Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ólafur Ólafsson er í minnsta klefa Kvíabryggju

Fangi á Kvía­bryggju seg­ir „Óla“ hress­an og blanda geði við aðra fanga. Hreið­ar Már verð­ur ná­granni Ól­afs á gang­in­um.

Ólafur Ólafsson er í minnsta klefa Kvíabryggju

Kaupsýslumaðurinn Ólafur Ólafsson hefur komið sér vel fyrir á Kvíabryggju á þeim tæpu tveimur vikum sem hann hefur setið inn vegna Al-Thani málsins að sögn fanga þar sem Stundin ræddi við.

„Þeir eru bara fínir. Þeir eru ekkert bugaðir, þeir eru bara hressir. Allavega þessi Óli, hann er bara hress,“ segir fanginn. Hann segir sömuleiðis að aðrir fangar hafi ekki verið með nein leiðindi við bankamennina.

Fanginn segist þó ekki vita eins mikið um líðan Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, en hann hóf afplánun á Kvíabryggju í dag.

„Ég sá Hreiðar áðan og hann virtist bara vera ágætur og Óli bara hress.“

Hann segir að Ólafur hafi ekki einangrað sig við komuna í fangelsið. „Hann blandar alveg geði. Hann er náttúrulega kannski ekki mikið í kringum liðið, en jú hann er alveg að spjalla.“

Talað hefur verið um mismunun hvað varðar framgöngu Fangelsismálastofnunar í málum bankamannanna sem dæmdir voru fyrir Al-Thani málið. Hvað sem því líður þá virðast þeir ekki vera á neinum sérkjörum í fangelsinu þar sem Ólafur Ólafsson er í minnsta herbergi Kvíabryggjufangelsis. „Hann er bara á ganginum, Óli er í minnsta herberginu. Hann Óli er bara í móttökuherberginu,“ segir fanginn.

Nýkominn á Kvíabryggju
Nýkominn á Kvíabryggju Að sögn fangans verður Heiðar Már nágranni Ólafs Ólafssonar í fangelsinu.
 

Óvíst er hvaða herbergi Hreiðar Már fær úthlutað en ljóst er að hann verður á sama gangi og Ólafur. „Það er ekkert laust í hinu húsinu svo hann verður bara á ganginum,“ segir fanginn.   

Heiðar Már fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm á meðan Ólafur Ólafsson fékk fjögurra og hálfs árs dóm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár