Séra Hildur Björk Hörpudóttir, sóknarprestur á Reykhólum, tapaði meiðyrðamáli sem hún höfðaði á hendur mági fyrrverandi eiginmanns síns. Forsaga málsins er sú að Hildur Björk skildi við eiginmann sinn árið 2007 og hefur tálmað umgengni hans við börn þeirra tvö, þvert á úrskurð um það að faðirinn eigi umgengnisrétt. Hvorki faðir barnanna né föðurfjölskylda hafa fengið að hitta börnin. Séra Hildur hefur verið sektuð fyrir að brjóta á rétti fyrrverandi eiginmanns síns.
Upphaf meiðyrðamálsins var að Kristbjörn Gunnarsson lét falla hörð ummæla á Facebook um Hildi Björk þar sem hann lýsti furðu sinni á því að tálmanamóðir væri skipuð sem sóknarprestur á Reykhólum í byrjun ársins.
Athugasemdir