Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Salan á kvóta Tálknfirðinga: „Þeir ætla að selja í burtu vinnuna mína“

Mikl leynd hvíl­ir yf­ir söl­unni á þriggja millj­arða kvóta stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Tálkna­fjarð­ar suð­ur í Garð á Reykja­nesi. „Þeim er al­veg sama þótt byggð­ar­lag­inu blæði,“ seg­ir íbúi á staðn­um. Smá­báta­kvóti hluti greiðsl­unn­ar.

Salan á kvóta Tálknfirðinga: „Þeir ætla að selja í burtu vinnuna mína“
Óvissa Mikil óvissa er um framtíðina á Tálknafirði. Salan á veiðiheildum þorpsbúa suður í Garð er nánast frágengin.

Íbúum á Tálknafirði er mjög brugðið vegna áforma eigenda Þórsbergs um að selja skip og kvóta fyrirtækisins suður í Garð. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er hluti af kaupunum fólginn í því að Tálknfirðingar fá smábátakvóta. Samkomulagið er talið vera í höfn. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, vísaði aðspurður um málið á Guðjón Indriðason, aðaleiganda Þórsbergs. 

Stundin greindi frá málinu í gær. Íbúar og fyrrverandi starfsmenn Þórsbergs fá ekkert að vita fremur en Verkalýðsfélag Vestfirðinga sem ítrekað hefur leitað eftir svörum frá eigendum Þórsbergs um áform þeirra. „Við kröfðum þá enn einu svara í síðustu viku en fengum ekkert upp úr þeim þrátt fyrir samning eftir uppsagnirnar um þeim beri að halda okkur upplýstum. Ég hef ekkert fengið upp úr þeim,“ segir íbúi á staðnum, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að afkomu hans verði enn frekar ógnað.

Íbúinn ræðir um þá stöðu sem eru uppi þegar verið er að selja 1.200 tonna kvóta Þórsbergs í burtu af staðnum. Byggðastofnun á rúmlega 20 prósenta hlut í félaginu og þar með íslenska ríkið. 

„Maður fær ekki að vita neitt hérna. Þeim er alveg sama þótt byggðarlaginu blæði,“ segir hann.

Eftir standa tóm fiskvinnsluhús í 300 manna þorpi þar sem lífsbjörgin er að mestu horfin. Starfsmenn Þórsbergs hafa fram að þessu lagt sveitarfélaginu til um 66 prósent af útsvarstekjunum. Í byrjun september var öllu starfsfólki Þórsbergs á sjó og landi sagt upp. Á starfsmannafundi var fólki sagt að það væri vegna fyrirhugaðrarar sölu fyrirtækisins. Ástæðan var að sögn langvarandi rekstrartap félagsins. Um það leyti voru viðræður í gangi við Odda á Patreksfirði um að taka yfir reksturinn. Upp úr þeim viðræðum slitnaði nýverið og Nesfiskur í Garði kom inn í myndina.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Konur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Kon­ur krefjast að­gerða og breyt­inga á menn­ingu spít­al­ans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár