Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Rit­höf­und­ur seg­ir að út­hlutund­ar­nefnd hafa mis­stig­ið sig þeg­ar hún ákvað að veita hon­um ekki rit­höf­unda­laun.

Mikael Torfason ósáttur við að fá ekki listamannalaun

Mikael Torfason rithöfundur telur að úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda hljóti að hafa misstigið sig þegar hún ákvað að veita honum ekki rithöfundalaun á síðasta ári. Þetta skrifar hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skuli fá listamannalaun en að sér sýnist þetta snúast um að gera þeim kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Með styrkjunum liggi þannig fyrir afurðir á menningarsviðinu. „Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig,“ skrifar Mikael. „Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig,“ bætir hann við.

„Úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig.“

Mikael setur þetta í samhengi við fréttir þess efnis að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaun, en öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutuð tólf mánaða rithöfundalaun á dögunum. „Af nefnd sem þau sjálf völdu,“ eins og Mikael orðar þar. Hann segir listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verði að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár