Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Rit­höf­und­ur seg­ir að út­hlutund­ar­nefnd hafa mis­stig­ið sig þeg­ar hún ákvað að veita hon­um ekki rit­höf­unda­laun.

Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Mikael Torfason rithöfundur telur að úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda hljóti að hafa misstigið sig þegar hún ákvað að veita honum ekki rithöfundalaun á síðasta ári. Þetta skrifar hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skuli fá listamannalaun en að sér sýnist þetta snúast um að gera þeim kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Með styrkjunum liggi þannig fyrir afurðir á menningarsviðinu. „Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig,“ skrifar Mikael. „Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig,“ bætir hann við.

„Úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig.“

Mikael setur þetta í samhengi við fréttir þess efnis að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaun, en öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutuð tólf mánaða rithöfundalaun á dögunum. „Af nefnd sem þau sjálf völdu,“ eins og Mikael orðar þar. Hann segir listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verði að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár