„Ég hef aldrei orðið fyrir fordómum út af því ég er múslimi. Sumir eru samt forvitnir því það er ekki algengt hér á Íslandi að konur gangi með slæðu,“ segir Derya Kevioglu Oezdilek, 28 ára dönsk kona sem flutti til Íslands með fjölskyldu sinni fyrir hálfu þriðja ári. „Ég get sagt þér eina skemmtilega sögu,“ segir hún og brosir: „Ég var einu sinni að versla í Nettó úti á Granda þegar ég tók eftir því að eldri hjón virtust vera að elta mig. Þau fylgdust gaumgæfilega með því þegar ég setti tómata ofan í körfuna mína og þegar ég setti mjólk í körfuna. Þau voru ekkert að versla sjálf heldur héldu sig alltaf nálægt mér, án þess þó að segja neitt. Allt í einu kemur síðan starfsmaður Nettó til mín, ung kona, og fer að tala um hvað henni þyki slæðan mín falleg. Hún talaði við mig á íslensku og ég svaraði henni á íslensku. Gömlu hjónin létu sig þá hverfa. Þau hafa séð að ég er bara venjuleg kona sem borðar tómata, drekkur mjólk og talar íslensku, þó ég þurfi auðvitað að æfa mig miklu meira,“ segir hún. Derya brosir enn sínu blíðasta og ég sannfærist fljótt um að brosmildi er eitt af því sem einkennir hana.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.
„Fékk endalaus bros til baka“
Hún er tveggja barna móðir og eiginkona í Vesturbænum. Hún er líka múslimi, uppalin í Danmörku en með tyrkneskar rætur. Derya Kevioglu Oezdilek er formaður Horizon, menningarfélags múslima á Íslandi, og leggur áherslu á hvernig kristni og íslam geta dafnað saman. Hún hefur upplifað forvitni, en ekki fordóma, og fær bros sín endurgoldin. Fjölskyldan er í afar góðu sambandi við foreldra leigusala hennar og kallar sonur Deryu þau „afa og ömmu“.
Mest lesið

1
Auður Jónsdóttir
Þegar ég var eins og vændiskaupandi
Það er ábyrgð okkar að gera ráð fyrir því að veruleikinn geti verið margbrotnari en daglegt hugmyndaflug okkar.

2
Vilja einfalda lífið
Þrjár vinkonur norðan heiða eru vel á veg komnar með hugmynd um að hanna flíkur sem gagnast börnum og fólki með skynúrvinnsluvanda. Þær hafa stofnað fyrirtækið Skynró og fengu nýlega styrk sem hjálpar þeim að hefjast handa hvað hönnunina varðar. Hugmynd þeirra hefur vakið mikla athygli í samfélaginu norðan heiða og segjast þær stöllur vilja einfalda lífið fyrir fólk því það sé nú þegar nógu flókið.

3
Hannes Hólmsteinn kveðst loks orðinn ósammála Trump
Stjórnmálfræðingurinn segist ekki haldinn trumptruflun, en að hann tejli of langt gengið í Grænlandsmálinu.

4
Samskiptin öll milli Trump og norrænu leiðtoganna
„Kveðja, Jonas og Alex,“ sagði í lok skilaboða forsætisráðherra Noregs og Finnlands til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hann svaraði með alvarlegri hótun.

5
Baldur Þórhallsson
Íslendingar verða að taka afstöðu
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði um árið framundan.

6
Trump setur herinn í viðbragðsstöðu vegna mótmæla
Fallhlífarhermenn í Alaska settir í viðbragðsstöðu vegna möguleikans að virkja „uppreisnarlögin“ í fyrsta skiptið í 30 ár.
Mest lesið í vikunni

1
„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“
„Að halda því fram að tíu ára barn sé að ljúga upp á hann er stórkostlega skrítið,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Foreldrarnir segja yfirlýsinguna „ótrúlega“ og vilja gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti.

2
Reyndi að kaupa vændi sem verkalýðsforingi
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér þingmennsku. Sandra Sigurðardóttir úr Hveragerði kemur inn á þing.

3
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
Erla Björg Gunnarsdóttir er hætt sem ritstjóri á fréttastofu Sýnar. Í færslu á samfélagsmiðlum segir hún að í áranna rás hafi hún unnið eins og hún gat með síbreytilegan farveg þar sem hún hafi stundum þurft að minna sig á æðruleysið og hverju hún gæti stjórnað. „Eftir marga slíka hringi kemur að þeim tímapunkti að það er best að kveðja og hleypa nýjum kröftum í baráttuna.“

4
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
Aukning í kirkjusókn ungs fólks hefur gert vart við sig í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu líkt og innan þjóðkirkjunnar. Forstöðumaður safnaðarins segir að það sem einkenni ungmennin sé sjálfsprottin trú án þess að þau standi frammi fyrir erfiðleikum í lífinu. „Þau eignuðust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trúarlíf í einrúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengjast öðrum.“

5
Hildur Eir Bolladóttir
Stefnir mögulega í siðrof sökum valdagræðgi
Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju, um árið framundan.

6
Ósáttur við gagnrýnina á innlimunargrín sendiherraefnis Bandaríkjanna
Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna á Íslandi, grínaðist með að Ísland yrði innlimað í Bandaríkin. Snorri Másson er ósáttur við gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á sendiherraefnið og sakar hann um „ofsa“.
Mest lesið í mánuðinum

1
Eru alltaf sömu gestir hjá Gísla Marteini?
Algeng gagnrýni í garð Vikunnar með Gísla Marteini er að sífellt bregði fyrir sama fólkinu. En á það við einhver rök að styðjast? Greining Heimildarinnar sýnir að einn gestur hafi komið langoftast í þáttinn, og það sama á við um algengasta tónlistarflytjandann.

2
Banaslys í rannsókn
Lögreglan greinir frá banaslysi í Rangárþingi.

3
Einn látinn skammt frá Þrastarlundi
Alvarlegt umferðarslys milli Selfoss og Þrastarlunds.

4
Flutti frá Noregi til Egilsstaða á sviknu loforði: Sagt upp í miðju fæðingarorlofi
Konu í fæðingarorlofi var sagt upp hjá Austurbrú á Egilsstöðum í nóvember. Konan var á árssamningi eftir að hafa flust búferlum frá Noregi með loforð upp á að samningur hennar yrði framlengdur. Ekki var staðið við það.

5
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
Undirskriftasöfnun er hafin til að mómæla framkvæmdum í Skaftafelli. Fundur um breytingar framkvæmdanna var haldinn um hásumar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ segir íbúi á svæðinu. Íbúar óttast að samkeppnishæfni muni minnka ef fyrirhuguð ferðagisting rís. „Ég sé ekki annað en að þetta auki tekjur og atvinnu á svæðinu,“ segir Pálmar Harðarson, sem stendur að framkvæmdinni ásamt Arctic Adventures.

6
„Hann ætti að axla ábyrgð í staðinn fyrir að saka barnið okkar um ósannindi“
„Að halda því fram að tíu ára barn sé að ljúga upp á hann er stórkostlega skrítið,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn drengnum. Foreldrarnir segja yfirlýsinguna „ótrúlega“ og vilja gæsluvarðhald yfir Helga Bjarti.
































Athugasemdir