Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svona lifir Ali eftir að íslensk stjórnvöld sendu hann burt: „Ég vil ekki deyja“

Ung­ling­ur­inn Ali Nas­ir var dreg­inn út úr Laug­ar­nes­kirkju með valdi í sum­ar og er nú stadd­ur í Ír­ak. Fjöl­skylda hans af­neit­aði hon­um vegna þess að hann tók kristna trú á Ís­landi. Ali dvel­ur í hrör­legu geymslu­rými, reið­ir sig á mat­ar­gjaf­ir og ótt­ast um líf sitt.

Svona lifir Ali eftir að íslensk stjórnvöld sendu hann burt: „Ég vil ekki deyja“

Ali Nasir, 16 ára strákur sem íslensk stjórnvöld vísuðu úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar í sumar, er staddur í Bagdad, býr við slæman aðbúnað og reiðir sig á matargjafir frá ókunnugum.

Þegar Stundin ræddi við Ali í gær sagðist hann vera sársvangur og ekkert hafa borðað síðan á föstudag. Þegar blaðamaður náði aftur tali af honum í dag, mánudag, hafði Ali fengið brauð en sagðist vera með höfuðverk og líða eins og hann væri með hita. 

Ali dvelur í hrörlegu geymslurými aftan við kaffihús og sefur þar á gólfinu innan um rykfallin húsgögn og gömul heimilistæki. Hann segir að sér hafi verið afneitað af fjölskyldu sinni í Írak eftir að hann tók upp kristna trú, en eins og frægt er orðið var unglingurinn dreginn út úr Laugarneskirkju með valdi þann 28. júní síðastliðinn og sendur til Noregs. Stundin fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma og náði myndbandi af atvikinu sem rataði jafnframt í erlenda fréttamiðla.

Aðeins um tveimur vikum eftir atvikið í Laugarneskirkju synjuðu Norðmenn Ali um hæli og sendu hann til Íraks. Þegar Stundin ætlaði að greina frá þessu í júlí báðu velunnarar Alis um að það yrði ekki gert, enda gæti slík umfjöllun stefnt honum í enn meiri hættu.

Stundin hefur nú komist í samband við Ali, átt í samskiptum við hann og fengið vilyrði hans fyrir þeirri umfjöllun sem hér birtist.

Ali er með síma sem hann eignaðist á Íslandi, getur hlaðið hann og fær að nota internetið af kaffihúsinu sem er við hliðina á geymslunni. Þannig hefur Stundin getað rætt við Ali á Facebook, bæði í gegnum Messenger og Facetime. 

Aðspurður hvers vegna hann fer ekki til fjölskyldu sinnar segist Ali ekki eiga neina fjölskyldu lengur. „Það er vegna þess að ég skipti um trú, ég er ekki lengur múslimi heldur kristinn,“ segir hann og bætir því við að hann eigi ekki í önnur hús að venda en geymslurýmið. Hann sýnir blaðamanni vatnsbrúsana sína, teppi og kodda og annan af tveimur stuttermabolum sínum; hann er klæddur í hinn bolinn.

Ali hljómar máttfarinn, hann talar takmarkaða ensku og endurtekur sömu setningarnar í samtali við blaðamann, orð eins og „I love Iceland“, „This is no good“, „I wanna live“, „No food for three days“, „Please help me“ og „I am alone, only me“. Hann segist þrá að koma aftur til Íslands og halda áfram námi sínu, enda sakni hann vina sem hann hafi eignast hér. Ali segir að sig langi að læra, vinna og vera sjálfbjarga – lifa eðlilegu lífi. Hann óttast um líf sitt og segir vopnaðan hóp vera á eftir sér vegna þess að hann tók kristna trú. „Ég vil ekki deyja,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamálin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­mál­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár