Lúxushótel Hreiðars Más Sigurðssonar, ION hótel á Nesjavöllum við Þingvallavatn, skilaði tapi upp á nærri 40 milljónir króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi rekstrarfélags hótelsins. Hótelið tapaði 63 milljónum árið á undan. Félagið, ION hótel ehf., heldur aðeins utan um rekstur hótelsins á meðan fasteignin sjálf er í öðru félagi sem meðal annars er í eigu sjóðs sem Stefnir, fyrirtæki í eigu Arion banka, stýrir. Hreiðar Már á því ekkert í fasteigninni sjálfri.
Hreiðar Már á í rekstrafélagi hótelsins í gegnum fyrirtækið Gistiver en það fyrirtæki hefur haslað sér völl í ferðamannageiranum á Íslandi með rekstri
Athugasemdir