Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík

Aust­ur­rísk­ur mað­ur býð­ur íbúð til leigu í Hlíð­un­um og not­ar nafn Airbnb til þess að ávinna sér traust þeirra sem hann svík­ur. Bú­ið er að til­kynna mann­inn til lög­reglu en Auð­ur Ösp, ein þeirra sem reynt var að svíkja, vill vara við hon­um.

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík
Auglýsti íbúð í Lönguhlíð Christian sagði íbúðina nýuppgerða og væri hér í Lönguhlíð 19. Enginn Christian Thurner er þó skráður fyrir fasteign á þessu svæði. Mynd: Já.is

„Þetta var eiginlega of gott til að vera satt og það var niðurstaðan á endanum,“ segir Auður Ösp Guðjónsdóttir en hún svaraði auglýsingu á Bland.is þar sem íbúð í Hlíðunum var auglýst til leigu.

Auður Ösp
Auður Ösp Varar við manninum sem reyndi að svíkja út úr henni 315 þúsund krónur.

Auglýsingin hljómaði virkilega vel , ekki nema 105 þúsund krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð með öllu inniföldu á frábærum stað, miðsvæðis í Reykjavík. Auður Ösp var í vanda stödd þar sem hún er að missa íbúðina sína í Reykjavík núna í júní þannig að hún hafði samband við þann sem auglýsti íbúðina.

„Það var ekki hægt að hafa samband við hann í gegnum Bland.is þannig að ég sendi honum tölvupóst og spurðist fyrir um íbúðina,“ segir Auður Ösp sem starfar sem leikskólakennari í Reykjavík samhliða mastersnámi.

Ekki stóð á svörum því daginn eftir var komið svar frá manni sem kallar sig Christian Thurner. Auður Ösp sendi Christian Thurner tölvupóst á íslensku en svarið frá Christian var á ensku. Þar sagðist Christian vera 58 ára verkfræðingur sem starfaði fyrir alþjóðlega fyrirtækið MWH Global Engineering sem sérhæfir sig í að byggja betri heim, líkt og fram kemur á vefsíðu þeirra. Hann ætti yndislega konu sem heitir Sarah og 25 ára gamla dóttur að nafni Maria.

„Ég get með stolti sagt þér það að ég verð afi innan skamms. Síðan á fjölskyldan 8 ára gamlan labrador sem við öll elskum þannig að okkur er alveg sama þótt þú eigir gæludýr“

Hann sagðist búsettur í Vín í Austurríki og að fjölskyldan hafi fjárfest í íbúð í Lönguhlíð 19 í Reykjavík þegar dóttir hans sótti nám hér á landi. Hún sé hins vegar búin með námið, flutt aftur út og ætlar sér ekki til Íslands aftur. Sjálfur sagðist hann of gamall til þess að fara að flytja til Íslands: „...so we won‘t disturb you“ sem þýðir einfaldlega að Auður Ösp fengi að vera alveg í friði í nýju íbúðinni.

Notar nafn Airbnb í blekkingunum

„Ég var að sjálfsögðu ánægð með þetta en líkt og ég sendi til hans þá fannst mér þetta of gott til að vera satt. Ég bað hann um að vera í sambandi við mig, ég væri spennt fyrir íbúðinni. Þá fékk ég strax aftur svar um að íbúðin væri bara tilbúin fyrir mig og það eina sem ég þyrfti að greiða væri 105 þúsund krónur fyrir fyrsta mánuðinn og síðan 210 þúsund krónur í tryggingu. Þessa upphæð, 315 þúsund, átti ég að millifæra inn á reikning sem hann sagði að kæmi frá Airbnb.com,“ segir Auður Ösp en Airbnb.com er ein vinsælasta gistirýmaútleiga í heiminum.

„Ég vona bara að enginn falli fyrir þessu“

„Þetta þótti mér skrítið en ákvað að gefa honum upp nafnið mitt og heimilisfang til þess að sjá hvað myndi gerast. Þetta átti allt að fara í gegnum Airbnb.com en ég átti samt sjálf að leggja inn á hans persónulega reikning. Hann ætlaði síðan að senda mér lyklana og samning með DHL. Ég hefði þá þrjá daga til að skoða og gæti skilað lyklunum og fengið endurgreitt ef mér litist ekki á þetta. Það var síðan í morgun sem ég fékk tölvupóst sem virtist vera frá Airbnb en við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði eflaust búið þetta til sjálfur,“ segir Auður Ösp sem sá í kjölfarið umræðu um þennan Christian Thurner í hópi á Facebook þar sem íbúðir eru auglýstar til leigu.

Hefur reynt að svíkja töluvert fleiri

Þar voru fleiri sem höfðu fengið tölvupóst og innantóm loforð frá Christian Thurner en sem betur fer hafði enginn lagt inn á hann fjármuni. Í samskiptum sínum við hina aðilana þá var hann ýmist á Ítalíu eða bauð til leigu íbúð á Háaleitisbraut. Ein þeirra sem hafði fengið svipaðan tölvupóst ákvað að hafa samband við Airbnb og spyrjast fyrir um það hvort fyrirtækið stæði í slíkum gjörningum sem Christian Thurner lýsti, það er að segja hvort fyrirtækið sæi um afhendingu á lyklum og samningi. Svörin sem konan fékk frá Airbnb var á þann veg að þeir sögðust aldrei vinna með fólki á þennan hátt – allt færi í fram í gegnum vefsíðuna þeirra, þar á meðal öll samskipti og íbúðarauglýsing. Airbnb kæmi ekki nálægt íbúðarauglýsingum á Bland.is.

Auður Ösp segist hafa ákveðið í morgun, eftir að hafa fengið þennan dularfulla póst frá „Airbnb,“ að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og láta hana vita af umræddum Christian og hans gylliboðum.

Enginn Christian Thurner skráður

„Ég vona bara að enginn falli fyrir þessu. Þetta er samt hrikalega leiðinlegt því ég hélt fyrst að ég væri komin með íbúð en ætli ég þurfi ekki að halda áfram að leita núna þannig að ef það er einhver þarna úti með íbúð til leigu þá er ég að leita í Reykjavík.“

Stundin hefur reynt að ná sambandi við Christian Thurner í gegnum tölvupóst en ekki haft erindi sem erfiði. Þá má líka einnig geta þess að enginn Christian Thurner, Sarah eða Maria eru skráð fyrir fasteign í Lönguhlíð 19.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár