Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona lifir Ali eftir að íslensk stjórnvöld sendu hann burt: „Ég vil ekki deyja“

Ung­ling­ur­inn Ali Nas­ir var dreg­inn út úr Laug­ar­nes­kirkju með valdi í sum­ar og er nú stadd­ur í Ír­ak. Fjöl­skylda hans af­neit­aði hon­um vegna þess að hann tók kristna trú á Ís­landi. Ali dvel­ur í hrör­legu geymslu­rými, reið­ir sig á mat­ar­gjaf­ir og ótt­ast um líf sitt.

Svona lifir Ali eftir að íslensk stjórnvöld sendu hann burt: „Ég vil ekki deyja“

Ali Nasir, 16 ára strákur sem íslensk stjórnvöld vísuðu úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í sumar, er staddur í Bagdad, býr við slæman aðbúnað og reiðir sig á matargjafir frá ókunnugum.

Þegar Stundin ræddi við Ali í gær sagðist hann vera sársvangur og ekkert hafa borðað síðan á föstudag. Þegar blaðamaður náði aftur tali af honum í dag, mánudag, hafði Ali fengið brauð en sagðist vera með höfuðverk og líða eins og hann væri með hita. 

Ali dvelur í hrörlegu geymslurými aftan við kaffihús og sefur þar á gólfinu innan um rykfallin húsgögn og gömul heimilistæki. Hann segir að sér hafi verið afneitað af fjölskyldu sinni í Írak eftir að hann tók upp kristna trú, en eins og frægt er orðið var unglingurinn dreginn út úr Laugarneskirkju með valdi þann 28. júní síðastliðinn og sendur til Noregs. Stundin fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma og náði myndbandi af atvikinu sem rataði jafnframt í erlenda fréttamiðla.

Aðeins um tveimur vikum eftir atvikið í Laugarneskirkju synjuðu Norðmenn Ali um hæli og sendu hann til Íraks. Þegar Stundin ætlaði að greina frá þessu í júlí báðu velunnarar Alis um að það yrði ekki gert, enda gæti slík umfjöllun stefnt honum í enn meiri hættu.

Stundin hefur nú komist í samband við Ali, átt í samskiptum við hann og fengið vilyrði hans fyrir þeirri umfjöllun sem hér birtist.

Ali er með síma sem hann eignaðist á Íslandi, getur hlaðið hann og fær að nota internetið af kaffihúsinu sem er við hliðina á geymslunni. Þannig hefur Stundin getað rætt við Ali á Facebook, bæði í gegnum Messenger og Facetime. 

Aðspurður hvers vegna hann fer ekki til fjölskyldu sinnar segist Ali ekki eiga neina fjölskyldu lengur. „Það er vegna þess að ég skipti um trú, ég er ekki lengur múslimi heldur kristinn,“ segir hann og bætir því við að hann eigi ekki í önnur hús að venda en geymslurýmið. Hann sýnir blaðamanni vatnsbrúsana sína, teppi og kodda og annan af tveimur stuttermabolum sínum; hann er klæddur í hinn bolinn.

Ali hljómar máttfarinn, hann talar takmarkaða ensku og endurtekur sömu setningarnar í samtali við blaðamann, orð eins og „I love Iceland“, „This is no good“, „I wanna live“, „No food for three days“, „Please help me“ og „I am alone, only me“. Hann segist þrá að koma aftur til Íslands og halda áfram námi sínu, enda sakni hann vina sem hann hafi eignast hér. Ali segir að sig langi að læra, vinna og vera sjálfbjarga – lifa eðlilegu lífi. Hann óttast um líf sitt og segir vopnaðan hóp vera á eftir sér vegna þess að hann tók kristna trú. „Ég vil ekki deyja,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár