Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Rit­höf­und­ur seg­ir að út­hlutund­ar­nefnd hafa mis­stig­ið sig þeg­ar hún ákvað að veita hon­um ekki rit­höf­unda­laun.

Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Mikael Torfason rithöfundur telur að úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda hljóti að hafa misstigið sig þegar hún ákvað að veita honum ekki rithöfundalaun á síðasta ári. Þetta skrifar hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skuli fá listamannalaun en að sér sýnist þetta snúast um að gera þeim kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Með styrkjunum liggi þannig fyrir afurðir á menningarsviðinu. „Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig,“ skrifar Mikael. „Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig,“ bætir hann við.

„Úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig.“

Mikael setur þetta í samhengi við fréttir þess efnis að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaun, en öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutuð tólf mánaða rithöfundalaun á dögunum. „Af nefnd sem þau sjálf völdu,“ eins og Mikael orðar þar. Hann segir listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verði að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár