Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum

Vís­inda­menn við Oxford Há­skóla telja neyslu á nauta­kjöti og mjólk­ur­vör­um vera eina helstu or­sök hlýn­un­ar jarð­ar. Leggja þeir til skatt á þau mat­væli og ým­is önn­ur til þess að draga úr áhrif­un­um sem neysla á dýra­af­urð­um hef­ur á lofts­lag­ið.

Ný rannsókn: Skattlagning á nautakjöt og mjólk gæti dregið úr gróðurhúsaáhrifum
Hlýnun jarðar er sögð ein mesta ógn sem að mannkyninu steðjar.

Loftslagsskattar á kjöt og mjólk gætu dregið úr neyslu á þeim afurðum og þannig minnkað losun gróðurhúsalofttegunda og einnig bjargað 500 þúsund mannslífum á ári með heilbrigðara líferni, samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var við Oxford Háskóla.

Ef lagðir væru sérstakir 40% loftslagsskattar á nautakjöt og 20% skattar á mjólk gæti það dregið úr skaðanum sem framleiðsla matvælanna veldur á loftslagi jarðarinnar. Þetta er niðurstaða útreikninga teymis við Oxford Háskóla sem hefur rannsakað áhrif matvælaframleiðslu á hlýnun jarðar. Skattarnir gætu dregið úr neyslu fólks á þessum afurðum sem myndi þá minnka losun lofttegunda sem valda hlýnun og draga úr sjúkdómum sem afurðirnar valda.

Hitastig jarðar
Hitastig jarðar hækkar stöðugt hraðar

Í sumar skrifaði Benjamín Sigurgeirsson, doktor í líftækni, pistil á Stundinni, þar sem hann fer yfir þá sjúkdóma sem neysla á dýraafturðum veldur og hversu mikill ávinningur í loftslagsmálum væri fólginn í því að draga úr þeirri neyslu. Bent hefur verið á að framleiðsla á kjöti til manneldis er talið valda um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda og mætti því draga talsvert úr hlýnun jarðar með því að skipta yfir í grænna mataræði.

Marco Springmann, sem leiddi rannsóknina við Oxford og er hluti af hópi innan skólans sem kallast „Framtíð fæðunnar“ [e. Future of Food], sagði: „Það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í þeim losunum sem matvælaframleiðslan okkar veldur þá eigum við engan möguleika á að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2C°. En ef þú þarft að borga 40% meira fyrir steikina þína þá gætir þú valið að elda þannig aðeins einu sinni í viku í staðinn fyrir tvisvar.“

Marco Springmann
Marco Springmann bendir á að matvælaframleiðsla hefur gríðarleg áhrif á hlýnun jarðar

Í rannsókninni, sem birtist í tímaritinu Nature Climate Change, var reiknað út hversu hár skatturinn þyrfti að vera fyrir hverja matartegund til þess að bæta upp fyrir áhrifin sem þau matvæli valda loftslaginu. Nautakjöt hefur mjög stórt kolefnisfótspor, vegna eyðingar skóga, metanlosunar sem tengist nautgripum og vegna fæðunnar sem nýtt er við framleiðsluna. Því reiknuðu vísindamennirnir út að skattar á nautakjöt þyrftu að vera um 40% um allan heim til þess að draga úr neyslunni.

„Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka.“

Með skattlagningunni gera vísindamennirnir ráð fyrir því að geta dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um einn milljarð tonna á ári, sem er jafn mikið og allur flugvélaiðnaðurinn losar á hverju ári. Þessi risavaxni niðurskurður á losun kom Springmann á óvart, sem og mikil áhrif mjólkurframleiðslu á umhverfið.

Segir hann breytingar á matarframleiðslu og neyslu hafa að mestu verið hunsaðar í baráttunni gegn loftslagshlýnun vegna viðkvæmni almennings þegar kemur að matarvali þeirra, ótta við hungur í fátækari hlutum heimsins sem og skorti á aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Ef fólk sér matvælaverð hækka þá reiðist það, þannig það verður að útskýra fyrir þeim hversvegna verðið er að hækka,“ sagði Springmann. Hann sér einnig fyrir sér að peningana sem fást fyrir skattlagninguna mætti nýta til þess að tryggja að fólk hefði efni á hollara fæði.

„Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

Flestar af þeim matartegundum sem tengjast hlýnun jarðar eru einnig óhollar ef þeirra er neytt í of miklum mæli, eins og til dæmis nautakjöt og mjólkurvörur. Þess vegna gæti skattlagningin dregið úr neyslu á þeim afurðum og dregið úr þeim sjúkdómum sem þær valda, til dæmis hjartasjúkdómum, heilablóðföllum og krabbameini. Í Bandaríkjunum er til dæmis áætlað að fólk borði þrefalt meira af kjöti en mælst er til. Rannsakendur reiknuðu það út að skattlagningin gæti bjargað meira en 500 þúsund mannslífum á ári, aðallega í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína.

Rannsakendur komust einnig að því að til þess að mæta áhrifum matvælaframleiðslu á loftslagið þyrfti að hækka skatta á lambakjöt um 15%, hænsnakjöt um 8,5%, svínakjöt um 7% og á egg um 5%.

Áður hafa komið fram hvatningar um að draga úr kjötneyslu til þess að hægja á hlýnun jarðar, til dæmis frá Sameinuðu Þjóðunum og sérfræðingum í loftslagsmálum. Springmann sagði það gríðarlega mikilvægt að minnka áhrif matvælaframleiðslu á umhverfið: „Annað hvort verðum við með loftslagsbreytingar, hjartasjúkdóma, sykursýki og offitu, eða þá að við gerum eitthvað í matvælaframleiðslunni.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár