„Ég er bara að meta stöðuna og velta fyrir mér hvað tekur við,“ segir Erla Hlynsdóttir, blaðakona á Fréttatímanum, sem sagt var upp í gær.
Í sumar vann Erla þriðja tjáningarfrelsismálið gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hún starfaði á DV á sínum tíma en undanfarin ár hafa fréttaskýringar hennar og viðtöl í Fréttatímanum vakið athygli.
Nú tekur eitthvað annað við. „Akkúrat núna sit ég uppi í sófa og er að lesa skáldsögu,“ segir Erla í samtali við Stundina.
Athugasemdir