Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Salan á kvóta Tálknfirðinga: „Þeir ætla að selja í burtu vinnuna mína“

Mikl leynd hvíl­ir yf­ir söl­unni á þriggja millj­arða kvóta stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Tálkna­fjarð­ar suð­ur í Garð á Reykja­nesi. „Þeim er al­veg sama þótt byggð­ar­lag­inu blæði,“ seg­ir íbúi á staðn­um. Smá­báta­kvóti hluti greiðsl­unn­ar.

Salan á kvóta Tálknfirðinga: „Þeir ætla að selja í burtu vinnuna mína“
Óvissa Mikil óvissa er um framtíðina á Tálknafirði. Salan á veiðiheildum þorpsbúa suður í Garð er nánast frágengin.

Íbúum á Tálknafirði er mjög brugðið vegna áforma eigenda Þórsbergs um að selja skip og kvóta fyrirtækisins suður í Garð. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er hluti af kaupunum fólginn í því að Tálknfirðingar fá smábátakvóta. Samkomulagið er talið vera í höfn. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, vísaði aðspurður um málið á Guðjón Indriðason, aðaleiganda Þórsbergs. 

Stundin greindi frá málinu í gær. Íbúar og fyrrverandi starfsmenn Þórsbergs fá ekkert að vita fremur en Verkalýðsfélag Vestfirðinga sem ítrekað hefur leitað eftir svörum frá eigendum Þórsbergs um áform þeirra. „Við kröfðum þá enn einu svara í síðustu viku en fengum ekkert upp úr þeim þrátt fyrir samning eftir uppsagnirnar um þeim beri að halda okkur upplýstum. Ég hef ekkert fengið upp úr þeim,“ segir íbúi á staðnum, sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að afkomu hans verði enn frekar ógnað.

Íbúinn ræðir um þá stöðu sem eru uppi þegar verið er að selja 1.200 tonna kvóta Þórsbergs í burtu af staðnum. Byggðastofnun á rúmlega 20 prósenta hlut í félaginu og þar með íslenska ríkið. 

„Maður fær ekki að vita neitt hérna. Þeim er alveg sama þótt byggðarlaginu blæði,“ segir hann.

Eftir standa tóm fiskvinnsluhús í 300 manna þorpi þar sem lífsbjörgin er að mestu horfin. Starfsmenn Þórsbergs hafa fram að þessu lagt sveitarfélaginu til um 66 prósent af útsvarstekjunum. Í byrjun september var öllu starfsfólki Þórsbergs á sjó og landi sagt upp. Á starfsmannafundi var fólki sagt að það væri vegna fyrirhugaðrarar sölu fyrirtækisins. Ástæðan var að sögn langvarandi rekstrartap félagsins. Um það leyti voru viðræður í gangi við Odda á Patreksfirði um að taka yfir reksturinn. Upp úr þeim viðræðum slitnaði nýverið og Nesfiskur í Garði kom inn í myndina.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Konur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Kon­ur krefjast að­gerða og breyt­inga á menn­ingu spít­al­ans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár