Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ragnheiður Elín mætir loksins fyrir nefnd

Nefnd­ar­mað­ur seg­ir ráð­herra hafa far­ið und­an í flæm­ingi á fund­in­um. Mögu­lega verð­ur ramm­a­lög­gjöf­inni breytt vegna samn­ings­ins við Matorku.

Ragnheiður Elín mætir loksins fyrir nefnd
Fór undan í flæmingi Björt Ólafsdóttir segir Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðarráðherra, hafa farið undan í flæmingi á fundi atvinnuveganefndar í morgun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mætti fyrir atvinnuveganefnd í morgun eftir að hafa í þrígang beðist undan því. Þar skýrði hún afstöðu sín hvað varðar mjög umdeildan fjárfestingarsamning við fiskeldisfélagið Matorku. Fjárfestingarsamningurinn hefur verið gagnrýndur harðlega meðal annars fyrir að skekkja samkeppni í fiskeldi á bleikju. Fulltrúar frá fyrirtækinu Matorku mættu einnig á fundinn. „Ég set ekkert út á fyrirtækið, heldur set ég út á fyrirkomulagið sem við erum að bjóða upp á,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd. „Það sem er athyglisverðast, og ekki í lagi finnst mér, er að ráðherra er að grípa inn í markað sem er blómlegur nú þegar. Markað sem á eru fullt af fyrirtækjum sem hafa þegar þurft að byggja sig upp á markaðslegum forsendum. Þau hafa ekki fengið neinar ívilnanir. Svo kemur eitt fyrirtæki sem fær það allt í einu, út af því að þeim datt í hug að sækja um. Það er eitthvað rangt við það.“ 

Aðspurð hvort ráðherra hafi útskýrt mál sitt á fundi atvinnuveganefndar í morgun segir Björt hann hafa farið undan í flæmingi. „Ég skil ekki hvernig ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ef hann ætlar að aðhyllast stefnu þeirra um frjálst markaðshagkerfi og mátt samkeppninnar, getur staðið fyrir þessu. Ég næ því ekki,“ segir Björt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu