Rétt rúmlega tvítugur áhugamaður um lyftingar hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni með því að kýla lögreglukonu fyrir utan gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni, við skemmtistaðinn Rúbín. Atvikið átti sér stað fimmtudagskvöldið 6. nóvember í fyrra. Keiluhöllin færði sig í Egilshöll fyrr á þessu ári.
Samkvæmt ákærunni kýldi maðurinn lögreglukonuna hnefahöggi í andlitið. Önnur lögreglukona, ásamt þeirri sem hafði verið kýld, reyndu að snúa karlmanninn niður á jörðina. Þá ýtti karlmaðurinn af afli í hina lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig. Í ákæru kemur fram að afleiðing þess að hún féll aftur fyrir var hún „hlaut lítið fleiðursár á vinstri olnboga sem og lítilsháttar blæðingu, mar á vinstri framhandlegg og marblett utan á hægri kálfa hliðlægt og annan marblett á vinstri sköflungi.“
Af Facebook-síðu ákærða að dæma er hann áhugamaður um lyftingar og birtir hann fjölda mynda af sér berum að ofan, þar sem hann sýnir árangur líkamsræktar.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Athugasemdir