Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans

Ólaf­ur Hauk­ur John­son reyn­ir að þrýsta á Ill­uga Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af því hann vill gera nýj­an þjón­ustu­samn­ing við ráðu­neyt­ið fyr­ir Hrað­braut. Þrátt fyr­ir gagn­rýni Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á arð­greiðsl­ur og lán­veit­ing­ar út úr skól­an­um hef­ur hann hald­ið áfram að taka arð úr rekstr­ar­fé­lagi skól­ans og veita lán út úr því þrátt fyr­ir að fé­lag­ið sé tekju­laust. Fjár­mun­ir fé­lags­ins eru bún­ir.

Ólafur hefur tekið 18 milljóna arð og lánað 23 milljónir úr Hraðbraut eftir lokun skólans
Reynir að þrýsta á Illuga Ólafur Haukur Johnson reynir að fá Illuga Gunnarsson til að gera nýjan þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut. Mynd: Pressphotos

Ólafur Haukur Johnson, sem var eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, hefur haldið áfram að taka arð út úr rekstrarfélagi skólans og lána peninga út úr fyrirtækinu þrátt fyrir að skólanum hafi verið gert að endurgreiða menntamálaráðuneytinu ofgreidd fjárframlög sem námu 192 milljónum króna á árunum 2003 til 2009. Ólafur segist hafa fengið vilyrði Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra fyrir því að skólinn fengi áfram stuðning.

Menntaskólinn Hraðbraut var einkarekinn framhaldsskóli í Reykjavík sem starfaði á árunum 2003  til 2012. Þrátt fyrir skólinn hafi verið einkarekinn var hann fjármagnaður með opinberu fé að 80 prósent leyti og að 20 prósentum með skólagjöldum nemenda. 

Vill nýjan þjónustusamning
Vill nýjan þjónustusamning Ólafur Haukur Johnson vill fá nýjan þjónustusamning við menntamálaráðuneytið og skrifaði hann grein þess efnis í Fréttablaðið í gær.

Skólanum lokað eftir fjáraustur úr honum

Skólanum var lokað eftir vormisseri árið 2012 í kjölfar umfjöllunar DV um tugmilljóna arðgreiðslur og lánveitingar út úr rekstri skólans og gagnrýninnar skýrslu Ríkisendurskoðunar á starfseminni.

Arðgreiðslur út úr Hraðbraut á tímabilinu 2003 til 2009 námu 82 milljónum króna en eigendur rekstrarfélags skólans eru Ólafur Haukur Johnson og eiginkona hans, Borghildur Pétursdóttir. Rekstrarfélag skólans gerði einnig leigusamning við fasteignafélag í eigu Ólafs Hauks um leigu á húsnæði undir skólann í Faxafeni í Reykjavík og tóku Ólafur og Borghildur 105 milljóna króna arð út úr því á árunum 2005 til 2008.

Samtals greiddi íslenska ríkið um 1152 milljónir króna til skólans á grundvelli þjónustusamnings á árunum 2003 til 2010. Skuld skólans við menntamálaráðuneytið, sem tilkomin var vegna ofgreiddra fjárframlaga og fjallað var um í skýrslu Ríkisendurskoðunar, var á endanum skuldajöfnuð á móti kröfu sem Hraðbraut átti á hendur íslenska ríkinu vegna þess að skólinn fékk of lítið greitt með hverjum nemanda á árunum 2010 til 2012. Hraðbraut er því skuldlaus við íslenska ríkið samkvæmt heimildum Stundarinnar. 

DV greindi einnig meðal annars greint frá því að Ólafur Haukur byggi í einbýlishúsi á Arnarnesinu, ætti sumarhús á Flórída og keyrði um á svartri Range Rover-bifreið. Eitt af því sem Ólafur Haukur sagði um rekstur skólans á sínum tíma var að það sýndi sig að það „borgaði sig“ að reka skólann. 

„Það er alveg nóg fyrir mig“

Ólafur fær ekki stuðning menntamálaráðuneytisins

Ólafur hefur á síðustu árum reynt að fá leyfi og stuðning menntamálaráðuneytisins til að opna skólann aftur en hvorki Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, né Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, hafa orðið við þeim óskum hans.

Ólafur skólastjóri skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann átaldi Illuga fyrir að hafa ekki veitt honum leyfi til að opna skólann aftur með fjárveitingum frá ríkinu.

Ólafur vildi ekki ræða greinina í Fréttablaðinu í samtali við Stundina. „Heyrðu Ingi minn. Skrifa þú nú bara í fimmtánda skipti sömu greinabullið sem þú ert búinn að skrifa áður. Það er alveg nóg fyrir mig,“ sagði Ólafur áður en hann skellti á. 

Einungis 114 þúsund krónur eftir í félaginu

Þrátt fyrir þá gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram á rekstur Hraðbrautar greiddi Ólafur samt sex milljóna króna arð út úr rekstrarfélagi skólans, Hraðbraut ehf, árið 2012 og svo tólf milljóna arð árið 2013. Engin arðgreiðsla var árið 2014 en þá var hins vegar greitt út rúmlega sjö milljóna króna lán til „tengdra aðila“. Þetta kemur fram í ársreikningum rekstrarfélags skólans. Ólafur hefur því haldið áfram að greiða arð og veita lán út úr rekstrarfélaginu þrátt fyrir að megingagnrýni Ríkisendurskoðunar á starfsemi skólans hafi einmitt snúið að slíkum greiðslum út úr félaginu. Þetta lán bætist meðal annars við sextán milljóna króna lán út úr rekstrarfélaginu til tengdra aðila árið 2012 og tvö 50 milljóna króna lán í fasteignaverkefni Nýsis í Skotlandi á árunum 2007 en 2008 en Ólafur Haukur fjárfesti í því verkefni í gegnum annað fyrirtæki. 

Í lok árs 2014 var lausafjárstaða félagsins orðin þannig að nánast ekkert fé var eftir í því: Einungis rúmlega 114 þúsund krónur. Í lok árs 2013 hafði handbært fé numið rúmlega 8,5 milljónum króna og var helsta ástæðan var breytingunni á handbæru fé sú að umrætt lán til tengdra aðila var veitt. Hraðbraut ehf. er ekki með neinar tekjur þar sem fjármagn félagsins kom frá nemendum Hraðbrautar ehf. og menntamálaráðuneytinu þegar skólinn var starfandi en hann hefur ekki verið starfræktur í bráðum fjögur ár. Því eru engar líkur á því að lausafjárstaða rekstrarfélags skólans hafi batnað eftir að gengið var frá ársreikningi skólans fyrir árið 2014. 

Segir Bjarna hafa veitt samþykki
Segir Bjarna hafa veitt samþykki Í greininni í Fréttablaðinu sagði Ólafur Haukur Johnson að Bjarni Benediktsson hefði samþykkt gerð þjónustusamnings við Hraðbraut. Óvíst er hvort þetta er satt.

Segir Bjarna styðja skólann - faðir hans var í varastjórn

Eitt af því sem vakti athygli í grein Ólafs Hauks í Fréttablaðinu var að hann vísaði í meint tveggja manna tal þeirra Illuga Gunnarssonar frá því í febrúar á þessu ári. Í því samtali, þar sem rætt var um að menntamálaráðuneytið myndi gera annan þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut, sagði Ólafur að Illugi hefði sagt að ef Bjarni Benediktsson styddi opnun Hraðbrautar að nýju. „Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?“,“ sagði Ólafur Haukur og vísaði til meintra orðaskipta þeirra Illuga á fundinum. 

„Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér“

Hvað sem líður sanngildi orða Ólafs Hauks um skoðun Bjarna á skólanum þá sat faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, sem varamaður í stjórn skólans á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið árið 2008. Bjarni er því tengdur skólanum óbeint í gegnum föður sinn. 

Stundin hefur gert tilraunir til að ná tali af Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarkonu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, en hún svarar ekki símtölum miðilsins. Þar af leiðandi er ekki hægt að fá það staðfest hvort Ólafur Haukur fari með rétt mál í grein sinni um skoðun Bjarna Benediktssonar á að Hraðbraut opni á nýjan leik eftir gerð þjónustusamnings við menntamálaráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár