Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Íbú­ar á Suð­ur­nesj­um eru í sár­um eft­ir tvö svip­leg dauðs­föll ungs fólks með að­eins nokkra daga milli­bili. Átján ára stúlka lést í bíl­slysi á leið í skól­ann og ung­ur mað­ur, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr of­neyslu fíkni­efna.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Mikil sorg ríkir á Suðurnesjum eftir að tvö ungmenni á svæðinu létu lífið með sviplegum hætti með nokkurra daga millibili.

Ungur maður á þrítugsaldri lést vegna ofneyslu fíkniefna fyrr í vikunni. Hann hafði verið á beinu brautinni í dágóðan tíma og stefndi á nám.

Samkvæmt aðstandanda sem blaðamaður ræddi við þá er grunur um að misnotkun á læknadópi hafi leitt til dauða hans. Því er þó ekki hægt að slá föstu fyrr en niðurstöður krufningar liggja fyrir.

Lést á leið í skólann

Í gærmorgun lést 18 ára stúlka í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Hún var á leið í skólann þegar hún lenti í árekstri við aðra bifreið skammt frá afleggjaranum að Bláa lóninu. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ en bjó í Grindavík.

„Þetta er svo ósanngjarnt“

„Nemendur og kennarar grétu saman hér í gær. Skólinn brást skjótt við og áfallateymi skólans kallaði til prest sem kom og ræddi við okkur. Það hjálpaði mörgum. Ég á bara svo erfitt með að trúa þessu. Þetta er svo ósanngjarnt,“ sagði nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem Stundin ræddi við í morgun.

Víða hefur verið flaggað í hálfa stöng á Suðurnesjum, bæði í gær og í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár