Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Safnar dósum svo hún komist til veikrar móður sinnar

„Ég er að safna fyr­ir gjald­eyri svo ég geti ver­ið hjá móð­ur minni í nokkr­ar vik­ur,“ seg­ir ein­stæð móð­ir sem dreym­ir um að kom­ast til Banda­ríkj­anna að hitta móð­ur sína sem fékk heila­blóð­fall.

Safnar dósum svo hún komist til veikrar móður sinnar
Fátækt Myndin er sviðsett. Mynd: Kristinn Magnússon

„Þetta hefur ekkert gengið, hreint ekki neitt,“ segir einstæð móðir og öryrki sem setti inn auglýsingu á Bland.is í morgun þar sem hún óskar eftir dósum og flöskum frá velviljuðum samborgurum. Ástæðan er sú að hún vill heimsækja veika móður sína sem býr í Bandaríkjunum.

„Ég er með flugmiða en er að safna fyrir gjaldeyri svo ég geti verið hjá móður minni í nokkrar vikur,“ segir hún í samtali við Stundina en móðir hennar fékk nýlega heilablóðfall og er lömuð öðrum megin á líkama. 

„Það var einhver neyð sem rak mig áfram. Ég vildi athuga hvort fólk lægi nokkuð á flöskum sem ég gæti sótt og tekið.“ Hún hefur ekki ákveðið hve löng dvölin verður. „Þetta fer allt eftir því hversu fljót mamma verður að ná sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár