Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn: Myndi þjóð­in kannski hlusta meira á þing­ið ef þing­ið hlustaði meira á hana?

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, hélt frumlega ræðu á eldhúsdagsumræðunum í kvöld. 

„Jæja, virðulegi forseti. Nú er kominn sá dagur sem við eigum að lýsa liðnu Alþingi á einhverjum örfáum mínútum. Það er svosem ágæt þjálfun í því að gera óþolandi langa sögu óþolandi stutta, en í því skyni að fyrirbyggja ásakanir um málþóf skal ég bara vera snöggur að því að gorta,“ sagði hann og fór svo á hundavaði yfir þau frumvörp og þingsályktunartillögur sem Píratar hafa lagt fram. Hann þakkaði fólki utan þingflokks fyrir hjálpina og sagðist mundu flytja mörg málanna aftur á næsta þingi. 

„Ég veit svosem ekki hvað fólki finnst um þessi afköst, en ég verð þó að segja að síðustu mánuði hefur ótrúlegur tími, og ótrúleg vinna, farið til spillis. Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði hann. Aðstæðurnar væru slíkar að í raun væri fullkomlega eðlilegt að nota umræður um fundarstjórn forseta til að halda margar ræður, „enda hver þeirra aðeins ein mínúta og til undantekninga að á þær sé hlustað“. 

„Gef oss miskunnsamara vopn!“

Helgi Hrafn viðurkenndi að stjórnarandstaðan hefði stundað málþóf. „Það væri vanvirðing við dómgreind kjósenda að láta eins og að stjórnarandstaðan stundi ekki málþóf. Og Píratar hafa tekið þátt í því, eins og okkur er í reynd skylt að gera ef við ætlum að vinna að þeirri stefnumótun sem við erum kjörin til að vinna að,“ sagði hann og bætti við: „Eins furðulegt og það kann að hljóma, virðulegi forseti, er það beinlínis lýðræðisleg skylda minnihlutaflokks að stunda málþóf. Ef fólki hér inni þykir það fráleitt þá er það í góðum félagsskap, því svo þykir mér og okkur í Pírötum einnig. En það breytir því ekki að þetta er það eina sem við höfum. Svo gef oss miskunnsamara vopn og vér skulum því með glöðu geði heldur beita.“

Hann sagði málþóf kerfislægt vandamál sem Píratar teldu sig ekki yfir hafna. „Ekkert okkar er yfir það hafið. Ekki þegar vantraustið ristir svo miklu dýpra en ágreiningur um einstaka málefni,“ sagði hann og bætti því við að þegar ekkert traust ríkti þá þyrfti að skera á hnútinn og enginn væri betur til þess fallinn en þjóðin sjálf.

„Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur
illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur“

„Lausnin við þeim vandamálum sem rísa vegna valdþjöppunar og ofurvalds, er einföld og augljós: Meiri aðkoma almennings milli kosninga. Ef við ætlum, minnihluti og meirihluti, að láta hvort við hitt eins og barn í frekjukasti, eins og við gerum, þá getum við líka látið eins og að fleiri séu á staðnum... ýmist að þrífa eftir okkur, mata okkur eða úti að vinna hörðum höndum fyrir okkur... yfirvald sem er stærra og sterkara en við sjálf og fullfært um að útkljá okkar deilur. Íslensku þjóðina. Hver veit nema hún myndi hlusta meira á okkur ef við hlustuðum meira á hana? Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur.“

Helgi Hrafn lauk ræðu sinni með tilþrifamiklum lestri á texta lags með Ritvélum framtíðarinnar sem Jónas Sigurðsson söng á sínum tíma. Hér má hlusta á flutninginn, sem má segja að hafi verið í hip hop-stíl.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldhúsdagsumræður

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár