Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segja frá kynferðislegri áreitni lækna: „Þukl á mínum einkastöðum“

Kon­ur segja frá kyn­ferð­is­legri áreitni og of­beldi af hálfu lækna. Þær gagn­rýna við­brögð annarra heil­brigð­is­starfs­manna þeg­ar þær reyndu að segja frá.

Segja frá kynferðislegri áreitni lækna: „Þukl á mínum einkastöðum“

Fjölmargar konur hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni, og jafnvel misnotkun, af hálfu lækna að undanförnu. Sögurnar koma í kjölfar þess að Hildur Lilliendahl birti færslu um slæma reynslu sína af kvensjúkdómalækni í lokaða kvennahópnum Beauty tips fyrr í mánuðinum. Konurnar lýsa óviðeigandi snertingum, káfi og beinlínis árásum inn á þeirra allra heilögustu svæði. Flestar voru að segja frá upplifun sinni í fyrsta skipti, sumar höfðu kvartað til Landlæknis, örfáar höfðu kært. Ekkert málanna komst á ákærustig. Hátt í fimmtíu konur segjast hafa lent í sama kvensjúkdómalækninum.

Stundin ræddi við nokkrar konur sem deilt hafa reynslu sinni á samfélagsmiðlum. Þær gagnrýna ekki síst viðbrögð annarra lækna og heilbrigðisstarfsmanna þegar þær sögðu þeim frá upplifun sinni, en viðbrögðin einkenndust gjarnan af þöggun og lítillækkun. 

Sjúklingar leggi aðra meiningu í hlutina

Hildur Lilliendahl opnaði á umræðuna fyrr í mánuðinum þegar hún sagði frá slæmri upplifun sinni af kvensjúkdómalækninum Auðólfi Gunnarssyni. Lýsti hún því meðal annars hvernig hann tók með berum höndum um rassakinnarnar á sér til að draga sig nær sér, hvernig hann beygði andlit sitt niður að kynfærum sínum og hvernig hann strauk hendinni niður lærið og sköflunginn á henni. Fjölmargar konur stigu fram í kjölfarið og sögðu frá svipuðum upplifunum af sama lækni. Þremur árum eftir skoðunina kvartaði Hildur til Landlæknis, sem kallaði á eftir skýringum hans.

Auðólfur hefur ekki sömu upplifun af atburðinum og Hildur. Í viðtali við DV í síðustu viku þvertekur hann fyrir að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. „Ég harma það mjög að upplifun hennar hafi verið á þennan hátt og hef beðist afsökunar á því,“ segir Auðólfur. Hann segir ásakanirnar óréttlátar og að hann hafi ekki orðið var við annað en að yfirgnæfandi meirihluti hafi verið ánægður með sín störf. Hann er nú hættur störfum vegna aldurs. „En því miður komu upp tilvik þar sem sjúklingar lögðu aðra meiningu í hlutina. Eðli starfsins er slíkt að ég efast um að það sé hægt að komast hjá því jafnvel þó að maður reyni sitt allra besta,“ segir hann í samtali við DV. 

„Því miður komu upp tilvik þar sem sjúklingar lögðu aðra meiningu í hlutina.“

Tvisvar verið kærður

Eins og áður segir kvartaði Hildur undan Auðólfi til embættis Landlæknis. Hún segist vita um tvær aðrar konur sem hafi sömuleiðis kvartað undan honum til embættisins. Þá hafa að minnsta kosti tvær konur kært hann til lögreglu, en bæði mál voru fyrnd.

Óljóst er hversu oft hefur verið kvartað undan Auðólfi til embættis landlæknis því ekki fást upplýsingar um fjölda kvartana á hendur tiltekinna heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli upplýsingalaga. Þar vegur þyngra persónuvernd heilbrigðisstarfsmanna. Stundin sendi fyrirspurn til embættis landlæknis og spurði meðal annars hversu oft hafi verið kvartað vegna kynferðislegs áreitis eða ofbeldis á undanförnum árum og hvort heilbrigðisstarfsmaður hafi fengið tilmæli eða áminningu frá landslækni vegna þessara brota. Í svari frá embætti landlæknis segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um svo afmörkuð kvörtunarmál í ljósi persónuverndar. Þetta séu svo fá mál að þau geti verið rakin til einstakra heilbrigðisstarfsmanna. 

Stundin ræddi einnig við Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra eftirlits og gæða hjá embætti landlæknis, og spurði meðal annars hvort eitthvað ferli færi í gang ef stofnuninni berast margar kvartanir á hendur sama aðila. „Já, en það er þá bara á milli okkar og þess starfsmanns,“ segir Anna Björg og segir það fara eftir eðli málanna hvaða ferli fari í gang. Hún getur hins vegar ekki staðfest hvort eitthvað ferli hafi farið í gang í þessum málaflokki. „Þessi mál eru oft þannig að það stendur orð gegn orði. Þetta eru mjög erfið og flókin mál til að fá hreina niðurstöðu.“

„Æji, lentirðu í Auðólfi?“

Hátt í fimmtíu konur skrifuðu ummæli við þráð Hildar á Beauty tips og sögðust sömuleiðis hafa slæma reynslu af Auðólfi. Sjálf segir Hildur um sextíu konur hafa haft samband við hana og sagst kannast við lýsingar hennar. Þeirra upplifanir séu ýmist skárri eða mun verri en Hildar. Sögurnar inni á Beauty tips eru allt frá óþægilegum strokum og þukli til harkalegra vinnubragða þar sem hann á að hafa þreifað á brjóstum kvenna með annarri hendi á sama tíma og hann þreifar með fingrum í leggöngunum með hinni. Flestar upplifðu niðurlægingu og skömm eftir heimsóknina.

Stundin ræddi við konu sem hefur, líkt og Hildur, slæma reynslu af sama kvensjúkdómalækni. Hún segir upplifunina hafa setið lengi í sér og haft djúpstæð áhrif á hana. Í langan tíma eftir þetta hafi hún til að mynda ekki þorað til kvensjúkdómalæknis. Þegar hún gerði það loksins hafi hún spurt aðra lækna hvort þeim finnist vinnubröð Auðólfs eðlileg. „Það sem mér finnst verst er að kollegar hans virðast hafa vitað af þessu, en enginn gerði neitt. Ég hef oft heyrt þessa setningu: „Æji, lentirðu í Auðólfi?““ segir konan í samtali við Stundina. 

Hún segir einnig erfitt að sjá aðrar konur draga upplifun hennar í efa því þær hafi ólíka reynslu af Auðólfi. Á DV birtist til að mynda sérstök frétt um 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Konur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Kon­ur krefjast að­gerða og breyt­inga á menn­ingu spít­al­ans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár