Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segja frá kynferðislegri áreitni lækna: „Þukl á mínum einkastöðum“

Kon­ur segja frá kyn­ferð­is­legri áreitni og of­beldi af hálfu lækna. Þær gagn­rýna við­brögð annarra heil­brigð­is­starfs­manna þeg­ar þær reyndu að segja frá.

Segja frá kynferðislegri áreitni lækna: „Þukl á mínum einkastöðum“

Fjölmargar konur hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni, og jafnvel misnotkun, af hálfu lækna að undanförnu. Sögurnar koma í kjölfar þess að Hildur Lilliendahl birti færslu um slæma reynslu sína af kvensjúkdómalækni í lokaða kvennahópnum Beauty tips fyrr í mánuðinum. Konurnar lýsa óviðeigandi snertingum, káfi og beinlínis árásum inn á þeirra allra heilögustu svæði. Flestar voru að segja frá upplifun sinni í fyrsta skipti, sumar höfðu kvartað til Landlæknis, örfáar höfðu kært. Ekkert málanna komst á ákærustig. Hátt í fimmtíu konur segjast hafa lent í sama kvensjúkdómalækninum.

Stundin ræddi við nokkrar konur sem deilt hafa reynslu sinni á samfélagsmiðlum. Þær gagnrýna ekki síst viðbrögð annarra lækna og heilbrigðisstarfsmanna þegar þær sögðu þeim frá upplifun sinni, en viðbrögðin einkenndust gjarnan af þöggun og lítillækkun. 

Sjúklingar leggi aðra meiningu í hlutina

Hildur Lilliendahl opnaði á umræðuna fyrr í mánuðinum þegar hún sagði frá slæmri upplifun sinni af kvensjúkdómalækninum Auðólfi Gunnarssyni. Lýsti hún því meðal annars hvernig hann tók með berum höndum um rassakinnarnar á sér til að draga sig nær sér, hvernig hann beygði andlit sitt niður að kynfærum sínum og hvernig hann strauk hendinni niður lærið og sköflunginn á henni. Fjölmargar konur stigu fram í kjölfarið og sögðu frá svipuðum upplifunum af sama lækni. Þremur árum eftir skoðunina kvartaði Hildur til Landlæknis, sem kallaði á eftir skýringum hans.

Auðólfur hefur ekki sömu upplifun af atburðinum og Hildur. Í viðtali við DV í síðustu viku þvertekur hann fyrir að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. „Ég harma það mjög að upplifun hennar hafi verið á þennan hátt og hef beðist afsökunar á því,“ segir Auðólfur. Hann segir ásakanirnar óréttlátar og að hann hafi ekki orðið var við annað en að yfirgnæfandi meirihluti hafi verið ánægður með sín störf. Hann er nú hættur störfum vegna aldurs. „En því miður komu upp tilvik þar sem sjúklingar lögðu aðra meiningu í hlutina. Eðli starfsins er slíkt að ég efast um að það sé hægt að komast hjá því jafnvel þó að maður reyni sitt allra besta,“ segir hann í samtali við DV. 

„Því miður komu upp tilvik þar sem sjúklingar lögðu aðra meiningu í hlutina.“

Tvisvar verið kærður

Eins og áður segir kvartaði Hildur undan Auðólfi til embættis Landlæknis. Hún segist vita um tvær aðrar konur sem hafi sömuleiðis kvartað undan honum til embættisins. Þá hafa að minnsta kosti tvær konur kært hann til lögreglu, en bæði mál voru fyrnd.

Óljóst er hversu oft hefur verið kvartað undan Auðólfi til embættis landlæknis því ekki fást upplýsingar um fjölda kvartana á hendur tiltekinna heilbrigðisstarfsmanna á grundvelli upplýsingalaga. Þar vegur þyngra persónuvernd heilbrigðisstarfsmanna. Stundin sendi fyrirspurn til embættis landlæknis og spurði meðal annars hversu oft hafi verið kvartað vegna kynferðislegs áreitis eða ofbeldis á undanförnum árum og hvort heilbrigðisstarfsmaður hafi fengið tilmæli eða áminningu frá landslækni vegna þessara brota. Í svari frá embætti landlæknis segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um svo afmörkuð kvörtunarmál í ljósi persónuverndar. Þetta séu svo fá mál að þau geti verið rakin til einstakra heilbrigðisstarfsmanna. 

Stundin ræddi einnig við Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra eftirlits og gæða hjá embætti landlæknis, og spurði meðal annars hvort eitthvað ferli færi í gang ef stofnuninni berast margar kvartanir á hendur sama aðila. „Já, en það er þá bara á milli okkar og þess starfsmanns,“ segir Anna Björg og segir það fara eftir eðli málanna hvaða ferli fari í gang. Hún getur hins vegar ekki staðfest hvort eitthvað ferli hafi farið í gang í þessum málaflokki. „Þessi mál eru oft þannig að það stendur orð gegn orði. Þetta eru mjög erfið og flókin mál til að fá hreina niðurstöðu.“

„Æji, lentirðu í Auðólfi?“

Hátt í fimmtíu konur skrifuðu ummæli við þráð Hildar á Beauty tips og sögðust sömuleiðis hafa slæma reynslu af Auðólfi. Sjálf segir Hildur um sextíu konur hafa haft samband við hana og sagst kannast við lýsingar hennar. Þeirra upplifanir séu ýmist skárri eða mun verri en Hildar. Sögurnar inni á Beauty tips eru allt frá óþægilegum strokum og þukli til harkalegra vinnubragða þar sem hann á að hafa þreifað á brjóstum kvenna með annarri hendi á sama tíma og hann þreifar með fingrum í leggöngunum með hinni. Flestar upplifðu niðurlægingu og skömm eftir heimsóknina.

Stundin ræddi við konu sem hefur, líkt og Hildur, slæma reynslu af sama kvensjúkdómalækni. Hún segir upplifunina hafa setið lengi í sér og haft djúpstæð áhrif á hana. Í langan tíma eftir þetta hafi hún til að mynda ekki þorað til kvensjúkdómalæknis. Þegar hún gerði það loksins hafi hún spurt aðra lækna hvort þeim finnist vinnubröð Auðólfs eðlileg. „Það sem mér finnst verst er að kollegar hans virðast hafa vitað af þessu, en enginn gerði neitt. Ég hef oft heyrt þessa setningu: „Æji, lentirðu í Auðólfi?““ segir konan í samtali við Stundina. 

Hún segir einnig erfitt að sjá aðrar konur draga upplifun hennar í efa því þær hafi ólíka reynslu af Auðólfi. Á DV birtist til að mynda sérstök frétt um 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Konur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Konur krefjast aðgerða og breytinga á menningu spítalans
FréttirKonur kvarta undan kynferðislegri áreitni lækna

Kon­ur krefjast að­gerða og breyt­inga á menn­ingu spít­al­ans

„Við segj­um nú er kom­ið nóg,“ seg­ir að­gerða­hóp­ur­inn Kon­ur í lækna­stétt sem krefst að­gerða á Land­spít­al­an­um. Það sé ekki nóg að bæta verk­ferla held­ur þurfi að breyta menn­ing­unni. Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sýna að þriðj­ung­ur al­mennra lækna hef­ur upp­lif­að kyn­bund­ið of­beldi eða mis­rétti á spít­al­an­um. Fæst­ir leita eft­ir stuðn­ingi spít­al­ans en þeir sem það gera fá lít­inn sem eng­an stuðn­ing.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár