Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Spurði WOW air og Icelanda­ir út í hæla­skó á Twitter. „Það er eitt­hvað brengl­að við þetta,“ seg­ir söng­kon­an.

Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Salka Sól Eyfeld, söngkona og dagskrárgerðakona, vakti á dögunum athygli á því að flugfreyjur eru almennt skyldugar til þess að vera í hælaskóm. Hún notaði samskiptavefinn Twitter til þess að spyrja íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hvers vegna þessar reglur væru enn við lýði og merkti umræðuna #6dagsleikinn, en myllumerkið hefur verið notað að undanförnu til þess að vekja athygli á hversdagslegu kynjamisrétti. 

Salka segist hafa verið hugsi yfir þessum reglum í kjölfar umræðunnar sem varð í kringum kvikmyndahátíðina í Cannes, þegar konum var meinaður aðgangur að rauða dreglinum fyrir að vera ekki í hælaskóm. „Þarna var kona sem þurfti að láta fjarlægja hluta af öðrum fæti og gat þar af leiðandi ekki verið í hælaskóm. Henni var vísað frá,“ segir Salka. Hún bendir einnig á að flugfreyjur eru ekki eina starfstéttin sem er skyldug til þess að vera í hælaskóm. Starfskonur flugvallarins þurfi einnig að vera á háum hælum, oft langar vaktir. „Ég fór líka að velta fyrir mér hver það væri sem setur þessar reglur. Eru það konur sem setja þessar reglur eða eru það karlar? Og getur maður ekki verið fínn þó svo að maður sé ekki í hælum? Það er eitthvað brenglað við þetta.“

Partur af uniforminu

Salka segist í kjölfarið hafa rætt við flugfreyjur og komist að því að afar stífar reglur gilda um útlit þeirra. Ekki er nóg með að þær þurfi að vera á háum hælum heldur þarf andlitsmálningin til dæmis að vera með ákveðnum hætti. „Það sem hælaskór gera er að þeir ýta rassinum út og brjóstunum upp. Maður verður nær því að líta út eins og karlar vilja hafa konur,“ segir Salka sem tekur það fram að hún hafi ekkert á móti hælum. „Mér finnst allt í lagi að konur gangi í hælum. Mér finnst bara að þær eigi að fá að hafa val um það sjálfar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár