Í óveðrinu sem nú geysar eru Hellisheiðin og Reykjanesbrautin lokuð. Þrátt fyrir að óveðrið hafi verið fyrirséð hafa þónokkrir ökumenn lagt á Hellisheiði og Þrengsli þar sem allt er nú harðlokað og bílar í vandræðum.
Lögregla og björgunarsveitir hafa komið vegfarendum til hjálpar. Rúta er föst í Þrengslum og nokkuð hefur verið um árekstra í blindhríð og stórviðri á Hellisheiði. Þá hefur orðið fjöldi umferðaróhappa í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu.
Veðurfræðingar telja að óveðrið standi fram á kvöld. Ekki er talið ráðlegt fyrir fólk að leggja á fjallvegi við þessar aðstæður. Reiknað er með að það lægi á Sunnanlands og vestan í kvöld.
Athugasemdir