Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Spenna á landsfundi: Kenningum um leynimakk vísað á bug

„Ég skil ekki hvernig það get­ur ver­ið ein­hver að­för úr laun­sátri að um­deild­ur formað­ur fái mót­fram­boð,” seg­ir lands­fund­ar­full­trúi í sam­tali við Stund­ina. Sig­ríð­ur Ingi­björg sögð hafa ákveð­ið sig í gær.

Spenna á landsfundi: Kenningum um leynimakk vísað á bug

„Ég held að flestir fagni því nú bara að sitjandi formaður fái mótframboð. Ef Árni Páll vinnur þá stendur hann uppi sem sterkari formaður en áður, en ef ekki þá er það bara til marks um að fólk vilji breytingar,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar um formannskjör Samfylkingarinnar sem fram fer á eftir. Stundin hefur rætt við Samfylkingarfólk um stöðu mála og andrúmsloftið á landsfundinum.

Mjög hefur verið þrýst á forystubreytingar undanfarnar vikur og mánuði og þá helst litið til Katrínar Júlíusdóttur og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.

Þegar Sigríður tilkynnti um framboð sitt í gærkvöldi kom það flokksmönnum í opna skjöldu, meðal annars Árna Páli, eins og hann sagði sjálfur í sjónvarpsfréttum RÚV, og stuðningsmönnum hans. 

Á Eyjunni og í Kjarnanum í dag er gefið í skyn að lengi hafi staðið yfir skipulagning hallarbyltingar innan Samfylkingarinnar. Vefpressan gengur svo langt að tala um „herráð Sigríðar Ingibjargar“ og nefnir meðal annars Kjartan Valgarðsson, fyrrverandi formann Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar og formann fulltrúaráðs, í þessu samhengi. Kemur nafn hans einnig fyrir í umfjöllun Kjarnans.

Stundin sló á þráðinn til Kjartans og spurði hvort fótur væri fyrir þessum kenningum. „Ég er mjög upp með mér eftir að hafa lesið þetta, en hlutur minn er þó stórlega ýktur,“ segir hann og bætir við: „Þegar ég talaði við Siggu í gær þá var hún ekki búin að ákveða sig.“ Kjartan segist þá hafa hvatt Sigríði til að bjóða sig fram.

Aðrir stuðningsmenn og félagar Sigríðar Ingibjargar, sem Stundin hefur rætt við, þræta einnig fyrir að hafa vitað af framboði hennar fyrirfram. „Ég spurði hana fyrir nokkrum vikum hvort hún gæti hugsað sér í framboð og þá var hún á báðum áttum,“ segir einn viðmælandi. 

Annar bendir á að margir hafi lengi viljað sjá breytingar, það sé ekkert launungarmál, en að það hafi algjörlega farið fram hjá sér ef stórkostlegt plott hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara til að steypa Árna Páli af stóli. „Ég skil ekki hvernig það getur verið einhver aðför úr launsátri að umdeildur formaður fái mótframboð,“ segir landsfundarfulltrúinn í samtali við blaðamann.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar ætla margir í Ungum jafnaðarmönnum, sem áður studdu Árna Pál til forystu í Samfylkingunni, að kjósa Sigríði Ingibjörgu. Hefur Stundin heimildir fyrir því að margir ungliðar hafi íhugað að skila auðu ef Árni Páll yrði einn í framboði. 

„Árni Páll er með sterkt bakland í flokknum, en ég held að margir óttist að flokkurinn muni ekki ná flugi með hann í forystu. Það er dálítil áhætta fólgin í því að kjósa Sigríði, en ég held að það sé áhætta sem margir eru tilbúnir að taka,” segir einn viðmælandinn. 

Annar telur að Árni Páll hafi staðið sig vel á erfiðum tímum, en það taki tíma að byggja upp trúverðugleika flokksins. Ekki megi gera óraunsæjar kröfur til formanns í þeim efnum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu