Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óbreytt framlög til þróunarmála þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Hlut­fall fram­lags Ís­lands til þró­un­ar­mála af verg­um þjóð­ar­tekj­um er ekki í sam­ræmi við þings­álykt­un­ar­til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar. Ís­land er enn­þá langt frá við­miði Sam­ein­uðu þjóð­anna um fram­lög til þró­un­ar­mála.

Óbreytt framlög til þróunarmála þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Framlög Íslands til þróunarmála verða áfram 0,21 prósent af vergum þjóðartekjum samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir yfirlýsingar um sterka stöðu ríkissjóðs og að framlög til þróunarmála sem hluti af þjóðarframleiðslu verði aukin.

Þetta er í ósamræmi við þingsályktunartillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lagði fram í byrjun júní en þar segir að framlag Íslands eigi að hækka um 0,02 prósent á næsta ári og verða 0,23 prósent af vergum þjóðartekjum. Samkvæmt tillögunni á framlagið að fara stighækkandi á næstu árum þar til það nær 0,3 prósentum árið 2019. Þá er hlutfallið áfram langt frá viðmiði Sameinuðu þjóðanna sem segir að ríkar þjóðir skuli veita 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála. 

Markmiðin óraunhæf

Í júní lagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að dregið verði verulega úr áætluðum markmiðum um þróunarsamvinnu. Í samtali við Eyjuna sagði Gunnar Bragi að fyrri áætlun í þróunarmálum væri óraunhæf, en samkvæmt tillögu hans er horfið frá fyrri áætlun sem miðar að því að ná markmiðum þróunarsamvinnuáætlun Sameinuðu þjóðanna árið 2019.

Samkvæmt fyrri áætlun átti framlagið að verða komið upp í 0,42 prósent árið 2016. Áætlunin gerði jafnframt ráð fyrir því að árið 2019 yrði framlagið komið upp í 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum, líkt og þróunarsamvinnuáætlun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir. Einungis einn þingmaður greiddi atkvæði gegn núgildandi áætlun þegar hún var samþykkt á Alþingi á síðasta kjörtímabili; Vigdís Hauksdóttir núverandi formaður fjárlaganefndar. 

Vegna aukinna þjóðartekna hækka framlögin hins vegar á milli ára í krónum talið. Þannig hækka framlögin um tæplega 460 milljónir króna frá síðasta ári og verða í heildina 4,721 milljarðar króna. Af þeirri fjárhæð ráðstafar Þróunarsamvinnustofnun Íslands 1,885 milljörðum króna eða um 40% af framlögunum. Utanríkisráðuneytið ráðstafar um 60% líkt og verið hefur um langt árabil, mest til Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, 560 milljónum, og til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) rúmum hálfum milljarði. Frá þessu er meðal annars greint í Heimsljósum, veftímariti um þróunarmál, sem kom út í dag. 

Forsætisráðherra
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrósaði happi yfir sterkri stöðu íslensks efnahagslífs í stefnuræðu sinni í gærkvöldi.

Auka framlög til mikilvægustu málaflokkanna

Á sama tíma og lagt er til að verulega sé dregið úr markmiðum í þróunarmálum benda ríkisstjórnarflokkarnir á að horfur hafi sjaldan verið betri í efnahagsmálum. Í byrjun mánaðar kom meðal annars út ný skýrsla um Ísland frá OECD en niðurstaða hennar er að góðar horfur séu í íslenskum efnahagsmálum og árangur hafi náðst á mörgum sviðum. 

„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt. Efnahagslegur jöfnuður er hvergi meiri og hann er enn að aukast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, meðal annars í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Hann benti einnig á að efnahagslega hafi Ísland vaxið hraðast Evrópuþjóða frá 2013 og sagði árangurinn einstakan í alþjóðlegum samanburði. Þá verði íslenska ríkið þriðja árið í röð rekið með afgangi. „En jafnvel þótt íslenska ríkið sé rekið með afgangi munum við auka framlög til allra mikilvægustu málaflokkanna, ekki bara í krónutölu, heldur í raunverulegum verðmætum,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár