Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Notaði sælgæti til að tæla til sín börn í Grafarholti

Lög­reglu hafa borist tvær til­kynn­ing­ar á und­an­förn­um dög­um um mann sem tæl­ir til sín börn með sæl­gæti í Grafar­holti.

Notaði sælgæti til að tæla til sín börn í Grafarholti

Karlmaður er talinn hafa notað sælgæti til þess að tæla til sín börn við frístundaheimilið Stjörnuland í Grafarholti á þriðjudag. „Hann sagði þeim að þau mættu alls ekki segja fullorðna fólkinu frá því,“ segir Auður Hannesdóttir, móðir sex ára stúlku sem var í hópnum. Auður segir dóttur sína að öðru leyti lítið vilja tala um atvikið. „Henni finnst hún örugglega hafa gert mistök með því að þiggja nammi, þó svo að ég sé búin að ítreka fyrir henni að mistökin séu ekki hennar. Maðurinn var í hálfgerðu húsasundi fyrir aftan bakaríið, nálægt frístundaheimilinu. Hann hefur örugglega verið að fylgjast með þeim. Hann bauð þeim nammi, en ítrekaði að þau mættu alls ekki láta fullorðna fólkið vita. Þetta er í raun það eina sem ég er búin að fá upp úr dóttur minni. Hún á til dæmis mjög erfitt með að segja mér hvernig hann leit út. Hún nefndi skegg og gleraugu, en það gæti vel verið að hún hafi bara viljað segja eitthvað. Ég tek því allavega með miklum fyrirvara.“

Auður segir að sér hafi skiljanlega verið mjög brugðið þegar dóttir hennar sagði frá atvikinu að fyrra bragði. „Ég reyndi að tala við hana rólega svo hún færi ekki í lás og spurði nánar út í málið. Hún skynjaði augljóslega að þetta væri eitthvað skrítið. En að öðru leyti lokaði hún á þetta.“ Auður lét 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár