Karlmaður er talinn hafa notað sælgæti til þess að tæla til sín börn við frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti á þriðjudag. „Hann sagði þeim að þau mættu alls ekki segja fullorðna fólkinu frá því,“ segir Auður Hannesdóttir, móðir sex ára stúlku sem var í hópnum. Auður segir dóttur sína að öðru leyti lítið vilja tala um atvikið. „Henni finnst hún örugglega hafa gert mistök með því að þiggja nammi, þó svo að ég sé búin að ítreka fyrir henni að mistökin séu ekki hennar. Maðurinn var í hálfgerðu húsasundi fyrir aftan bakaríið, nálægt frístundaheimilinu. Hann hefur örugglega verið að fylgjast með þeim. Hann bauð þeim nammi, en ítrekaði að þau mættu alls ekki láta fullorðna fólkið vita. Þetta er í raun það eina sem ég er búin að fá upp úr dóttur minni. Hún á til dæmis mjög erfitt með að segja mér hvernig hann leit út. Hún nefndi skegg og gleraugu, en það gæti vel verið að hún hafi bara viljað segja eitthvað. Ég tek því allavega með miklum fyrirvara.“
Auður segir að sér hafi skiljanlega verið mjög brugðið þegar dóttir hennar sagði frá atvikinu að fyrra bragði. „Ég reyndi að tala við hana rólega svo hún færi ekki í lás og spurði nánar út í málið. Hún skynjaði augljóslega að þetta væri eitthvað skrítið. En að öðru leyti lokaði hún á þetta.“ Auður lét
Athugasemdir