Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“

Fað­ir Sig­urð­ar Jó­hanns Stef­áns­son­ar slas­að­ist í al­var­legu vinnu­slysi hjá Joh­an Rönn­ing. VÍS neit­aði að greiða bæt­ur og mála­rekst­ur stóð yf­ir í átta og hálft ár. „Skömm dóm­ar­anna þriggja er mik­il en þó ekki nærri eins mik­il og skömm VÍS,“ seg­ir Sig­urð­ur.

Örorka metin 100% eftir slys en fær engar bætur: „Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil“
„VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk“ Sigurður Jóhann er engan veginn sáttur við framgöngu Vátryggingafélags Íslands.

Í gær snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni höfðu verið dæmdar 28,7 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem átti sér stað í janúar árið 2008 hjá fyrirtækinu Johan Rönning. Maðurinn var metinn með 100% örorku eftir slysið en Vátryggingafélag Íslands neitaði að greiða manninum bætur og vildi meðal annars meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysi mannsins. Einnig var bent á að hann hafi í raun borið ábyrgð á því að öryggi á vinnustaðnum væri tryggt þar sem hann væri verkstjóri.

Málið hefur tekið gríðarlega á fjölskyldu mannsins en sonur hans, Sigurður Jóhann Stefánsson, rakti sögu þess á samfélagsmiðlum í gær. Hann segir að það hafi þótt mesta mildi að faðir hans hafi lifað slysið af og að hann hafi verið á gjörgæslu í margar vikur: „Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

Fimmtán mínútna vettvangsferð réði úrslitum

Sigurður Jóhann segir það fljótlega hafa komið í ljós að VÍS viðurkenndi ekki bótaábyrgð sína sem tryggingafélag vinnuveitanda föður síns og bar því við að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu.

„Í kjölfarið hófst málarekstur gegn VÍS og í október í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur að VÍS bæri að greiða nánast allar bótakröfur vegna málsins, rúmlega 7 og hálfu ári eftir slysið. VÍS áfrýjaði málinu til Hæstaréttar Íslands og krafðist sýknu. Nú í gær, átta og hálfu ári eftir slysið, kvað Hæstiréttur upp sinn dóm og sýknaði VÍS af öllum kröfum og taldi föður minn algerlega ábyrgan fyrir slysinu,“ segir Sigurður Jóhann sem setur út á vinnubrögð Hæstaréttar í málinu.

„Fljótlega varð það ljóst að hann yrði aldrei samur á ný, hvorki andlega né líkamlega.“

En hvað er það sem Sigurður Jóhann setur út á? Þegar málið fór fyrir Hæstarétt Íslands þá ákváðu dómararnir þrír, Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson, að fara í vettvangsferð á staðinn þar sem slysið átti sér stað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru slíkar vettvangsferðir sjaldgæfar í einkamálum sem þessum og tíðkast frekar í sakamálum. Samkvæmt Sigurði Jóhanni tók vettvangsferðin fimmtán mínútur og virðist hafa ráðið úrslitum í ákvörðun dómsins.

Hvetur til sniðgöngu

„Þessari niðurstöðu kemst Hæstiréttur að eftir að hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson fóru á vettvang í ca 15 mínutur, 8 og hálfu ári eftir slysið og mátu það þannig að hægt hefði verið að bera sig öðruvísi að en þegar slysið átti sér stað. Ég leyfi mér að efast um ágæti slíkrar vettvangsskoðunar. Það tók þá sem sagt ekki nema 15 mínútur á staðnum, 8 og hálfu ári seinna, að vita betur en faðir minn sem hefur starfað í iðnaði nánast alla sína ævi. Reiði mín fyrir hönd foreldra minna er mikil,“ skrifar Sigurður Jóhann.

„Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið.“

„Skömm dómaranna þriggja er mikil en þó ekki nærri eins mikil og skömm VÍS, þar sem tryggingar eiga víst að snúast um fólk. VÍS er vísvitandi búið að tefja málið eins mikið og þeir geta og það getur ekki talist eðlilegt að fyrst núna sé að koma niðurstaða í þetta mál. Helstu rök VÍS voru þau að faðir minn væri verkstjóri á vinnustaðnum og bæri því mun meiri ábyrgð en aðrir starfsmenn. Þeir sem þekkja til föður míns vita að hann gaf aldrei afslátt af öryggismálum. Til að spara sér að greiða tryggingar til manns sem er 100% öryrki þá var VÍS tilbúið í málaferli sem eins og fyrr segir komst ekki niðurstaða í fyrr en 8 og hálfu ári eftir slysið. Þessar bætur sem faðir minn sannarlega hefði átt að fá, hefðu getað létt foreldrum mínum lífið,“ skrifar hann og hvetur vini sína til þess að segja upp tryggingunum hjá VÍS.

„Ég vil eindregið hvetja vini mína og þá sem þekkja til mín og eru tryggðir hjá VÍS til þess að segja upp tryggingum sínum þar, því ég trúi ekki að fólk vilji eiga tryggingar sínar undir hjá slíku félagi. Það er líka umhugsunarefni fyrir þá sem eru á vinnumarkaðnum ef svo kemur í ljós að líkamstjón fæst ekki bætt vegna þess að viðkomandi var í ábyrgðarstöðu. Og já, ég er mjög reiður!“

Dómur Hæstaréttar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár