Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingkona virk á Twitter meðan á eldhúsdagsumræðum stóð: „Ókey krakkar, hver prumpaði?“

Tísti um klæða­burð þing­manna, var óþreyju­full eft­ir að um­ræð­un­um lyki og sagði að það væri „fokk kalt“.

Þingkona virk á Twitter meðan á eldhúsdagsumræðum stóð: „Ókey krakkar, hver prumpaði?“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Íslandssögunnar sem setið hefur á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins undanfarin þrjú ár, var virk á samfélagsmiðlinum Twitter meðan eldhúsdagsumræður stóðu yfir á Alþingi í gærkvöldi. 

„Ókey krakkar, hver prumpaði?“ skrifaði hún í upphafi kvölds. Skömmu síðar greindi hún frá því að besta skemmtun þingmanna í salnum væri „að fylgjast með dýfum samstarfsfélaga til að blokka ekki myndavélarnar á ferð um húsið“. Þá gerði hún klæðaburð þingmanna að umtalsefni: „Það eina erfiða við að sitja kyrr í salnum í beinni útsendingu er að mig langar til að laga bindin hjá strákunum...#plísstrákar #eldhúsdagur“.


Jóhanna María hrósaði Árna Páli Árnasyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, fyrir ræðu sína og minnti um leið á fræga Vatnajökulsræðu hans. „Gott gott hjá Árna. En sem þingmaður í NV kjördæmi þykir mér leitt að Drangajökull fái ekki að vera memm í kvöld,“ skrifaði hún.

Þegar kom að síðustu umferð eldhúsdagsumræðna virðist sem Jóhanna hafi verið orðin óþreyjufull eftir að þeim lyki: „Með fullri virðingu fyrir öllum samstarfsfélögum mínum þá virkar síðasta umferð alltaf lengri en hún er... #3mín #eldhúsdagur.“ Að lokum kvartaði hún undan kulda: „Ég er að segja ykkur það. Það er fokk kalt í salnum. Loftræstingin miðast örugglega við fullan sal. #fækkarísalnum #eldhúsdagur.“


Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum er Jóhanna á meðal þeirra þingmanna sem talað hafa allra minnst á yfirstandandi kjörtímabili. Hún hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu á næsta kjörtímabili.

Athygli vakti í fyrra þegar Jóhanna ávítti þingmenn fyrir ástandið og umræðuhefðina á Alþingi. Hún kvartaði undan „gróusögum, kýtingum, uppnefnum og leiðindum“ í reiðilestri sínum yfir þingheimi og sagði að bera ætti virðingu fyrir þingmönnum og að þeir ættu að koma fram hver við annan eins og þeir vildu að komið væri fram við sig.

„Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki ... Þessi gildi vil ég hafa áfram að leiðarljósi en því miður gerir hegðun margra þingmanna mér erfitt fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldhúsdagsumræður

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár