Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Bjarna á móti kerfisbreytingum vegna sérhagsmuna útgerðarmanna: „Og þeir borga í kosningasjóðina“

Val­gerð­ur Bjarna­dótt­ir gagn­rýndi stefnu stjórn­ar­flokk­anna í stjórn­ar­skrár- og auð­linda­mál­um harð­lega á Al­þingi. „Hvaða kerf­is­breyt­ing­um er hann á móti? Hann er á móti því að auð­lindar­ent­an hætti að renna í vasa út­gerð­ar­manna,“ sagði hún.

Segir Bjarna á móti kerfisbreytingum vegna sérhagsmuna útgerðarmanna: „Og þeir borga í kosningasjóðina“

Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum um stjórnarflokkana og stefnu þeirra í stjórnarskrármálinu og auðlindamálum í ræðu sem hún hélt undir liðnum störf þingsins á Alþingi í gær.

Beindi hún einkum spjótum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og velti fyrir sér ummælum hans um að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að beita sér gegn kerfisbreytingum og að ekki megi „umbylta“ stjórnarskránni.

„Ég heyrði formann Sjálfstæðisflokksins, hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, lýsa því í útvarpinu í morgun að hann væri á móti því að umbylta stjórnarskránni, eins og hann orðaði það, þrátt fyrir að nokkuð meira en 60 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar um hvort þeir vildu að ný stjórnarskrá yrði byggð á tillögum stjórnlagaráðsins hafi svarað því játandi í október 2012,“ sagði Valgerður.

„En honum kemur það ekkert við, hann lýsti því líka yfir fyrr í sumar að hann væri á móti kerfisbreytingum. Og hvaða kerfisbreytingum er hann á móti? Hann er á móti því að auðlindarentan hætti að renna í vasa útgerðarmanna. Hann er á móti því að auðlindarentan af raforkunni hætti að renni í vasa álfyrirtækja, hann er á móti því að breyta landbúnaðarkerfinu sem gerir Mjólkursamsölunni kleift að svína á minni framleiðendum, kerfi sem gerir forstjóra Mjólkursamsölunnar kleift að segja að neytendur eigi að borga sektir sem lagðar eru á fyrirtækið.“ 

„Setja plástra á svöðusár“

Því næst lýsti hún kerfinu eins og það horfir við henni: „Í heilbrigðiskerfinu er það svo að alvarlegum veikindum fylgja alvarlegar fjárhagsáhyggjur. Vegir grotna niður í samgöngukerfinu, kosningakerfið er þannig að þeir sem búa norðan Hvalfjarðarganga hafa meira en tvöfaldan atkvæðisrétt á við þá sem búa sunnan þeirra. Og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera á móti kerfisbreytingum.“

Þá setti hún afstöðuna í samhengi við hagsmuni útgerðarmanna: „Hann ver sérhagsmuni útgerðarmanna og þeir borga í kosningasjóðina, hann ver skattaívilnanir álfyrirtækjanna, kannski borga þau líka í kosningasjóðina, og ekki hef ég heyrt hann gagnrýna Mjólkursamsöluna sem ætlar að láta neytendur greiða sektir sem á fyrirtækið eru lagðar — af því að hann er á móti kerfisbreytingum. Og nú kynnir ríkisstjórnin tillögur í húsnæðismálum. Til hvers er það? segir forsætisráðherrann. Jú, það er til að verja þjóðina fyrir verðbólguskotum. Hvers vegna einbeitir ríkisstjórnin sér ekki að aðgerðum til að koma í veg fyrir verðbólguskot? Það er vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir eru á móti kerfisbreytingum og setja plástra á svöðusár.“

Útgerðin lagðist gegn þjóðareignarákvæðinu

Eins og Stundin fjallaði um síðasta sumar hafa útgerðarfyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra barist af mikilli hörku gegn hugmyndum um að binda þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Í tillögum stjórnlagaráðs, sem haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um þann 20. október 2012 eins og Valgerður minnist á, var að finna róttækt ákvæði um þjóðareign auðlinda þar sem fram kom að einungis mætti veita leyfi til afnota af auðlindum gegn „fullu gjaldi“ og „til tiltekins hóflegs tíma í senn“. Í umsögn um tillögurnar lagðist Landssamband íslenskra útvegsmanna eindregið gegn þessu og sagði almennt „æskilegt að afnotatími þeirra sem nýta auðlindir sé sem lengstur eða ótímabundinn“.

Núverandi stjórnarflokkar töfðu framgang stjórnarskrármálsins á síðasta kjörtímabili, gagnrýndu ferlið harðlega á nær öllum stigum þess og beittu málþófi. Valgerður Bjarnadóttir var hins vegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á þessum tíma og einn ötulasti hvatamaður stjórnarskrárbreytinga á Alþingi.

Milljónastyrkir í aðdraganda kosninga

Pólitísk gagnrýni á hugmyndir um þjóðareign auðlinda og útfærslu stjórnarskrárákvæðis þess efnis kom að miklu leyti frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Á árunum 2008 til 2011 fengu sömu flokkar tíu sinnum meiri fjárframlög frá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi en allir aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi til samans. Fyrir þingkosningarnar 2013, í lok síðasta kjörtímabils, styrktu svo sjávarútvegsfyrirtæki flokkana tvo um 14,4 milljónir króna. Í prófkjörum fyrir sömu kosningar fengu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins samtals um 7 milljónir frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar var breyting og lækkun sérstaka veiðigjaldsins sem fyrri ríkisstjórn hafði komið á.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrir styrkina í viðtali við fréttastofu RÚV þann 10. mars í fyrra og sagði ekkert athugavert við að Sjálfstæðisflokkurinn fengi svo mikla styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum. „Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Til þess að landsmenn njóti góðs af nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar þurfum við að hafa hér skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði hann meðal annars. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár