Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Barnavernd stöðvaði flutning barnanna úr landi

Fjöl­skyld­an sem vísa átti úr landi í lög­reglu­fylgd í nótt er ekki far­in úr landi, þar sem barna­vernd fór fram á frest­un. Með­al þeirra sem lög­regla átti að fylgja úr landi eru tvö smá­börn sem fædd­ust á Ís­landi og hafa bú­ið hér alla sína tíð.

Barnavernd stöðvaði flutning barnanna úr landi

Brottflutningi fjölskyldu sem stóð til að vísa úr landi í nótt að beiðni Útlendingastofnunar var frestað eftir inngrip frá barnavernd. Í fjölskyldunni eru tvö ung börn sem eru fædd og uppalin hér á Íslandi, þau Hanif sem er tveggja ára og Jónína sex mánaða. Faðir barnanna, Abdelwahab Saad, flúði pólitískar ofsóknir frá heimalandinu Togo fyrir tíu árum síðan. Fyrir tveimur árum síðan kom hann til Íslands með eiginkonu sinni Fadilu. 

Fadila grét hástöfum á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í morgun. „Ég ætla að biðja pressuna um að vinsamlegast yfirgefa staðinn núna,“ segir einn lögreglumanna, en fjölskyldan hafði boðið gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Bæði fjölmiðlar og gestir voru reknir út af lögreglu. „Hvernig getið þið sofið á nóttunni?“ grætur vinur fjölskyldunnar.

Í ljósi aðstæðna var fulltrúi frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar kallaður á staðinn til þess að aðstoða við brottvísunina. Á meðan fleygðu lögreglumenn eigum fjölskyldunnar í ferðatöskur og svarta ruslapoka. Þegar fulltrúi barnaverndarnefndar kom á staðinn bað hann lögregluna, í ljósi aðstæðna, að slá aðgerðinni á frest. Barnaverndarnefnd hefur hins vegar enga heimild til að stoppa brottvísanir og stendur brottvísunarúrskurður fjölskyldunnar því enn. „Við vitum ekki hvað mun gerast næst,“ segir vinur fjölskyldunnar í samtali við Stundina.

Börnin fædd hér á landi

Stundin hefur áður fjallað um fjölskylduna en fjölskyldufaðirinn Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu, Togo, fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Hann og eiginkona hans, Fadila, hafa nú dvalið hér á landi í tvö ár og eiga tvö börn, annars vegar tveggja ára soninn Hanif, sem er nýbyrjaður á leikskóla og hins vegar sex mánaða gamla dóttur sem heitir Jónína. Jónína er nefnd eftir íslenskri ljósmóður sem reyndist þeim vel. Bæði Hanif og Jónína eru með íslenska kennitölu og hafa búið á Íslandi frá fæðingu. Um einmitt þetta snýst umrætt vafatriði um því í ákvæði útlendingalaganna er kveðið svo á um að óheimilt sé að vísa frá eða úr landi útlendingi sem hafi frá fæðingu átt hér óslitið fasta búsetu samkvæmt Þjóðskrá.

Það liggur skýrt fyrir að börnin hafi átt hér óslitið fasta búsetu en það hafi þau það hinsvegar ekki gert samkvæmt Þjóðskrá. Ástæðan er að hælisleitendur fá ekki gefna neina stöðu hjá Þjóðskrá. Börnin hafi fengið það sem kallast „utanskrár kennitala“ og það sé skráning utan Þjóðskrár og því hafi þau ekki rétt samkvæmt þessu ákveðna ákvæði að vera hér á landi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár