Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vinsælum pistlahöfundi ýtt til hliðar fyrir Jón Ásgeir

„Kött­ur í bóli bjarn­ar,“ seg­ir Guð­mund­ur Andri Thors­son, sem sleppt var úr Frétta­blað­inu.

Vinsælum pistlahöfundi ýtt til hliðar fyrir Jón Ásgeir
Jón Ásgeir fyrir dómi Lögmaður Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, er mágur Kristínar Þorsteinsdóttur, sem ráðin var aðalritstjóri 365 í fyrra. Mynd: Pressphotos

Föstum vikulegum dálki eins vinsælasta pistlahöfundar landsins var sleppt úr Fréttablaðinu í dag. Í stað hans var birtur pistill eiginmanns aðaleiganda 365, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þar sem hann gagnrýnir dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmáls gegn honum sjálfum. 

Guðmundur Andri Thorsson, pistlahöfundur og rithöfundur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. „Í gær skilaði ég af mér mánudagsgrein samkvæmt venju. Í blaði dagsins reyndist hins vegar vera köttur í bóli bjarnar.“

Síðasti pistill Guðmundar Andra
Síðasti pistill Guðmundar Andra Guðmundur Andri hefur um áraraðir verið einn vinsælasti pistlahöfundur landsins.

Þá undrast bókaútgefandinn Sigurður Svavarsson tilfellið. „Ætlaði að hitta Guðmund Andra Thorsson fyrir á kunnuglegum stað í Fréttablaðinu á mánudagsmorgni, og gæða mér á vikulegu góðgæti hans. Í bóli Andra kúrði sig þá Jón Ágeir Jóhannesson. Það þóttu mér bág skipti, og lítt skiljanleg - því ég veit, eða vona alltént innilega, að Andri á sitthvað ósagt við okkur. Var vikulegum pistli Andra á þessum stað virkilega fórnað fyrir skilaboð frá eiganda blaðsins?“

Sakar sérstakan saksóknara um lygar

Jón Ásgeir færir fram harðar ásakanir gegn sérstökum saksóknara í grein sinni. Hann segir hann óheiðarlegan og segir 

„Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning,“ segir hann. „Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir  heiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“

Grein Jóns Ásgeirs
Grein Jóns Ásgeirs Í greininni sem birt var í stað pistils Guðmundar Andra sakar eiginmaður eiganda blaðsins sérstakan saksóknara um að ljúga og Hæstarétt um að spila með.

Ásakaði nafngreinda lögreglumenn

Jón Ásgeir hefur áður fengið birtar greinar í Fréttablaðinu. Hann ásakaði meðal annars nafngreinda lögreglumenn í grein í blaðinu í júní í fyrra, en hann virðist sjálfur hafa tekið ákvörðun um nafnbirtingu þeirra. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir... Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu