Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Myndband: Þingvörður sneri mótmælanda niður

Þing­vörð­ur spraut­aði úr vatns­slöngu á mót­mæl­end­ur og sneri Sig­urð Har­alds­son nið­ur. Hann er blár og mar­inn og stefn­ir á að kæra mál­ið.

Myndband: Þingvörður sneri mótmælanda niður

Í hádeginu í dag fóru fram mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þar sem mótmælt var að 888 dagar væru liðnir frá því að Alþingi samþykkti að rannsókn færi fram á einkavæðingu bankanna. Hópurinn krítaði 888 á götuna fyrir utan Alþingishúsið. Þessi gjörningur varð til þess að þingvörður fór út með slöngu og hóf að spúla gangstéttina og vöknuðu mótmælendur við það. Þessi sami þingvörður sneri einn mótmælanda niður, sem hafði afskipti af þingverðinum, með þeim afleiðingum að hann er blár og marinn. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Krotuðu í óleyfi

Maðurinn í leðurjakkanum er Sigurður Haraldsson öryggisvörður, sem var við mótmæli. „Þetta er mjög sérstök uppákoma, ég verð bara að segja það. Það að koma með brunaslöngu út af Alþingi og fara að sprauta á mótmælendur, það eitt er mjög alvarlegt mál. Við vorum þarna að mótmæla algjörlega friðsamlega, hann sagði okkur að vísu að við höfðum ekki leyfi til að krota þarna,“ segir Sigurður í samtal við Stundina.

„Við vorum þarna að mótmæla algjörlega friðsamlega“

Sigurður segir að þingvörðurinn sem spúlaði krítina hafi tekið sig „júdó-taki“ með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina. „Málið er það að ég fór í slönguna þegar hann var kominn að seinna krotinu. Þá labba ég að honum og tók fyrir slönguna og beindi henni frá. Við það tekur hann mig einhverju júdó-taki þannig að ég dúndrast í götuna. Það að beita einhvern svona ofbeldi er algjörlega fyrir neðan allar hellur, velsæmisreglur og annað. Ég hef verið í ýmsu og lent í ýmsu, lögreglan hefur aldrei komið svona fram við mig,“ segir Sigurður.

Óforsvaranleg viðbrögð

Hann segir að það að hann hafi reynt að stoppa hann við að spúla krotið réttlæti ekki gjörðir þingvarðarins.

„Við vorum ekki að skvetta málningu eða koma fyrir sprengju.“

„Hann var að sprauta á okkur. Þetta er algjörlega óforsvaranlegt að nota svona varnarbrögð. Við vorum að kríta! Við vorum ekki að skvetta málningu eða koma fyrir sprengju. Við vorum ekki með einhver hárreyst læti. Þeir koma þarna eins og við séum einhverjir hryðjuverkamenn,“ segir Sigurður. 

Marinn á líkama og trefillinn ónýtur

Sigurður segist vera mjög illa farinn á líkamanum eftir að hafa verið snúinn niður af þingverði. „Mér líður mjög illa í skrokknum, ég er með einhverja marbletti. Ég verð að fara til læknis á morgun því ég get ekki fengið áverkavottorð í dag, því þessi sár koma ekki fram strax. Það er dálítið tak í vinstri síðu. Svo var ég með dálítinn verk í kjálka eftir það þegar hausinn á mér fór niður,“ segir Sigurður.

Hann bætir við að ekki nóg með að hann sé aumur á líkama þá séu föt hans líka skemmd. „Jakkinn minn er þónokkuð skemmdur, hann er marinn að aftan. Splunkunýr trefill sem ég var með er handónýtur. Hann er allur í kássu,“ segir Sigurður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár