Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ólafur Ólafsson er í minnsta klefa Kvíabryggju

Fangi á Kvía­bryggju seg­ir „Óla“ hress­an og blanda geði við aðra fanga. Hreið­ar Már verð­ur ná­granni Ól­afs á gang­in­um.

Ólafur Ólafsson er í minnsta klefa Kvíabryggju

Kaupsýslumaðurinn Ólafur Ólafsson hefur komið sér vel fyrir á Kvíabryggju á þeim tæpu tveimur vikum sem hann hefur setið inn vegna Al-Thani málsins að sögn fanga þar sem Stundin ræddi við.

„Þeir eru bara fínir. Þeir eru ekkert bugaðir, þeir eru bara hressir. Allavega þessi Óli, hann er bara hress,“ segir fanginn. Hann segir sömuleiðis að aðrir fangar hafi ekki verið með nein leiðindi við bankamennina.

Fanginn segist þó ekki vita eins mikið um líðan Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, en hann hóf afplánun á Kvíabryggju í dag.

„Ég sá Hreiðar áðan og hann virtist bara vera ágætur og Óli bara hress.“

Hann segir að Ólafur hafi ekki einangrað sig við komuna í fangelsið. „Hann blandar alveg geði. Hann er náttúrulega kannski ekki mikið í kringum liðið, en jú hann er alveg að spjalla.“

Talað hefur verið um mismunun hvað varðar framgöngu Fangelsismálastofnunar í málum bankamannanna sem dæmdir voru fyrir Al-Thani málið. Hvað sem því líður þá virðast þeir ekki vera á neinum sérkjörum í fangelsinu þar sem Ólafur Ólafsson er í minnsta herbergi Kvíabryggjufangelsis. „Hann er bara á ganginum, Óli er í minnsta herberginu. Hann Óli er bara í móttökuherberginu,“ segir fanginn.

Nýkominn á Kvíabryggju
Nýkominn á Kvíabryggju Að sögn fangans verður Heiðar Már nágranni Ólafs Ólafssonar í fangelsinu.
 

Óvíst er hvaða herbergi Hreiðar Már fær úthlutað en ljóst er að hann verður á sama gangi og Ólafur. „Það er ekkert laust í hinu húsinu svo hann verður bara á ganginum,“ segir fanginn.   

Heiðar Már fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm á meðan Ólafur Ólafsson fékk fjögurra og hálfs árs dóm.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár