Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nauðsynlegt og hollt að fara yfir mörkin

Skáld­saga Vals Grett­is­son­ar, Gott fólk, fjall­ar um það sem ger­ist þeg­ar kona sak­ar mann sem hún hef­ur ver­ið í sam­bandi við um of­beldi í gegn­um svo­nefnt ábyrgð­ar­ferli.

Nauðsynlegt og hollt að fara yfir mörkin

Sagan byggir greinilega að miklu leyti á ábyrgðarferlismáli sem komst í fjölmiðla árið 2012 og lá því beint við að kalla Val á teppið og spyrja hvort hann hefði verið í samstarfi við aðila þess máls við skrif bókarinnar. Önnur áleitin spurning sem alltaf skýtur upp kollinum annað slagið í bómenntaumræðunni er hvort rithöfundum sé frjálst að taka lífssögu annarra og meðhöndla hana að vild. Er listin hafin yfir persónuvernd?

Valur segist ekki hafa unnið bókina í samstarfi við aðila málsins, og þeir vildu ekki tjá sig um bókina. „Ég hugsaði um það hvort ég ætti að bera þetta undir þá þar sem ég vissi að ég væri að ganga nærri þeim, en Hallgrímur Helgason gerði þetta sama í Konunni við 1000°, Kristín Eiríksdóttir gerir þetta í leikritinu Hystory og margir fleiri höfundar hafa notað þessa aðferð. Ég tók því þá ákvörðun að ræða ekki við þá sem áttu aðild að raunverulega málinu. 

Enda er þessi bók alls ekkert um þau sem persónur. Það hafa fleiri gengið í gegnum þetta ferli hérna á Íslandi, átti ég þá að tala við alla sem höfðu upplifað þetta? Ég hugsaði bara fokk itt, ég skrifa bara um þetta út frá mínum sjónarhóli sem skáld.“

„Ég hef sjálfur farið yfir mörk annarra manneskja, þótt það hafi ekki haft eftirmála, og ég held við gerum það öll.“

Þú fylgir samt ferlinu í fyrrnefndu máli ansi náið, það var næstum óþægilegt að lesa þetta og sjá ákveðnar persónur fyrir sér. „Já, ég gerði það að vissu leyti. Ég tek samt fram að ég þekki manninn sem lenti í þessu máli ekki neitt, hef aldrei talað við hann og hef enga hugmynd um hvort hann er eitthvað líkur Sölva í raunveruleikanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár