Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Fjöldi þingmanna, aðallega úr röðum stjórnarflokkanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Ögmundur Jónasson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, standa að tillögunni auk Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kemur í greinargerð að markmið þingsályktunartillögunnar sé að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna. „Ljóst er að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innan lands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Þá er ekki síður ljóst að vegna sjúkra- og neyðarflugs, svo og hlutverks síns sem varaflugvöllur, gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning,“ segir þar.

Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem standa að tillögunni eru Höskuld­ur Þór­halls­son, Elín Hirst, Jón Gunn­ars­son, Ásmund­ur Friðriks­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Brynj­ar Níels­son, Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Geir Jón Þóris­son, Har­ald­ur Bene­dikts­son, Har­ald­ur Ein­ars­son, Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, Karl Garðars­son, Lí­neik Anna Sævars­dótt­ir, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, Vigdís Hauks­dótt­ir, Vil­hjálm­ur Árna­son, Páll Jóhann Páls­son, Will­um Þór Þórs­son, Þor­steinn Sæ­munds­son og Þórunn Eg­ils­dótt­ir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár