Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra ósáttur við val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins

Gunn­ar Bragi Sveins­son tel­ur óheppi­legt að Þórólf­ur Matth­ías­son stað­reyndatékki Fram­sókn­ar­menn. Fram­sókn­ar­fólk og Þórólf­ur séu sjald­an „sam­mála um stað­reynd­ir“.

Ráðherra ósáttur við val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki heppilegt að Þórólfur Matthíasson háskólaprófessor framkvæmi „staðreyndatékk“ á því sem framsóknarmenn hafa til málanna að leggja.

Þórólfur mun sjá um faglega ritstjórn svara á Vísindavefnum, ásamt Jóni Gunnari Þorsteinssyni, þar sem staðin verður „staðreyndavakt“ vegna Alþingiskosninganna 2016. 

Kjarninn kynnti í dag að fjölmiðillinn myndi birta svör Vísindavefsins og einnig halda úti sinni eigin staðreyndavakt.

Landbúnaðarráðherra er ósáttur við val Vísindavefs Háskóla Íslands. Gunnari Braga finnst Staðreyndavaktin frábært framtak. Hins vegar hafi Framsóknarfólk og Þórólfur sjaldan eða einhvern tíma „verið sammála um staðreyndir, í landbúnaði, Icesave eða hvað annað.“ Þetta segir Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni og deilir innslagi úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem Þórólfur tjáði sig um skuldbindingar Íslands í Icesave málinu. Innslagið er frá 6. desember árið 2010 þegar mikil óvissa ríkti um Icesave samkomulagið en Þórólfur spáði því meðal annars að krónan myndi hrynja og lífskjör versna ef Íslendingar myndu neita að borga Icesave. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár