Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Fjöldi þingmanna, aðallega úr röðum stjórnarflokkanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Ögmundur Jónasson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, standa að tillögunni auk Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kemur í greinargerð að markmið þingsályktunartillögunnar sé að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna. „Ljóst er að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innan lands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Þá er ekki síður ljóst að vegna sjúkra- og neyðarflugs, svo og hlutverks síns sem varaflugvöllur, gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning,“ segir þar.

Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem standa að tillögunni eru Höskuld­ur Þór­halls­son, Elín Hirst, Jón Gunn­ars­son, Ásmund­ur Friðriks­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Brynj­ar Níels­son, Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Geir Jón Þóris­son, Har­ald­ur Bene­dikts­son, Har­ald­ur Ein­ars­son, Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, Karl Garðars­son, Lí­neik Anna Sævars­dótt­ir, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, Vigdís Hauks­dótt­ir, Vil­hjálm­ur Árna­son, Páll Jóhann Páls­son, Will­um Þór Þórs­son, Þor­steinn Sæ­munds­son og Þórunn Eg­ils­dótt­ir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár