Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Réðst á tvær lögreglukonur við Keiluhöllina

Tví­tug­ur lyft­inga­áhuga­mað­ur hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að kýla lög­reglu­konu fyr­ir ut­an skemmti­stað­inn Rúbín.

Réðst á tvær lögreglukonur við Keiluhöllina
Gamla Keiluhöllin Atvikið átti sér stað áður en Keiluhöllin fluttist í Egilshöll. Mynd: Google

Rétt rúmlega tvítugur áhugamaður um lyftingar hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni með því að kýla lögreglukonu fyrir utan gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni, við skemmtistaðinn Rúbín. Atvikið átti sér stað fimmtudagskvöldið 6. nóvember í fyrra. Keiluhöllin færði sig í Egilshöll fyrr á þessu ári.

Samkvæmt ákærunni kýldi maðurinn lögreglukonuna hnefahöggi í andlitið. Önnur lögreglukona, ásamt þeirri sem hafði verið kýld, reyndu að snúa karlmanninn niður á jörðina. Þá ýtti karlmaðurinn af afli í hina lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig. Í ákæru kemur fram að afleiðing þess að hún féll aftur fyrir var hún „hlaut lítið fleiðursár á vinstri olnboga sem og lítilsháttar blæðingu, mar á vinstri framhandlegg og marblett utan á hægri kálfa hliðlægt og annan marblett á vinstri sköflungi.“

Af Facebook-síðu ákærða að dæma er hann áhugamaður um lyftingar og birtir hann fjölda mynda af sér berum að ofan, þar sem hann sýnir árangur líkamsræktar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár