Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Þrír úr stjórnarandstöðunni vilja kjósa um flugvöllinn

Fjöldi þingmanna, aðallega úr röðum stjórnarflokkanna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Ögmundur Jónasson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, standa að tillögunni auk Kristjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kemur í greinargerð að markmið þingsályktunartillögunnar sé að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna. „Ljóst er að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innan lands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Þá er ekki síður ljóst að vegna sjúkra- og neyðarflugs, svo og hlutverks síns sem varaflugvöllur, gegnir flugvöllurinn mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning,“ segir þar.

Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem standa að tillögunni eru Höskuld­ur Þór­halls­son, Elín Hirst, Jón Gunn­ars­son, Ásmund­ur Friðriks­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Brynj­ar Níels­son, Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Geir Jón Þóris­son, Har­ald­ur Bene­dikts­son, Har­ald­ur Ein­ars­son, Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, Karl Garðars­son, Lí­neik Anna Sævars­dótt­ir, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, Vigdís Hauks­dótt­ir, Vil­hjálm­ur Árna­son, Páll Jóhann Páls­son, Will­um Þór Þórs­son, Þor­steinn Sæ­munds­son og Þórunn Eg­ils­dótt­ir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár