Rekstur fimm af sex heilbrigðisstofnunum var með neikvæða útkomu á fyrri árshelmingi en sérstaklega er fylgst með Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, samkvæmt mati velferðarráðuneytisins sem sagt er frá í skýrslu Endurskoðunar til Alþingis, um framkvæmd fjárlaga frá janúar til júní 2016.
Útlit er fyrir að halli verði á rekstri þeirra beggja á árinu.
„Rekstur í járnum“
„Ráðuneytið telur ástæðu til að fylgjast grannt með þróun í útgjöldum annarra heilbrigðisstofnana, þar sem vitað er að rekstur þeirra er í járnum,“ segir í skýrslunni. Ráðuneytið hafi millifært fjárheimildir til nokkurra heilbrigðisstofnana af óskiptri fjárveitingu til heilbrigðisstofnana og áformi
Athugasemdir