Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Íbú­ar á Suð­ur­nesj­um eru í sár­um eft­ir tvö svip­leg dauðs­föll ungs fólks með að­eins nokkra daga milli­bili. Átján ára stúlka lést í bíl­slysi á leið í skól­ann og ung­ur mað­ur, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr of­neyslu fíkni­efna.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Mikil sorg ríkir á Suðurnesjum eftir að tvö ungmenni á svæðinu létu lífið með sviplegum hætti með nokkurra daga millibili.

Ungur maður á þrítugsaldri lést vegna ofneyslu fíkniefna fyrr í vikunni. Hann hafði verið á beinu brautinni í dágóðan tíma og stefndi á nám.

Samkvæmt aðstandanda sem blaðamaður ræddi við þá er grunur um að misnotkun á læknadópi hafi leitt til dauða hans. Því er þó ekki hægt að slá föstu fyrr en niðurstöður krufningar liggja fyrir.

Lést á leið í skólann

Í gærmorgun lést 18 ára stúlka í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Hún var á leið í skólann þegar hún lenti í árekstri við aðra bifreið skammt frá afleggjaranum að Bláa lóninu. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ en bjó í Grindavík.

„Þetta er svo ósanngjarnt“

„Nemendur og kennarar grétu saman hér í gær. Skólinn brást skjótt við og áfallateymi skólans kallaði til prest sem kom og ræddi við okkur. Það hjálpaði mörgum. Ég á bara svo erfitt með að trúa þessu. Þetta er svo ósanngjarnt,“ sagði nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem Stundin ræddi við í morgun.

Víða hefur verið flaggað í hálfa stöng á Suðurnesjum, bæði í gær og í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár