Eftir miðnætti 10. apríl 2010 birtust lögreglumenn á heimili Guðmundar Guðlaugssonar, 51 árs framleiðslustjóra í Breiðholti. Lögreglumennirnir kröfðust þess að gera húsleit vegna grunsemda um að Guðmundur væri aðili að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Upphófst atburðarás sem átti eftir að enda með þeirri skelfingu að Guðmundur missti nánast allt.
„Þeir sögðust vera komnir til að sækja tölvu sonar míns. Grunsemdir voru uppi um að hann stæði að innflutningi fíkniefna frá Brasilíu til Íslands. Þeir þvinguðu út úr mér tölvuna sem sonur minn hafði gefið mér. Þá vildu þeir fá að leita sem mér var meinilla við. Þá hótaði einhver að handtaka mig og leita samt. Ég lét undan og leyfði þeim að leita,“ segir Guðmundur.
Við leitina í íbúð Guðmundar fannst dálítið af kannabisefni í dóti sem tilheyrði vinkonu hans sem leigði með honum.
„Hún var nýkomin úr meðferð vegna neyslu á kannabis og öðrum efnum. Þeir fundu óveru af efni sem …
Athugasemdir