Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir óánægju Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins líklega mega rekja til tilraunar Þórólfs til að leiðrétta „alvarlega rangfærslu“ í máli ráðherrans í síðasta mánuði. Gunnar Bragi hélt því fram í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mæli með uppboðsleið Íslendinga á tollkvótum í landbúnaði. Þetta segir Þórólfur ekki rétt. Þvert á móti hafi stofnunin beint því til stjórnvalda að auka vægi samkeppni á markaði fyrir landbúnaðarvörur og þá hafa innflutningshömlur á mjólkurvörum einnig verið gagnrýndar af stofnuninni. Þórólfur segist hafa farið þess á leit við bæði Gunnar Braga og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að rangfærslurnar yrðu leiðréttar, en án árangurs.
Ráðuneytið vísaði í 12 ára gamalt umræðuskjal
Þórólfur segist hafa leitað eftir því hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á hvaða gögnum fullyrðing Gunnars Braga, um afstöðu OECD til uppboðsleiðar Íslendinga, byggði. Ráðuneytið hafi þá sent
Athugasemdir