Svokölluð GPS-krakkaúr eru komin á íslenskan markað og seljast eins og heitar lummur. Eftirlitsgræjan gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barna sinna og hlera þau hvar og hvenær sem er.
„Þetta hefur selst svo vel að við höfum varla undan,“ segir Einar Þór Sigurgeirsson, innkaupastjóri Tölvuteks, í samtali við Stundina. „Þetta er fyrst og fremst fyrir krakka sem eru að byrja í 6 ára bekk, eru að fá lykil utan um hálsinn og að verða dálítið sjálfstæð. Þá er sett á þau úr sem er sími, með GPS-möguleika og SOS-takka.“
Athugasemdir