ og „til tiltekins hóflegs tíma í senn“. Í umsögn um tillögurnar lagðist Landssamband íslenskra útvegsmanna eindregið gegn þessu og sagði almennt „æskilegt að afnotatími þeirra sem nýta auðlindir sé sem lengstur eða ótímabundinn“.

Núverandi stjórnarflokkar töfðu framgang stjórnarskrármálsins á síðasta kjörtímabili, gagnrýndu ferlið harðlega á nær öllum stigum þess og beittu málþófi. Valgerður Bjarnadóttir var hins vegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á þessum tíma og einn ötulasti hvatamaður stjórnarskrárbreytinga á Alþingi.

Milljónastyrkir í aðdraganda kosninga

Pólitísk gagnrýni á hugmyndir um þjóðareign auðlinda og útfærslu stjórnarskrárákvæðis þess efnis kom að miklu leyti frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Á árunum 2008 til 2011 fengu sömu flokkar tíu sinnum meiri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi til samans. Fyrir þingkosningarnar 2013, í lok síðasta kjörtímabils, styrktu svo sjávarútvegsfyrirtæki flokkana tvo um 14,4 milljónir króna. Í prófkjörum fyrir sömu kosningar fengu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins samtals um 7 milljónir frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar var breyting og lækkun sérstaka veiðigjaldsins sem fyrri ríkisstjórn hafði komið á.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrir styrkina í viðtali við fréttastofu RÚV þann 10. mars í fyrra og sagði ekkert athugavert við að Sjálfstæðisflokkurinn fengi svo mikla styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Til þess að landsmenn njóti góðs af nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar þurfum við að hafa hér skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði hann meðal annars. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár