Ísland mun framvegis beita sér í ríkara mæli gegn þeim mannréttindabrotum sem Kúrdar og aðrir minnihlutahópar í Tyrklandi verða fyrir af hendi tyrkneskra stjórnvalda.
Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar Alþingis sem haldinn var í morgun að frumkvæði Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna.
Á fundinum gerði utanríkisráðherra grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda til atburðarásarinnar í Tyrklandi í ljósi alræðistilburða og ofsókna á hendur blaðamönnum, kennurum, stjórnmálamönnum, dómurum, saksóknurum og fleiri hópum.
Athugasemdir