Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Nauðsynlegt og hollt að fara yfir mörkin

Skáld­saga Vals Grett­is­son­ar, Gott fólk, fjall­ar um það sem ger­ist þeg­ar kona sak­ar mann sem hún hef­ur ver­ið í sam­bandi við um of­beldi í gegn­um svo­nefnt ábyrgð­ar­ferli.

Nauðsynlegt og hollt að fara yfir mörkin

Sagan byggir greinilega að miklu leyti á ábyrgðarferlismáli sem komst í fjölmiðla árið 2012 og lá því beint við að kalla Val á teppið og spyrja hvort hann hefði verið í samstarfi við aðila þess máls við skrif bókarinnar. Önnur áleitin spurning sem alltaf skýtur upp kollinum annað slagið í bómenntaumræðunni er hvort rithöfundum sé frjálst að taka lífssögu annarra og meðhöndla hana að vild. Er listin hafin yfir persónuvernd?

Valur segist ekki hafa unnið bókina í samstarfi við aðila málsins, og þeir vildu ekki tjá sig um bókina. „Ég hugsaði um það hvort ég ætti að bera þetta undir þá þar sem ég vissi að ég væri að ganga nærri þeim, en Hallgrímur Helgason gerði þetta sama í Konunni við 1000°, Kristín Eiríksdóttir gerir þetta í leikritinu Hystory og margir fleiri höfundar hafa notað þessa aðferð. Ég tók því þá ákvörðun að ræða ekki við þá sem áttu aðild að raunverulega málinu. 

Enda er þessi bók alls ekkert um þau sem persónur. Það hafa fleiri gengið í gegnum þetta ferli hérna á Íslandi, átti ég þá að tala við alla sem höfðu upplifað þetta? Ég hugsaði bara fokk itt, ég skrifa bara um þetta út frá mínum sjónarhóli sem skáld.“

„Ég hef sjálfur farið yfir mörk annarra manneskja, þótt það hafi ekki haft eftirmála, og ég held við gerum það öll.“

Þú fylgir samt ferlinu í fyrrnefndu máli ansi náið, það var næstum óþægilegt að lesa þetta og sjá ákveðnar persónur fyrir sér. „Já, ég gerði það að vissu leyti. Ég tek samt fram að ég þekki manninn sem lenti í þessu máli ekki neitt, hef aldrei talað við hann og hef enga hugmynd um hvort hann er eitthvað líkur Sölva í raunveruleikanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár