Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum

Vís­inda­menn við Oxford Há­skóla telja neyslu á nauta­kjöti og mjólk­ur­vör­um vera eina helstu or­sök hlýn­un­ar jarð­ar. Leggja þeir til skatt á þau mat­væli og ým­is önn­ur til þess að draga úr áhrif­un­um sem neysla á dýra­af­urð­um hef­ur á lofts­lag­ið.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum
Hlýnun jarðar er sögð ein mesta ógn sem að mannkyninu steðjar.

Loftslagsskattar á kjöt og mjólk gætu dregið úr neyslu á þeim afurðum og þannig minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og einnig bjargað 500 þúsund mannslífum á ári með heilbrigðara líferni, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Oxford Háskóla.

Ef lagðir væru sérstakir 40% loftslagsskattar á nautakjöt og 20% skattar á mjólk gæti það dregið úr skaðanum sem framleiðsla matvælanna veldur á loftslagi jarðarinnar. Þetta er niðurstaða útreikninga teymis við Oxford Háskóla sem hefur rannsakað áhrif matvælaframleiðslu á hlýnun jarðar. Skattarnir gætu dregið úr neyslu fólks á þessum afurðum sem myndi þá minnka losun lofttegunda sem valda hlýnun og draga úr sjúkdómum sem afurðirnar valda.

Hitastig jarðar
Hitastig jarðar hækkar stöðugt hraðar

Í sumar skrifaði Benjamín Sigurgeirsson, doktor í líftækni, pistil á Stundinni, þar sem hann fer yfir þá sjúkdóma sem neysla á dýraafturðum veldur og hversu mikill ávinningur í loftslagsmálum væri fólginn í því að draga úr þeirri neyslu. Bent hefur verið á að framleiðsla á kjöti til manneldis er talið valda um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda og mætti því draga talsvert úr hlýnun jarðar með því að skipta yfir í grænna mataræði.

Marco Springmann, sem leiddi rannsóknina við Oxford og er hluti af hópi innan skólans sem kallast „Framtíð fæðunnar“ [e. Future of Food], sagði: „Það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í þeim losunum sem matvælaframleiðslan okkar veldur þá eigum við engan möguleika á að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2C°. En ef þú þarft að borga 40% meira fyrir steikina þína þá gætir þú valið að elda þannig aðeins einu sinni í viku í staðinn fyrir tvisvar.“

Marco Springmann
Marco Springmann bendir á að matvælaframleiðsla hefur gríðarleg áhrif á hlýnun jarðar

Í rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change, var reiknað út hversu hár skatturinn þyrfti að vera fyrir hverja matartegund til þess að bæta upp fyrir áhrifin sem þau matvæli valda loftslaginu. Nautakjöt hefur mjög stórt kolefnisfótspor, vegna eyðingar skóga, metanlosunar sem tengist nautgripum og vegna fæðunnar sem nýtt er við framleiðsluna. Því reiknuðu vísindamennirnir út að skattar á nautakjöt þyrftu að vera um 40% um allan heim til þess að draga úr neyslunni.

„Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka.“

Með skattlagningunni gera vísindamennirnir ráð fyrir því að geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um einn milljarð tonna á ári, sem er jafn mikið og allur flugvélaiðnaðurinn losar á hverju ári. Þessi risavaxni niðurskurður á losun kom Springmann á óvart, sem og mikil áhrif mjólkurframleiðslu á umhverfið.

Segir hann breytingar á matarframleiðslu og neyslu hafa að mestu verið hunsaðar í baráttunni gegn loftslagshlýnun vegna viðkvæmni almennings þegar kemur að matarvali þeirra, ótta við hungur í fátækari hlutum heimsins sem og skorti á aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka,“ sagði Springmann. Hann sér einnig fyrir sér að peningana sem fást fyrir skattlagninguna mætti nýta til þess að tryggja að fólk hefði efni á hollara fæði.

„Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

Flestar af þeim matartegundum sem tengjast hlýnun jarðar eru einnig óhollar ef þeirra er neytt í of miklum mæli, eins og til dæmis nautakjöt og mjólkurvörur. Þess vegna gæti skattlagningin dregið úr neyslu á þeim afurðum og dregið úr þeim sjúkdómum sem þær valda, til dæmis hjartasjúkdómum, heilablóðföllum og krabbameini. Í Bandaríkjunum er til dæmis áætlað að fólk borði þrefalt meira af kjöti en mælst er til. Rannsakendur reiknuðu það út að skattlagningin gæti bjargað meira en 500 þúsund mannslífum á ári, aðallega í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína.

Rannsakendur komust einnig að því að til þess að mæta áhrifum matvælaframleiðslu á loftslagið þyrfti að hækka skatta á lambakjöt um 15%, hænsnakjöt um 8,5%, svínakjöt um 7% og á egg um 5%.

Áður hafa komið fram hvatningar um að draga úr kjötneyslu til þess að hægja á hlýnun jarðar, til dæmis frá Sameinuðu Þjóðunum og sérfræðingum í loftslagsmálum. Springmann sagði það gríðarlega mikilvægt að minnka áhrif matvælaframleiðslu á umhverfið: „Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár