Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Réðst á tvær lögreglukonur við Keiluhöllina

Tví­tug­ur lyft­inga­áhuga­mað­ur hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að kýla lög­reglu­konu fyr­ir ut­an skemmti­stað­inn Rúbín.

Réðst á tvær lögreglukonur við Keiluhöllina
Gamla Keiluhöllin Atvikið átti sér stað áður en Keiluhöllin fluttist í Egilshöll. Mynd: Google

Rétt rúmlega tvítugur áhugamaður um lyftingar hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni með því að kýla lögreglukonu fyrir utan gömlu Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni, við skemmtistaðinn Rúbín. Atvikið átti sér stað fimmtudagskvöldið 6. nóvember í fyrra. Keiluhöllin færði sig í Egilshöll fyrr á þessu ári.

Samkvæmt ákærunni kýldi maðurinn lögreglukonuna hnefahöggi í andlitið. Önnur lögreglukona, ásamt þeirri sem hafði verið kýld, reyndu að snúa karlmanninn niður á jörðina. Þá ýtti karlmaðurinn af afli í hina lögreglukonuna með þeim afleiðingum að hún féll aftur fyrir sig. Í ákæru kemur fram að afleiðing þess að hún féll aftur fyrir var hún „hlaut lítið fleiðursár á vinstri olnboga sem og lítilsháttar blæðingu, mar á vinstri framhandlegg og marblett utan á hægri kálfa hliðlægt og annan marblett á vinstri sköflungi.“

Af Facebook-síðu ákærða að dæma er hann áhugamaður um lyftingar og birtir hann fjölda mynda af sér berum að ofan, þar sem hann sýnir árangur líkamsræktar.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár