Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn: Myndi þjóð­in kannski hlusta meira á þing­ið ef þing­ið hlustaði meira á hana?

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, hélt frumlega ræðu á eldhúsdagsumræðunum í kvöld. 

„Jæja, virðulegi forseti. Nú er kominn sá dagur sem við eigum að lýsa liðnu Alþingi á einhverjum örfáum mínútum. Það er svosem ágæt þjálfun í því að gera óþolandi langa sögu óþolandi stutta, en í því skyni að fyrirbyggja ásakanir um málþóf skal ég bara vera snöggur að því að gorta,“ sagði hann og fór svo á hundavaði yfir þau frumvörp og þingsályktunartillögur sem Píratar hafa lagt fram. Hann þakkaði fólki utan þingflokks fyrir hjálpina og sagðist mundu flytja mörg málanna aftur á næsta þingi. 

„Ég veit svosem ekki hvað fólki finnst um þessi afköst, en ég verð þó að segja að síðustu mánuði hefur ótrúlegur tími, og ótrúleg vinna, farið til spillis. Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði hann. Aðstæðurnar væru slíkar að í raun væri fullkomlega eðlilegt að nota umræður um fundarstjórn forseta til að halda margar ræður, „enda hver þeirra aðeins ein mínúta og til undantekninga að á þær sé hlustað“. 

„Gef oss miskunnsamara vopn!“

Helgi Hrafn viðurkenndi að stjórnarandstaðan hefði stundað málþóf. „Það væri vanvirðing við dómgreind kjósenda að láta eins og að stjórnarandstaðan stundi ekki málþóf. Og Píratar hafa tekið þátt í því, eins og okkur er í reynd skylt að gera ef við ætlum að vinna að þeirri stefnumótun sem við erum kjörin til að vinna að,“ sagði hann og bætti við: „Eins furðulegt og það kann að hljóma, virðulegi forseti, er það beinlínis lýðræðisleg skylda minnihlutaflokks að stunda málþóf. Ef fólki hér inni þykir það fráleitt þá er það í góðum félagsskap, því svo þykir mér og okkur í Pírötum einnig. En það breytir því ekki að þetta er það eina sem við höfum. Svo gef oss miskunnsamara vopn og vér skulum því með glöðu geði heldur beita.“

Hann sagði málþóf kerfislægt vandamál sem Píratar teldu sig ekki yfir hafna. „Ekkert okkar er yfir það hafið. Ekki þegar vantraustið ristir svo miklu dýpra en ágreiningur um einstaka málefni,“ sagði hann og bætti því við að þegar ekkert traust ríkti þá þyrfti að skera á hnútinn og enginn væri betur til þess fallinn en þjóðin sjálf.

„Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur
illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur“

„Lausnin við þeim vandamálum sem rísa vegna valdþjöppunar og ofurvalds, er einföld og augljós: Meiri aðkoma almennings milli kosninga. Ef við ætlum, minnihluti og meirihluti, að láta hvort við hitt eins og barn í frekjukasti, eins og við gerum, þá getum við líka látið eins og að fleiri séu á staðnum... ýmist að þrífa eftir okkur, mata okkur eða úti að vinna hörðum höndum fyrir okkur... yfirvald sem er stærra og sterkara en við sjálf og fullfært um að útkljá okkar deilur. Íslensku þjóðina. Hver veit nema hún myndi hlusta meira á okkur ef við hlustuðum meira á hana? Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur.“

Helgi Hrafn lauk ræðu sinni með tilþrifamiklum lestri á texta lags með Ritvélum framtíðarinnar sem Jónas Sigurðsson söng á sínum tíma. Hér má hlusta á flutninginn, sem má segja að hafi verið í hip hop-stíl.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldhúsdagsumræður

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár