Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reglur um skattagrið geti ýtt undir skattaundanskot

Hag­fræð­ing­ar segja að skatta­gr­ið geti gert skattund­an­skot og geymslu fjár í skatta­skjól­um eft­ir­sókn­ar­verð­ari en ella. Óljóst er hvort regl­ur um skatta­gr­ið verði sett­ar áð­ur en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur.

Reglur um skattagrið geti ýtt undir skattaundanskot

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson hagfræðingur telja að skattagrið geti gert skattaundanskot og tilfærslu fjár í skattaskjól eftirsóknarverðari en slík háttsemi er nú þegar. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísindavef Háskóla Íslands á dögunum, en þar svara þeir spurningunni „Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?“.

Hagfræðingarnir nefna í svari sínu að sá sem felur fé í skattaskjóli geti ekki notað þá fjármuni með sama hætti og þá fjármuni sem geymdir eru á löglega vísu, hérlendis og erlendis. „Þessi staðreynd ætti að hafa letjandi áhrif á þá sem gætu freistast til að skjóta fjármunum undan skatti og geyma í skattaskjóli. Ef skattþegar telja líklegt að skattagrið verði veitt öðru hvoru dregur væntanlega úr þessum latningaráhrifum. Þannig má leiða að því rök að skattagrið geti gert skattundanskot og geymslu fjár í skattaskjólum eftirsóknarverðari en ella,“ skrifa þeir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár