Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sala Íbúðalánasjóðs á eignasöfnum ólögleg?

Sala Íbúðalána­sjóðs á mörg hundruð íbúð­um til fjár­fest­inga­fé­laga hafa vak­ið mikla reiði fast­eigna­sala. Eng­inn óháð­ur eða sjálf­stæð­ur fast­eigna­sali kom að sölu eigna­safn­anna sem voru met­in á rúma ell­efu millj­arða þrátt fyr­ir að lög kveði á um að­komu þeirra. Íbúðalána­sjóð­ur tel­ur sig þó í full­um rétti með túlk­un sinni á lög­un­um.

Sala Íbúðalánasjóðs á eignasöfnum ólögleg?
Einokun á markaði Umsvifamikil fasteignaviðskipti Íbúðalánasjóðs hafa orðið til þess að gríðarlegur fjöldi leiguíbúða er nú komin í hendur mjög fárra fjárfestingarfélaga sem geta í krafti stærðar stjórnað leiguverði á landinu öllu. Mynd: Shutterstock

Íbúðalánasjóður virðist ekki hafa haft neina heimild til þess að sjá sjálfur um sölu á 642 íbúðum til hinna ýmsu fjárfestingarfélaga í tveimur gríðarstórum söluferlum sem fóru fram í mars í fyrra og í maí á þessu ári. Um er að ræða fasteignaviðskipti upp á rúmlega ellefu milljarða sem enginn sjálfstæður eða óháður fasteignasali kom að. Aðdragandi og framkvæmd söluferlisins er mjög umdeild meðal fasteignasala sem telja Íbúðalánasjóð ekki hafa haft heimild í lögum til þess að selja eignasöfnin. Þeir fasteignasalar sem Stundin ræddi við voru allir til í að segja sína skoðun á málinu en enginn vildi stíga fram og gagnrýna sjóðinn opinberlega. En af hverju vildi enginn stíga fram og gagnrýna ferlið og benda á vankanta framkvæmdarinnar undir nafni? Þeir sögðust ekki þora því af ótta við að fá ekki úthlutaðar fasteignir til sölu frá sjóðnum.

Frá 1. janúar 2008 og til dagsins í dag hefur Íbúðalánasjóður selt rúmlega 3.500 íbúðir en um er að ræða fasteignir sem sjóðurinn eignaðist með nauðungaruppboðum. Af þessum rúmlega 3.500 íbúðum vill Íbúðalánasjóður meina að flestar hafi verið seldar til einstaklinga í gegnum samstarf við fasteignasala um allt land. Verðmæti þessara fasteignaviðskipta hlaupa á rúmum fimmtíu og fimm milljörðum króna. Umfangsmestu fasteignaviðskipti sjóðsins voru þó ekki við einstaklinga heldur hin ýmsu fjárfestingarfélög sem hafa keypt upp hundruð íbúða á landinu öllu. Með þessum gjörningum hefur ótrúlegt magn fasteigna færst á hendur örfárra fyrirtækja sem stjórna leiguverði á stórum svæðum og í raun á öllu landinu. Líkt og Stundin greindi frá um miðjan ágúst voru kaupendurnir í öllum tilvikum fjárfestingarfélög.

Vafasöm fasteignaviðskipti upp á 11 milljarða

Þannig keyptu sex fjárfestingarfélög samtals 642 íbúðir á rúma ellefu milljarða króna í tveimur söluferlum. En það sem var ólíkt með þessum söluferlum og öðrum sem Íbúðalánasjóður hefur staðið í frá hruni er að enginn löggildur, óháður og sjálfstæður fasteignasali kom að viðskiptunum. Ef litið er á lög um sölu á fasteignum og skipum kemur skýrt fram í annarri grein að: „Þeim einum er heimilt að hafa milligöngu fyrir aðra um kaup, sölu eða skipti á fasteignum eða skráningarskyldum skipum sem hafa til þess löggildingu sýslumanns.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár