Innanríkisráðuneytið neitar að svara spurningum Stundarinnar um fyrirhugaða móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur. Í júlí á síðasta ári sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra að varanleg móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur verði stofnuð á þessu ári. Þá sagði hún að nákvæm kostnaðargreining varanlegs móttökuúrræðis og undirbúningur fyrir útboð myndi liggja fyrir síðastliðið haust.
Stundin sendi ráðuneytinu fyrirspurn þann 9. febrúar þar sem spurt var hvar vinnan við stofnun móttökumiðstöðvar fyrir hælisleitendur væri stödd, hvort kostnaður við verkefnið hefði verið metinn og hvenær undirbúningi fyrir útboð yrði lokið. Þá var einnig spurt hvort
Athugasemdir