Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Óbreytt framlög til þróunarmála þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Hlut­fall fram­lags Ís­lands til þró­un­ar­mála af verg­um þjóð­ar­tekj­um er ekki í sam­ræmi við þings­álykt­un­ar­til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar. Ís­land er enn­þá langt frá við­miði Sam­ein­uðu þjóð­anna um fram­lög til þró­un­ar­mála.

Óbreytt framlög til þróunarmála þrátt fyrir yfirlýsingar um annað

Framlög Íslands til þróunarmála verða áfram 0,21 prósent af vergum þjóðartekjum samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir yfirlýsingar um sterka stöðu ríkissjóðs og að framlög til þróunarmála sem hluti af þjóðarframleiðslu verði aukin.

Þetta er í ósamræmi við þingsályktunartillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, lagði fram í byrjun júní en þar segir að framlag Íslands eigi að hækka um 0,02 prósent á næsta ári og verða 0,23 prósent af vergum þjóðartekjum. Samkvæmt tillögunni á framlagið að fara stighækkandi á næstu árum þar til það nær 0,3 prósentum árið 2019. Þá er hlutfallið áfram langt frá viðmiði Sameinuðu þjóðanna sem segir að ríkar þjóðir skuli veita 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála. 

Markmiðin óraunhæf

Í júní lagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að dregið verði verulega úr áætluðum markmiðum um þróunarsamvinnu. Í samtali við Eyjuna sagði Gunnar Bragi að fyrri áætlun í þróunarmálum væri óraunhæf, en samkvæmt tillögu hans er horfið frá fyrri áætlun sem miðar að því að ná markmiðum þróunarsamvinnuáætlun Sameinuðu þjóðanna árið 2019.

Samkvæmt fyrri áætlun átti framlagið að verða komið upp í 0,42 prósent árið 2016. Áætlunin gerði jafnframt ráð fyrir því að árið 2019 yrði framlagið komið upp í 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum, líkt og þróunarsamvinnuáætlun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir. Einungis einn þingmaður greiddi atkvæði gegn núgildandi áætlun þegar hún var samþykkt á Alþingi á síðasta kjörtímabili; Vigdís Hauksdóttir núverandi formaður fjárlaganefndar. 

Vegna aukinna þjóðartekna hækka framlögin hins vegar á milli ára í krónum talið. Þannig hækka framlögin um tæplega 460 milljónir króna frá síðasta ári og verða í heildina 4,721 milljarðar króna. Af þeirri fjárhæð ráðstafar Þróunarsamvinnustofnun Íslands 1,885 milljörðum króna eða um 40% af framlögunum. Utanríkisráðuneytið ráðstafar um 60% líkt og verið hefur um langt árabil, mest til Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, 560 milljónum, og til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) rúmum hálfum milljarði. Frá þessu er meðal annars greint í Heimsljósum, veftímariti um þróunarmál, sem kom út í dag. 

Forsætisráðherra
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrósaði happi yfir sterkri stöðu íslensks efnahagslífs í stefnuræðu sinni í gærkvöldi.

Auka framlög til mikilvægustu málaflokkanna

Á sama tíma og lagt er til að verulega sé dregið úr markmiðum í þróunarmálum benda ríkisstjórnarflokkarnir á að horfur hafi sjaldan verið betri í efnahagsmálum. Í byrjun mánaðar kom meðal annars út ný skýrsla um Ísland frá OECD en niðurstaða hennar er að góðar horfur séu í íslenskum efnahagsmálum og árangur hafi náðst á mörgum sviðum. 

„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt. Efnahagslegur jöfnuður er hvergi meiri og hann er enn að aukast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, meðal annars í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Hann benti einnig á að efnahagslega hafi Ísland vaxið hraðast Evrópuþjóða frá 2013 og sagði árangurinn einstakan í alþjóðlegum samanburði. Þá verði íslenska ríkið þriðja árið í röð rekið með afgangi. „En jafnvel þótt íslenska ríkið sé rekið með afgangi munum við auka framlög til allra mikilvægustu málaflokkanna, ekki bara í krónutölu, heldur í raunverulegum verðmætum,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár