Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Spurði WOW air og Icelanda­ir út í hæla­skó á Twitter. „Það er eitt­hvað brengl­að við þetta,“ seg­ir söng­kon­an.

Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Salka Sól Eyfeld, söngkona og dagskrárgerðakona, vakti á dögunum athygli á því að flugfreyjur eru almennt skyldugar til þess að vera í hælaskóm. Hún notaði samskiptavefinn Twitter til þess að spyrja íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hvers vegna þessar reglur væru enn við lýði og merkti umræðuna #6dagsleikinn, en myllumerkið hefur verið notað að undanförnu til þess að vekja athygli á hversdagslegu kynjamisrétti. 

Salka segist hafa verið hugsi yfir þessum reglum í kjölfar umræðunnar sem varð í kringum kvikmyndahátíðina í Cannes, þegar konum var meinaður aðgangur að rauða dreglinum fyrir að vera ekki í hælaskóm. „Þarna var kona sem þurfti að láta fjarlægja hluta af öðrum fæti og gat þar af leiðandi ekki verið í hælaskóm. Henni var vísað frá,“ segir Salka. Hún bendir einnig á að flugfreyjur eru ekki eina starfstéttin sem er skyldug til þess að vera í hælaskóm. Starfskonur flugvallarins þurfi einnig að vera á háum hælum, oft langar vaktir. „Ég fór líka að velta fyrir mér hver það væri sem setur þessar reglur. Eru það konur sem setja þessar reglur eða eru það karlar? Og getur maður ekki verið fínn þó svo að maður sé ekki í hælum? Það er eitthvað brenglað við þetta.“

Partur af uniforminu

Salka segist í kjölfarið hafa rætt við flugfreyjur og komist að því að afar stífar reglur gilda um útlit þeirra. Ekki er nóg með að þær þurfi að vera á háum hælum heldur þarf andlitsmálningin til dæmis að vera með ákveðnum hætti. „Það sem hælaskór gera er að þeir ýta rassinum út og brjóstunum upp. Maður verður nær því að líta út eins og karlar vilja hafa konur,“ segir Salka sem tekur það fram að hún hafi ekkert á móti hælum. „Mér finnst allt í lagi að konur gangi í hælum. Mér finnst bara að þær eigi að fá að hafa val um það sjálfar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár