Vinsælum pistlahöfundi ýtt til hliðar fyrir Jón Ásgeir

„Kött­ur í bóli bjarn­ar,“ seg­ir Guð­mund­ur Andri Thors­son, sem sleppt var úr Frétta­blað­inu.

Vinsælum pistlahöfundi ýtt til hliðar fyrir Jón Ásgeir
Jón Ásgeir fyrir dómi Lögmaður Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, er mágur Kristínar Þorsteinsdóttur, sem ráðin var aðalritstjóri 365 í fyrra. Mynd: Pressphotos

Föstum vikulegum dálki eins vinsælasta pistlahöfundar landsins var sleppt úr Fréttablaðinu í dag. Í stað hans var birtur pistill eiginmanns aðaleiganda 365, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þar sem hann gagnrýnir dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmáls gegn honum sjálfum. 

Guðmundur Andri Thorsson, pistlahöfundur og rithöfundur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag. „Í gær skilaði ég af mér mánudagsgrein samkvæmt venju. Í blaði dagsins reyndist hins vegar vera köttur í bóli bjarnar.“

Síðasti pistill Guðmundar Andra
Síðasti pistill Guðmundar Andra Guðmundur Andri hefur um áraraðir verið einn vinsælasti pistlahöfundur landsins.

Þá undrast bókaútgefandinn Sigurður Svavarsson tilfellið. „Ætlaði að hitta Guðmund Andra Thorsson fyrir á kunnuglegum stað í Fréttablaðinu á mánudagsmorgni, og gæða mér á vikulegu góðgæti hans. Í bóli Andra kúrði sig þá Jón Ágeir Jóhannesson. Það þóttu mér bág skipti, og lítt skiljanleg - því ég veit, eða vona alltént innilega, að Andri á sitthvað ósagt við okkur. Var vikulegum pistli Andra á þessum stað virkilega fórnað fyrir skilaboð frá eiganda blaðsins?“

Sakar sérstakan saksóknara um lygar

Jón Ásgeir færir fram harðar ásakanir gegn sérstökum saksóknara í grein sinni. Hann segir hann óheiðarlegan og segir 

„Hæstiréttur ómerkti á miðvikudag sýknu héraðsdóms í svokölluðu Aurum-máli, þar sem ég er ákærður sem hlutdeildarmaður í viðskiptum sem áttu sér stað vorið 2008. Um var að ræða fullkomlega eðlileg viðskipti sem embætti sérstaks saksóknara reynir að klæða í glæpabúning,“ segir hann. „Það er skelfilegt að upplifa þá tilfinningu að Hæstiréttur haldi hlífiskildi yfir  heiðarlegum embættismanni en láti réttindi fjögurra einstaklinga lönd og leið.“

Grein Jóns Ásgeirs
Grein Jóns Ásgeirs Í greininni sem birt var í stað pistils Guðmundar Andra sakar eiginmaður eiganda blaðsins sérstakan saksóknara um að ljúga og Hæstarétt um að spila með.

Ásakaði nafngreinda lögreglumenn

Jón Ásgeir hefur áður fengið birtar greinar í Fréttablaðinu. Hann ásakaði meðal annars nafngreinda lögreglumenn í grein í blaðinu í júní í fyrra, en hann virðist sjálfur hafa tekið ákvörðun um nafnbirtingu þeirra. „Í þessi tólf ár hafa tveir menn hjá Ríkislögreglustjóra og svo Sérstökum saksóknara farið fremstir í flokki. Ég tel rétt að þeir séu nafngreindir... Ég leyfi mér að vona að fleiri jafn óheiðarlegir lögreglumenn fyrirfinnist ekki hér á landi,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár