Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Íbú­ar á Suð­ur­nesj­um eru í sár­um eft­ir tvö svip­leg dauðs­föll ungs fólks með að­eins nokkra daga milli­bili. Átján ára stúlka lést í bíl­slysi á leið í skól­ann og ung­ur mað­ur, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr of­neyslu fíkni­efna.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Mikil sorg ríkir á Suðurnesjum eftir að tvö ungmenni á svæðinu létu lífið með sviplegum hætti með nokkurra daga millibili.

Ungur maður á þrítugsaldri lést vegna ofneyslu fíkniefna fyrr í vikunni. Hann hafði verið á beinu brautinni í dágóðan tíma og stefndi á nám.

Samkvæmt aðstandanda sem blaðamaður ræddi við þá er grunur um að misnotkun á læknadópi hafi leitt til dauða hans. Því er þó ekki hægt að slá föstu fyrr en niðurstöður krufningar liggja fyrir.

Lést á leið í skólann

Í gærmorgun lést 18 ára stúlka í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Hún var á leið í skólann þegar hún lenti í árekstri við aðra bifreið skammt frá afleggjaranum að Bláa lóninu. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ en bjó í Grindavík.

„Þetta er svo ósanngjarnt“

„Nemendur og kennarar grétu saman hér í gær. Skólinn brást skjótt við og áfallateymi skólans kallaði til prest sem kom og ræddi við okkur. Það hjálpaði mörgum. Ég á bara svo erfitt með að trúa þessu. Þetta er svo ósanngjarnt,“ sagði nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem Stundin ræddi við í morgun.

Víða hefur verið flaggað í hálfa stöng á Suðurnesjum, bæði í gær og í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár