Píratar hafa samþykkt róttæka sjávarútvegsstefnu um að aflaheimildir verði boðnar upp til leigu á opnum markaði og leigugjaldið renni í ríkissjóð. „Allur afli skal fara á markað til að gera viðskipti með sjávarútvegsafurðir eðlilegri og bæta hag sjómanna, minni sjávarútvegsfyrirtækja og annara fyrirtækja sem vinna með afleiddar afurðir,“ segir í tillögu sem lögð var fram á félagafundi þann 8. ágúst síðastliðinn og samþykkt einróma í internetkosningu um helgina.
Hér má lesa stefnuna í heild en yrði henni hrint í framkvæmd hefði það í för með sér umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi sjávarútvegsmála og myndi hlutdeild almennings í arðinum af fiskveiðiauðlindinni líklega aukast til muna.
Athugasemdir