Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra ósáttur við val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins

Gunn­ar Bragi Sveins­son tel­ur óheppi­legt að Þórólf­ur Matth­ías­son stað­reyndatékki Fram­sókn­ar­menn. Fram­sókn­ar­fólk og Þórólf­ur séu sjald­an „sam­mála um stað­reynd­ir“.

Ráðherra ósáttur við val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki heppilegt að Þórólfur Matthíasson háskólaprófessor framkvæmi „staðreyndatékk“ á því sem framsóknarmenn hafa til málanna að leggja.

Þórólfur mun sjá um faglega ritstjórn svara á Vísindavefnum, ásamt Jóni Gunnari Þorsteinssyni, þar sem staðin verður „staðreyndavakt“ vegna Alþingiskosninganna 2016. 

Kjarninn kynnti í dag að fjölmiðillinn myndi birta svör Vísindavefsins og einnig halda úti sinni eigin staðreyndavakt.

Landbúnaðarráðherra er ósáttur við val Vísindavefs Háskóla Íslands. Gunnari Braga finnst Staðreyndavaktin frábært framtak. Hins vegar hafi Framsóknarfólk og Þórólfur sjaldan eða einhvern tíma „verið sammála um staðreyndir, í landbúnaði, Icesave eða hvað annað.“ Þetta segir Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni og deilir innslagi úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem Þórólfur tjáði sig um skuldbindingar Íslands í Icesave málinu. Innslagið er frá 6. desember árið 2010 þegar mikil óvissa ríkti um Icesave samkomulagið en Þórólfur spáði því meðal annars að krónan myndi hrynja og lífskjör versna ef Íslendingar myndu neita að borga Icesave. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár