Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reglur um skattagrið geti ýtt undir skattaundanskot

Hag­fræð­ing­ar segja að skatta­gr­ið geti gert skattund­an­skot og geymslu fjár í skatta­skjól­um eft­ir­sókn­ar­verð­ari en ella. Óljóst er hvort regl­ur um skatta­gr­ið verði sett­ar áð­ur en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur.

Reglur um skattagrið geti ýtt undir skattaundanskot

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hagfræðingur telja að skattagrið geti gert skattaundanskot og tilfærslu fjár í skattaskjól eftirsóknarverðari en slík háttsemi er nú þegar. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísindavef Háskóla Íslands á dögunum, en þar svara þeir spurningunni „Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?“.

Hagfræðingarnir nefna í svari sínu að sá sem felur fé í skattaskjóli geti ekki notað þá fjármuni með sama hætti og þá fjármuni sem geymdir eru á löglega vísu, hérlendis og erlendis. „Þessi staðreynd ætti að hafa letjandi áhrif á þá sem gætu freistast til að skjóta fjármunum undan skatti og geyma í skattaskjóli. Ef skattþegar telja líklegt að skattagrið verði veitt öðru hvoru dregur væntanlega úr þessum latningaráhrifum. Þannig má leiða að því rök að skattagrið geti gert skattundanskot og geymslu fjár í skattaskjólum eftirsóknarverðari en ella,“ skrifa þeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár