1.200 milljónir króna liggja óhreyfðar í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Hefur fjármununum ekki verið ráðstafað í þau verkefni sem þeim var úthlutað til.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sendi út í gær skömmu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Stundina að hún undraðist að ekki væri gert ráð fyrir meiri fjárframlögum í sjóðinn í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Vísaði hún til þess að kallað hefur verið eftir því í sumar að náttúruperlur sé verndaðar fyrir ágangi ferðamanna og innviðir ferðaþjónustunnar byggðir upp.
Athugasemdir