Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“

Fað­ir Sig­urð­ar Jó­hanns Stef­áns­son­ar slas­að­ist í al­var­legu vinnu­slysi hjá Joh­an Rönn­ing. VÍS neit­aði að greiða bæt­ur og mála­rekst­ur stóð yf­ir í átta og hálft ár. „Skömm dóm­ar­anna þriggja er mik­il en þó ekki nærri eins mik­il og skömm VÍS,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“
„VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk“ Sigurður Jóhann er engan veginn sáttur við framgöngu Vátryggingafélags Íslands.

Í gær snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni höfðu verið dæmdar 28,7 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem átti sér stað í janúar árið 2008 hjá fyrirtækinu Johan Rönning. Maðurinn var metinn með 100% örorku eftir slysið en Vátryggingafélag Íslands neitaði að greiða manninum bætur og vildi meðal annars meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysi mannsins. Einnig var bent á að hann hafi í raun borið ábyrgð á því að öryggi á vinnustaðnum væri tryggt þar sem hann væri verkstjóri.

Málið hefur tekið gríðarlega á fjölskyldu mannsins en sonur hans, Sigurður Jóhann Stefánsson, rakti sögu þess á samfélagsmiðlum í gær. Hann segir að það hafi þótt mesta mildi að faðir hans hafi lifað slysið af og að hann hafi verið á gjörgæslu í margar vikur: „Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

Fimmtán mínútna vettvangsferð réði úrslitum

Sigurður Jóhann segir það fljótlega hafa komið í ljós að VÍS viðurkenndi ekki bótaábyrgð sína sem tryggingafélag vinnuveitanda föður síns og bar því við að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu.

„Í kjölfarið hófst málarekstur gegn VÍS og í október í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur að VÍS bæri að greiða nánast allar bótakröfur vegna málsins, rúmlega 7 og hálfu ári eftir slysið. VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar Íslands og krafðist sýknu. Nú í gær, átta og hálfu ári eftir slysið, kvað Hæstiréttur upp sinn dóm og sýknaði VÍS af öllum kröfum og taldi föður minn algerlega ábyrgan fyrir slysinu,“ segir Sigurður Jóhann sem setur út á vinnubrögð Hæstaréttar í málinu.

„Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

En hvað er það sem Sigurður Jóhann setur út á? Þegar málið fór fyrir Hæstarétt Íslands þá ákváðu dómararnir þrír, Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, að fara í vettvangsferð á staðinn þar sem slysið átti sér stað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru slíkar vettvangsferðir sjaldgæfar í einkamálum sem þessum og tíðkast frekar í sakamálum. Samkvæmt Sigurði Jóhanni tók vettvangsferðin fimmtán mínútur og virðist hafa ráðið úrslitum í ákvörðun dómsins.

Hvetur til sniðgöngu

„Þessari niðurstöðu kemst Hæstiréttur að eftir að hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson fóru á vettvang í ca 15 mínutur, 8 og hálfu ári eftir slysið og mátu það þannig að hægt hefði verið að bera sig öðruvísi að en þegar slysið átti sér stað. Ég leyfi mér að efast um ágæti slíkrar vettvangsskoðunar. Það tók þá sem sagt ekki nema 15 mínútur á staðnum, 8 og hálfu ári seinna, að vita betur en faðir minn sem hefur starfað í iðnaði nánast alla sína ævi. Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil,“ skrifar Sigurður Jóhann.

„Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið.“

„Skömm dómaranna þriggja er mikil en þó ekki nærri eins mikil og skömm VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk. VÍS er vísvitandi búið að tefja málið eins mikið og þeir geta og það getur ekki talist eðlilegt að fyrst núna sé að koma niðurstaða í þetta mál. Helstu rök VÍS voru þau að faðir minn væri verkstjóri á vinnustaðnum og bæri því mun meiri ábyrgð en aðrir starfsmenn. Þeir sem þekkja til föður míns vita að hann gaf aldrei afslátt af öryggismálum. Til að spara sér að greiða tryggingar til manns sem er 100% öryrki þá var VÍS tilbúið í málaferli sem eins og fyrr segir komst ekki niðurstaða í fyrr en 8 og hálfu ári eftir slysið. Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið,“ skrifar hann og hvetur vini sína til þess að segja upp tryggingunum hjá VÍS.

„Ég vil eindregið hvetja vini mína og þá sem þekkja til mín og eru tryggðir hjá VÍS til þess að segja upp tryggingum sínum þar, því ég trúi ekki að fólk vilji eiga tryggingar sínar undir hjá slíku félagi. Það er líka umhugsunarefni fyrir þá sem eru á vinnumarkaðnum ef svo kemur í ljós að líkamstjón fæst ekki bætt vegna þess að viðkomandi var í ábyrgðarstöðu. Og já, ég er mjög reiður!“

Dómur Hæstaréttar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár