Sævar Örn Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir að hóta Gilberti Sigurðssyni á meðan hann sat í fangelsi í fyrra. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Brotin sem Sævar Örn er sakaður um varða 233. grein hegningarlaga, lög sem halda utan um morðhótanir sem og aðrar hótanir, og varðar refsing allt að tveggja ára fangelsisvist.
Forsaga málsins eru deilur Gilberts við föður Sævars, Hilmar Leifsson. Í ákærunni, sem Stundin hefur undir höndum, eru meintar hótanir Sævars birtar. Skilaboðin voru tvö, það fyrra sent laugardaginn 29. mars og það seinna sent fimmtudaginn 3. apríl. Þá sat Sævar af sér dóm á Litla-Hrauni. Skilaboðin voru send aðeins fáeinum dögum eftir átök Hilmars og Gilberts á Kaffi Mílanó og vitnar Sævar Örn ítrekað í það atvik.
Athugasemdir