Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sævar Hilmarsson ákærður fyrir morðhótun

Sæv­ar Hilm­ars­son, son­ur Hilm­ars Leifs­son­ar, hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hóta Gil­bert Sig­urð­syni í fyrra. Sæv­ar sendi Gil­berti Face­book-skila­boð af Litla-Hrauni þar sem hann sagð­ist með­al ann­ars ætla að „slátra hon­um“.

Sævar Hilmarsson ákærður fyrir morðhótun
Ákærður Sævar Örn Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir hótanir gegn Gilbert Sigurðssyni. Mynd: Facebook

Sævar Örn Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir að hóta Gilberti Sigurðssyni á meðan hann sat í fangelsi í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Brotin sem Sævar Örn er sakaður um varða 233. grein hegningarlaga, lög sem halda utan um morðhótanir sem og aðrar hótanir, og varðar refsing allt að tveggja ára fangelsisvist.

Forsaga málsins eru deilur Gilberts við föður Sævars, Hilmar Leifsson. Í ákærunni, sem Stundin hefur undir höndum, eru meintar hótanir Sævars birtar. Skilaboðin voru tvö, það fyrra sent laugardaginn 29. mars og það seinna sent fimmtudaginn 3. apríl. Þá sat Sævar af sér dóm á Litla-Hrauni. Skilaboðin voru send aðeins fáeinum dögum eftir átök Hilmars og Gilberts á Kaffi Mílanó og vitnar Sævar Örn ítrekað í það atvik.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár