Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn: Myndi þjóð­in kannski hlusta meira á þing­ið ef þing­ið hlustaði meira á hana?

Rappaði á Alþingi og sagðist oft líða eins og í „lokasenu í þætti af Game of Thrones“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, hélt frumlega ræðu á eldhúsdagsumræðunum í kvöld. 

„Jæja, virðulegi forseti. Nú er kominn sá dagur sem við eigum að lýsa liðnu Alþingi á einhverjum örfáum mínútum. Það er svosem ágæt þjálfun í því að gera óþolandi langa sögu óþolandi stutta, en í því skyni að fyrirbyggja ásakanir um málþóf skal ég bara vera snöggur að því að gorta,“ sagði hann og fór svo á hundavaði yfir þau frumvörp og þingsályktunartillögur sem Píratar hafa lagt fram. Hann þakkaði fólki utan þingflokks fyrir hjálpina og sagðist mundu flytja mörg málanna aftur á næsta þingi. 

„Ég veit svosem ekki hvað fólki finnst um þessi afköst, en ég verð þó að segja að síðustu mánuði hefur ótrúlegur tími, og ótrúleg vinna, farið til spillis. Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði hann. Aðstæðurnar væru slíkar að í raun væri fullkomlega eðlilegt að nota umræður um fundarstjórn forseta til að halda margar ræður, „enda hver þeirra aðeins ein mínúta og til undantekninga að á þær sé hlustað“. 

„Gef oss miskunnsamara vopn!“

Helgi Hrafn viðurkenndi að stjórnarandstaðan hefði stundað málþóf. „Það væri vanvirðing við dómgreind kjósenda að láta eins og að stjórnarandstaðan stundi ekki málþóf. Og Píratar hafa tekið þátt í því, eins og okkur er í reynd skylt að gera ef við ætlum að vinna að þeirri stefnumótun sem við erum kjörin til að vinna að,“ sagði hann og bætti við: „Eins furðulegt og það kann að hljóma, virðulegi forseti, er það beinlínis lýðræðisleg skylda minnihlutaflokks að stunda málþóf. Ef fólki hér inni þykir það fráleitt þá er það í góðum félagsskap, því svo þykir mér og okkur í Pírötum einnig. En það breytir því ekki að þetta er það eina sem við höfum. Svo gef oss miskunnsamara vopn og vér skulum því með glöðu geði heldur beita.“

Hann sagði málþóf kerfislægt vandamál sem Píratar teldu sig ekki yfir hafna. „Ekkert okkar er yfir það hafið. Ekki þegar vantraustið ristir svo miklu dýpra en ágreiningur um einstaka málefni,“ sagði hann og bætti því við að þegar ekkert traust ríkti þá þyrfti að skera á hnútinn og enginn væri betur til þess fallinn en þjóðin sjálf.

„Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur
illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur“

„Lausnin við þeim vandamálum sem rísa vegna valdþjöppunar og ofurvalds, er einföld og augljós: Meiri aðkoma almennings milli kosninga. Ef við ætlum, minnihluti og meirihluti, að láta hvort við hitt eins og barn í frekjukasti, eins og við gerum, þá getum við líka látið eins og að fleiri séu á staðnum... ýmist að þrífa eftir okkur, mata okkur eða úti að vinna hörðum höndum fyrir okkur... yfirvald sem er stærra og sterkara en við sjálf og fullfært um að útkljá okkar deilur. Íslensku þjóðina. Hver veit nema hún myndi hlusta meira á okkur ef við hlustuðum meira á hana? Ég skil það mætavel að fólk treysti okkur illa fyrir sínum málefnum ef við treystum ekki því sjálfu fyrir þeim heldur.“

Helgi Hrafn lauk ræðu sinni með tilþrifamiklum lestri á texta lags með Ritvélum framtíðarinnar sem Jónas Sigurðsson söng á sínum tíma. Hér má hlusta á flutninginn, sem má segja að hafi verið í hip hop-stíl.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldhúsdagsumræður

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár