Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Íbú­ar á Suð­ur­nesj­um eru í sár­um eft­ir tvö svip­leg dauðs­föll ungs fólks með að­eins nokkra daga milli­bili. Átján ára stúlka lést í bíl­slysi á leið í skól­ann og ung­ur mað­ur, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr of­neyslu fíkni­efna.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Mikil sorg ríkir á Suðurnesjum eftir að tvö ungmenni á svæðinu létu lífið með sviplegum hætti með nokkurra daga millibili.

Ungur maður á þrítugsaldri lést vegna ofneyslu fíkniefna fyrr í vikunni. Hann hafði verið á beinu brautinni í dágóðan tíma og stefndi á nám.

Samkvæmt aðstandanda sem blaðamaður ræddi við þá er grunur um að misnotkun á læknadópi hafi leitt til dauða hans. Því er þó ekki hægt að slá föstu fyrr en niðurstöður krufningar liggja fyrir.

Lést á leið í skólann

Í gærmorgun lést 18 ára stúlka í umferðarslysi á Grindavíkurvegi. Hún var á leið í skólann þegar hún lenti í árekstri við aðra bifreið skammt frá afleggjaranum að Bláa lóninu. Hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ en bjó í Grindavík.

„Þetta er svo ósanngjarnt“

„Nemendur og kennarar grétu saman hér í gær. Skólinn brást skjótt við og áfallateymi skólans kallaði til prest sem kom og ræddi við okkur. Það hjálpaði mörgum. Ég á bara svo erfitt með að trúa þessu. Þetta er svo ósanngjarnt,“ sagði nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem Stundin ræddi við í morgun.

Víða hefur verið flaggað í hálfa stöng á Suðurnesjum, bæði í gær og í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu